Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 23
REIDSLUKOllT • KKÍTARKOKT • KKEDITKOKT • OKLIDSLIKOKT • KRÍTARKORT ARGVÆTTUR 4 OGNVALDUR? 22 þilsund manns með kort í dag Einnig var þaö svo hjá Visa að fyrsta úttektartímabilið var frá 10. desember fram til 17. janúar. En einhvern veginn tókst að greiða söluskattinn og kaupmenn létu ekki mikið heyra frá sér í þessu sam- bandi í nokkurn tíma. Verða korteigendur gjaldþrota? En eins og fyrr segir, voru margir sem sögðu að krítarkortaeigendur ættu eftir að lenda i vandræðum þegar að skuldadögun- um kæmi og við blasti gjaldþrot hjá ótal heimilum. Allir biðu spenntir eftir því aö úr þessu yrði skorið. Ymsar sögur voru í gangi um krítarkortamenn sem létu greipar sópa í verslunum og ímynduðu sér að þeir væru forrikir. Ein sagan var t.d. sú að gömul kona með krítarkort hefði farið í bæinn að versla. Þegar verslunarferðinni var lokið var hún búin áð kaupa vörur fyrir um 90 þúsund krónur. Hún skildi ekki nákvæmlega kerfið og sagði seinna, þegar upp komst um kellu, að hún hefði ekkert skilið í því hversu almennilegir kaup- ménnirnir hefðu verið. Þá bárust einnig þær fregnir að litlu Jónarnir væru nú farnir að kaupa alls kyns munaðarvörur sem þeir hefðu aldrei látið sig dreyma um áður en þeir fengu kortin í hendurnar. Við látum ósagt um sannleiksgildi þessara sagna. I byrjun febrúar kom að skuldadög- unum, en forráðamönnum beggja fyrir- tækjanna bar saman um aö skihn hefðu verið mjög góð og ekkert vandræöaástand ríkti og ekki voru nein gjaldþrot fyrir sjáanleg. Að sjálfsögðu var nokkuð um vanskil en ekki svo mikil að þaö væri óeðli- legt. En það kann að vera að þetta segi ekki alla söguna. Líklegt er að þeir sem tóku út á kortin í desember hafi þurft að nota mánaðarlaunin í að greiða skuld sína í febrúar og þá hafi víða ekki verið miklir peningar eftir. Hjá þeim sem svo var ástatt var eina undankomuleiðin að halda áfram að nota kortið. Þetta kallast „revolving effect” eða lauslega þýtt rúll- andi áhrif. Þetta þýðir að öll eyösla kort- hafans er fyrirframeyðsla. Hann er því flæktur í netið og verður að nota kortið sitt hvort sem honum líkar betur eða verr. Ef korthafi kemst í greiðsluþrot gagnvart krítarkortafyrirtækjunum á hann það á hættu aö missa kortið, svo það borgar sig að fara hægt í sakirnar og eyða ekki um efni fram. I Svíþjóð eru margar tegundir krítar- korta í notkun og er talið að þar séu um 2 milljónir korta í gangi. Þar hafa margir korthafar komist í greiðsluþrot. Og þar var skipuð nefnd sem átti að hafa þaö verkefni að reyna að leysa þann vanda sem þessir einstaklingar voru komnir í. Þessi nefnd hefur lagt til m.a. aö þeir sem hyggjast fá sér krítarkort gangi í gegnum eins konar reynslutímabil og sýni fram á að þeir séu hæfir til að umgangast þennan greiðslumáta. Þetta ástand hefur ekki skapast hér m.a. vegna þess að hér eru enn sem komið einungis tvær tegundir korta í umferð. Vandamál kaupmanna Þeir kaupmenn og aðrir aðilar sem taka að sér krítarkortaþjónustu verða að greiða ákveðna þóknun af þeirri upphæð sem verslað er fyrir með kortunum. Þessi þóknun er í ákveðnu hlutfalli við þá upp- hæð sem um ræðir. Nú er þessi þóknun 2—3 prósent. Þessa peninga veröa þeir síðan að lána í allt að 45 daga vaxtalaust. Asmundur Stefánsson hjá ASI lagði til að kaupmenn gæfu þeim sem borguðu vörur sinar í reiðufé afslátt fyrst þeir gætu í raun gefið korthöfum þennan afslátt. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga en á sama tíma fóru að heyrast þær raddir frá kaupmönnum að korthafarnir sjálfir greiddu þann kostnað sem kaupmönnum er gert að greiða þ.e. þóknunina. Þetta fékk lítinn hljómgrunn hjá krítarkorta- fyrirtækjunum og sögðu þeir að hér væri sama fyrirkomulag og erlendis. Kaup- menn bentu á að ef ekki yrðu gerðar breyt- ingar væri fyrirsjáanlegt að þessi aukni kostnaður þeirra kæmi fram í hækkun á vöruverði. Það væri óréttlátt gagnvart þeim sem ekki notuðu krítarkortin. Þessar raddir voru þó ekki háværar fyrr en nú fyrir skömmu að nítján matvöru- verslanir tóku höndum saman og ræddu þessi mál af alvöru. I þessum hópi versl- ana voru m.a. helstu stórmarkaðirnir hér á höfuðborgarsvæðinu. Forráðamönnum þessara verslana var heitt í hamsi og sögöu að ekki væri hægt aö una lengur við þaö fyrirkomulag sem nú væri á þessum viðskiptum. Sumir þeirra vildu ganga svo langt að samningum við krítarkortafyrir- tækin yrði sagt upp strax. En svo fór að lokum að þeir kusu þrjá fulltrúa sína til þess að hefja viðræður við þessi tvö fyrir- tæki og fengu þeir það í veganesti að stefnt yrði aö því að núverandi þóknun sem þeir verða aö greiða yrði lækkuö. Ef enginn árangur næðist í þessum viðræðum eru þessir kaupmenn sammála um að segja samningum upp við krítarkortafyrirtækin 20. næsta mánaöar. Ef af því verður munu þessi viðskipti stöðvast í ágúst næstkom- andi, því uppsagnartíminn er fjórir mánuöir. Þetta yrði nokkuð stór biti fyrir krítarkortafyrirtækin að kyngja því þessar nítján verslanir ráða líklega yfir um 70 prósent af öllum matvöruviðskipt- um á höfuðborgarsvæðinu. Kaupmennirnir segja að með því að þurfa að greiða þessa þóknun og lána fé í langan tíma tapi þeir allt að 5 prósent af þeirri upphæð sem fer í gegnum krítar- kortaviðskipti. Þetta þoli ekki matvöru- verslunin því að nú um þessar mundir sé álagningin í algjöru lágmarki, auk þess sem álagning á ýmsum landbúnaðar- vörum sé þaö lág að það borgi sig engan veginn að selja þær þegar við bætist þessi greiðslubyrði frá krítarkortunum. Enginn hafi áhuga á því að vöruverð hækki og verði að gera allt til aö svo verði ekki. Margir þeirra vilja helst losna við þessi viðskipti og telja aö þetta fyrirkomulag sé út í hött. Meö þessu séu bankarnir í raun og veru aö koma lánsviðskiptum sínum yfir á kaupmenn, sem í ófanálag þurfi að greiða stórfé fyrir aö lána viðskiptavinum sínum. Forráöamenn krítarkortafyrirtækjanna hafa sagt að sú þóknun sem greidd er hér á landi sé ein sú lægsta sem um getur. Meö þessum viðskiptum sleppi kaupmenn við það að láta fólk skrifa hjá sér. Kaupmenn lendi oft í vandræðum við að innheimta þá peninga. Það kosti bæði tíma og fyrirhöfn. En meö krítarkortaviðskiptum fái þeir alltaf öruggar greiðslur mánaðarlega og þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvort þessir peningar innheimtist. Seinustu fréttir af þessari viðureign eru þær að aöilar hafa átt viðræður saman. Að sögn kaupmanna hafa krítarkortafyrir- tækin tekið vel í mál kaupmanna. Akveðið hefur verið að viðræður hefjist að nýju í næstu viku og er liklegt að krítarkorta- fyrirtækin hafi þá eitthvaö meðferðis til að bjóða kaupmönnum upp á. Sama umræða í Bandaríkjunum Það er athyglisvert að í Bandaríkjunum, þar sem maður hefur á tilfinningunni að krítarkort vaxi á hverju strái, virðist vera svipuð umræða í gangi. Smávöruverslanir þar eru uggandi yfir því að greiðslubyrðin þeirra eigi eftir að færast út í verðlagið. Og þar hafa komið fram þær hugmyndir að kaupmenn legöu aukalega á þær vörur sem keyptar eru með krítarkortum. Plastkort í framtíðinni Hér aö framan höfum við einungis fjallað inn nokkra þætti varðandi þessi litlu plastkort. Þaö er ýmislegt annað sem þörf væri á að ræða. Það er óráðið hver framtíð þessara korta verður. Það er margt sem bendir til þess aö notkun plast- korta af ýmsu tagi eigi eftir að aukast samfara aukinni tölvuvæðingu. Hugsan- legt er að öll viðskipti smá og stór eigi eftir að vera gerð með þessum undrakortum. Slíkt mun án efa auðvelda fyrir í kerfinu, eða hvaö? En það eru hliðar á þessu máli sem sumum þykja varhugaverðar. Sá sem notar kort skilur eftir sig spor á hverjum staö þar sem hann notar þau. Og þegar , þetta verður í algleymingi munu tölvurnar taka við þessum sporum. Sumir benda á að þegar svo er orðið ástatt verði auðvelt að komast að því að einstaklingur A fór til eyjunnar B, borgaöi flugmiða með korti C . og hótelherbergi með korti D og var að heiman vikuna í júní. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi verið heima hjá sér þennan tíma. Hver segir satt, hann eða tölvurnar? Það kann aö vera að erfitt j verði fyrir hann að malda í móinn við tölvuna, því öll vitum við hvað þær eru ná- kvæmar. öðruvísi sagt: Þaö er h'klegt að auðveldara verði að stunda persónu- njósnir, sem hægt er að nota og einnig mis- nota. „Elskan, keyptirðu eitthvað i matinn?" „Já, já, Guðmundur minn, ég keypti mjög góðan mat og svo notaði ég auðvitað kreditkortin okkar". „Sigriður mín, þetta er alveg prýðis matur og svo þurfum við ekki að borga þetta fyrr enn iþar næsta mánuði".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.