Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 9
r'nrninoiniiM un
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
Ríkisstjórnir eiga sína hveiti-
brauösdaga. Almenningur er ekki
samdauna áróðri stjórnar eða stjóm-
arandstööu og trúir slagoröum var-
lega. Tilhneiging almains kjósanda
fyrst eftir að ný stjórn hefur verið
mynduð er að segja sem svo: Gefum
henni tækifæri. Látum sjá, hvað hún
getur. „Þetta er einkum uppi á
teningnum, þegar við mikinn efna-
hagsvanda er að etja. Þessi ríkis-
stjóm og hin næsta á undan hafa not-
ið góðs af þeirri ríkjandi afstöðu, að
viðkomandi samsteypa sé „hiö
skásta, sem völ sé á” Strax eftir
myndun ríkisstjómar dr. Gunnars
Thoroddsens var gerð skoðanakönn-
un, sem sýndi, að stjómin naut með
eindæmum mikils fylgis. Grundvöll-
ur þess var einmitt sá, sem hér
greindi að framan. Skoðanakönnun
DV um núverandi ríkisstjóm Stein-
gríms Hermannssonar sýndi fyrir
skömmu, að stjórnin hafði aukið
fylgi sitt frá því í október. Hveiti-
brauðsdagar þessarar ríkisstjórnar
standa enn. Eftir kjarasamningana
er rikjandi viðhorf, að enn skuli gefa
stjórninni tækifæri til að sýna, hvers
hún er megnug.
En hversu lengi standa hveiti-
brauðsdagarnir? Nú er hætt við, að
þeim farí að ljúka. Ríkisstjómin
stendur andspænis vandkvæðum,
sem líklegt er, að hún ráði ekki við án
minnkandi vinsælda.
Hér er átt við gatið margfræga.
Varðhundar
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra lagði í haust fram fjárlaga-
frumvarp, sem almennt var hælt sem
„niðurskurðarfrumvarpi”. Sam-
kvæmt því átti að skera niður rikis-
rekstur. Ríkið skyldi spara. Að vísu
var fljótt bent á, að ekki var allt sem
sýndist um stærð sparnaðarins.
Margir ljótir póstar ríkiseyðslu voru
ósnertir.
Fjármálaráðherra sté í stól fyrir
rúmum mánuði og lýsti því yfir, að
meiriháttar „gat” væri á ríkis-
rekstrinum. Yfir milljarös gat var
fyrir frá fyrra ári. Menn greinir á
um tölur, en nefnt er, að gatið í ár
kunni aö vera 1,8 milljarðar. Verði
þessu ekki að meginhluta mætt með
sparnaði, stefnir í, að ríkisrekstur
verði einhver hinn mesti í ár, sem
um getur, í skjóli frjálshyggjupostul-
anna.
Hér í blaðinu hefur verið bent á,
hvemig mæta mætti þessum vanda
með niðurskurði rikisútgjalda,
spamaði. En þar liggur vandinn.
Ráðherrar standa sem varðhundar
um útgjöld sinna ráöuneyta, kalla
„ekki ég” og benda á hina.
Hefði ríkisstjórnin til að bera ein-
urö til að mæta hallanum með eigin
spamaði, mundi þjóöin þakka henni
með áframhaldandi stuöningi. En
hætt er við, að einurðina skorti í
reynd.
Hvað á þá að gera? Aukin skatt-
heimta er annað úrræði eða uppsöfn-
un lána Seðlabanka og erlendis.
Sláttur ríkisstjórna
Aukinn „sláttur” hins opinbera
gerir ríkisstjórnina tortryggilega og
er háskalegur. Skuldir þjóðarinnar
erlendis eru á mörkum þess, sem
unnt er án hættu. Segja má, að ekki
sé unnt að ætlast til þess, að lands-
menn axli nú stóraukna skattbyröi
ofan á kjaraskeröinguna, sem á
undan fór. Því verði að fresta ein-
hverjum hluta vandans og þá með
lántökum. Landsmönnum mun þó
finnast, að með slættinum setji ríkis-
stjómin ofan og vafasamt sé að verð-
launa hana fyrir góðan árangur í
viðureign við efnahagsvandann, eins
ogþjóðin hefurgert.
Slátturinn vinnur gegn verðbólgu-
markmiðunum. Seölaprentunin
eykur á veröbólgu. Því má með réttu
Almenningur hefur þó altént efni á að bregða sór á skiði.
-DV-mynd: GVA.
Hveitibrauðs-
dögunum
að Ijúka
segja, að ríkisstjórnin geri sjálf hið
vonda, sem hún vill ekki. Almenningi
blæöir vegna baráttu stjómarinnar
við verðbólguna, en ríkisstjómin
stundi á meðan athæfi, sem eykur á
veröbólguna.
Aukin skattheimta verður enn
síður til að auka eða viöhalda vin-
sældum rikisstjórnarinnar. Þetta er
sú ríkisstjórn og sá fjármálaráð-
herra, sem hét, að skattbyrði skyldi
ekki aukin.
Dregið hefur úr yfirlýsingum ráð-
herra um þetta. Þó sagði Matthías A.
Mathiesen viðskiptaráðherra eitt-
hvað í þeim dúr nýlega, en síðar var
taliö, að hann hefði einungis átt viö
tekjuskattinn í þeim yfirlýsingum
sinum.
En landsmenn eru illa komnir til
að bera þyngri skatta og er þá nokk-
uð svipað, hvaða skattar yrðu valdir.
Lúxus hástéttarmanna
Skattar á bifreiðar hafa mikið
Haukur Helgason
adstodarritstjóri
veriðnefndir.
Talað hefur verið um hækkun
bensíngjalds, aö leggja 2,50 krónur á
hvem bensínlítra. Forsætisráðherra
segist þó fremur vilja nýjan þunga-
skatt á bíla, eitthvað svipað því, sem
í fyrra var kallaö „krónugjald” og
skyldi vera króna á hvert kíló í
þyngd bifreiöar. I kjaraskerðingar-
lotunni hefur innflutningur bifreiöa
minnkaö hvað mest. Bifreiðareign er
i vaxandi mæli lúxus, sem hástéttar-
menn einir geta leyft sér. Líklega
ættum við að komast hjá aö fara
lengra á þeirri braut en orðið er. Bif-
reiðaeigendur hér á landi bera nú
þegar með ólíkindum háa skatta og
gjöld til ríkissjóös.
Tekjuskatturinn óhæfur
Sjálfstæðismenn lofuöu fyrir kosn-
ingar að f ella í í áföngum niður tekju-
skatt á almennar launatekjur.
Tekjuskatturinn er óréttlátur
skattur, sem ákveðinn hluti laun-
þega ber. Fjölmargir sleppa. Hart
væri, ef ríkisstjórn, sem sjálfstæðis-
menn bera uppi að mestu, færi að
auka tekjuskatta frá því sem er. Það
gildir um hugmyndir um að hækka
sjúkratryggingagjald úr tveimur
prósentum í fjögur. Það væri harð-
asta form hækkunar tekjuskatts,
sem allir skattgreiðendur bæru.
Sama gildir um tillögur um nýjan
skyldusparnað á „hátekjur”, sem í
reynd legðist einnig á miðlungstekj-
ur. Við minnumst þess, að Albert
Guðmundsson og Eggert Haukdal
hindruðu á sínum tíma, að slíkur
skyldusparnaður yrði lagður á í tíð
stjómar dr. Gunnars. Með ólíkind-
um væri, að Albert stæöi nú að slíku.
Tekjuskatturinn er alltof ranglátur
til þess, aðá hinum verði byggt, enda
þess vegna sem sjálfstæðismenn
hafa beitt sér fyrir niðurfellingu
hans að frumkvæði Gunnars
Schram.
Verðhækkanir
Hugmyndir eru uppi um að af-
nema sumar undanþágurnar frá
söluskatti og jafnvel hækka
söluskatt almennt. Ef slíkt skyldi
notaö við almenna „gatafyllingu” í
fjárlögum, væri það nú erfið aðgerð,
sem þýddi fyrst og fremst hækkun
brýnustu nauðsynja almennings.
Talað er um að draga úr niöur-
greiðslum, sem er miklu hentugri
leiö. Niðurgreiðslur skekkja verð-
myndunina og eru þjóðhagslega
óheppilegar. Þær eru fyrst og fremst
styrkur við landbúnaðinn. Því má slá
tvær flugur í einu höggi með minnk-
un og helzt afnámi niðurgreiðslna og
enn frekar útflutningsuppbóta, laga
verðmyndunarkerfið og nota það,
sem fæst við tilfærsluna, til tekju-
bóta fyrir láglaunafólk. Þetta vinnst
með því að fara þessa leið aö nokkru
til að mæta þvi, sem ríkissjóður lagöi
af mörkum viö kj arasamningana.
Aftan að fólki
Margt fleira er rætt í þessu sam-
bandi. En í reynd virðist ríkisstjórn-
in nú oröið liklegri til að hafa ekki
einurð til að fara niðurskurðar- og
spamaðarleiðina nema í litlu. Stjóm-
arþingmaður sagði við mig í vikunni,
að ríkisstjómin þyrfti að hafa kjark
til að fylla í fjárlagagatið aðallega
meö skattahækkunum. En sá kostur
er óvænlegur í samanburöi við
hressilegan niðurskurð rikisút-
gjalda.
Ella fara hveitibrauðsdagar ríkis-
stjórnarinnar að styttast.
Þjóðin mun taka illa skattahækk-
unum ofan á kjaraskeröinguna.
Rikisstjórnin ávann sér traust
með því að greiða fyrir hóflegum
kjarasamningum og naut til þess
skilnings skynsamra verkalýðsfor-
ingja.
Þeir hinir sömu hafa nú þegar séð
ástæðu til aö andmæla tekjuskatts-
hækkun, sem ríkisstjórnin knúði
fram til að mæta auknum tekjum
vegna þess að samningarnir urðu
umfram „ramma” stjómarinnar.
Því mótmælti einnig stjórnarliðinn
Olafur Jóhannesson, svo að bragð
var aö. Ríkisstjómin ætti ekki að
koma frekar aftan að því fólki, sem
tók trúanleg orð ráðherra við samn-
ingagerðina.
Þjóðin mun einnig, þótt seinna
komi fram, lítt sætta sig viö aukna
skuldasöfnun erlendis. Það yrði
ljótur blettur á ferli rikisstjórnarinn-
ar, sem ætlaði aö leiða okkur úr
vandanum og hefur gert talsvert til
þess.
Því kann ríkisstjómin aö detta
niður um fjárlagagatið. Eina björg-
unin er í raun, að ráðherrar sýni, að
þeir séu eitthvað skárri en ráðherrar
hafa veriö um árabil, og beiti hnífn-
um við niðurskurð í eigin ráðuneyt-
um og þeirra sviðum.
Haukur Helgason.