Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR'31. MARS1984.
27
mínum gæti ég sagt aö ég væri aö
athuga hvort hann væri farinn úr
hjöruliönum eða snúiö þessu upp í
glens til aö fela þaö að ég væri ekkert
aö gera og sagst vera að gá til veö-
urs.
Aö því sögöu myndi ég renna mér
afskaplega fagmannlega undan bíln-
um, standa á fætur, horfa meö einurð
og festu í augu fyrirspyrjanda og
segja: Þú hefur náttúriega haldiö aö
ég væri að verjast kjarnorkuárás?
Síöan myndi ég tauta eitthvaö um
heimskulegar spumingar um leið og
ég reyndi aö reka nefiö á mér á kaf
niöur í allar viraflækjumar í vélar-
húsinu.
>ví miður áttu þessir dagdraumar
minir eftir að rætast fyrr en varði og
raunar löngu fyrr en mig langaöi til.
Einn sólríkan sumardag í fyrra fór
bíllinn minn aö hökta og þegar gang-
truflanirnar vom farnar aö angra
mig meira en sjónvarpsdagskráin ók
ég til kunningja míns sem hefur mik-
ið vit á bilum og spurði hann hvað
hann héldi aö væri aö.
Kunningi minn hlustaöi smástund
á hljóðiö í bílnum og sagöi síöan að
þetta væm platínurnar. Þaö þarf að
skipta um þær, sagöi hann, þaö tekur
enga stund, ég geri það fyrir þig á
fimm mínútum meö bundiö fyrir
augun. Þótt mig dauölangaöi að taka
þessu boöi vinar míns neitaði ég því
og sagöist geta gert þetta sjálfur og
hugsaði sem svo aö ef hann gæti gert
þetta á fimm mínútum með bundið
fyrir augun ætti ég aö geta gert þaö á
svo sem viku án bindis.
Varahlutir í hanskahólfinu
Sem betur fer átti ég platínur,
viftureim og kveikjulok í hanskahólf-
inu vegna þess aö Umferðarráö er
alltaf að segja okkur að hafa þetta
með í ferðalagið á milli þess sem það
segir okkur að spenna beltin, en þær
orösendingar em ætiaöar öðrum, í
minni fjölskyldu nota allir axlabönd.
Platínumar fann ég bæði fljótt og
vel en þegar ég ætlaði að fara aö
opna vélarhlífina reyndist það álíka
erfitt og aö opna vinskápinn þegar
konan manns er búin aö læsa honum
og fela lykilinn. Aö lokum tókst þaö
þó með aðstoð bókar og viö mér
blasti allt drasliö, sem kunningjar
mínir gera viö á sunnudagsmorgn-
um, nema platínurnar. Þær vom
ekki frekar sjáanlegar en króna í
ríkiskassanum.
Eg varö því enn að grípa til bókar-
innar en í henni var sagt frá því á
mörgum tungumálum hvemig ætti
aö skipta um platínur og samkvæmt
henni var þetta dæmalaust einfalt
sem var auövitaö mesti misskilning-
ur.
Aö lokum tókst mér þó aö koma
platínunum á sinn staö og var ég
harla ánægöur með afrekið þangaö
til ég fór aö reyna aö gangsetja bíl-
inn, hann tók ekki einu sinni við sér
og þegar ég var hér um bil búinn að
tæma geyminn átti ég fá blótsyrði
eftir til handa manninum sem haföi
selt mér vitlausa gerö af platinum.
Og ekki minnkaði reiöi mín þegar
mér varð hugsaö til þess aö sjálfsagt
væri viftureimin, kveikjulokiö og
kertin, sem ég haföi hossast meö í
hanskahólfinu um allt land, lika í allt
aöra biltegund.
Hins vegar hvarflaöi ekki aö mér
aö þaö þyrfti aö stilla platínumar ef
þær ættu aö gegna hlutverki sínu fyrr
en ég hringdi í bifvélavirkja sem ég
þekki og ræddi viö hann um málið.
Hann sagöi mér nákvæmlega
hvemig ætti að fara að því aö stilla
platínumar og bætti því viö að hann
myndi koma eins og skot aö gera
þetta fyrir mig ef hann væri ekki
með einhverja slæmsku í maganum.
Kveðja
Ben. Ax.
Hann átti um 15 mínútur eftir og
vonast til þess aö máta Helga.
Enginn skildi hvers vegna hann lék
ekki 30.Kxf2 með mjög vænlegri
stöðu. Þá yröi 30.—g4?? svarað með
31.Bd3mát!
30.—Kg4 31.Hg6?? Hxf3! 32.gxf3
Kxf3
Nú sér hann eftir aö hafa ekki
drepið f-peöiö. Hótunin er 33.—Hhl
mát og hvitur á enga fullnægjandi
vöm.
33.HÍ6+ Kxe3 34.BÖ5 Hhl+ 35.Kg2
Hgl+ 36.Kh2 Rd7! 37.Bxd7 fl=D
38Hxfl Hxfl 39.e6 Kf2 40. Bc6 g4
4LBxd5Hel
— Og hvítur gefst upp.
P. Nikolic, skákmeistari Júgóslavíu.
Hart var barist á júgóslavneska
meistaramótinu sem lauk fyrr i
mánuðinum. Framan af voru VeU-
mirovic, Kurajica og Marjanovic í
eldlínunni en er Uöa tók á mótiö
bættist fjóröi stórmeistarinn í hópinn
og seig fram úr á endanum. Þar var
kominn Predrag NikoUc sem aðeins
er 23 ára gamall og þykir líklegur
arftaki Gligoric og Ljúbo jevic.
Mótið var vel skipaö að þessu
súmi, þótt Ljubojevic hafi helst úr
lestinni á síöustu stundu vegna
infiúensu. Eins fór fyrir stórmeistar-
anum Boris Ivkov, sem varð að
hætta þátttöku eftir 4 umferöir.
Keppendur voru því alls 17 og úrsUt
urðu þessi:. 1. NikoUc 11 v. 2.-3.
Kurajica og Veilimirovic 10 1/2 v. 4.
Marjanovic 10 v. 5. Cebalo91/2v. 6.
Rukavina 9 v. 7. Ivanovic 8 1/2 v.
8.—11. Abramovic, Kovacevic og
Djuric 8 v. 12. Gligoric 7 1/2 v.
o.s.frv.
Þeir sem hrepptu fyrstu fimm
sætin mega vel viö una því að þau
gefa rétt til keppni á svæðamóti.
Slæleg frammistaða GUgoric vekur
athygU — hann má svo sannarlega
muna sinn fífil fegurri.
Hér kemur fjörug skák frá mótinu,
þar sem hvítum tekst á taktískan
hátt að bjarga hálfdauðum riddara
sínumúrhominu.
Hvítt: Marjanovic
Svart: Kurajica
Sikileyjarvöm.
l.e4c52.Rf3a6
Nú leiðir 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6
5.Rc3 e5! til góörar stööu á svart.
Hins vegar er afbrigðið Utið teflt því
aö hvítur getur stýrt tafiinu inn á
þær brautir þar sem a6-leikurinn
kemur aö Utlum notum.
3.c3! d5 4.exd5 Dxd5 5.d4 Bg4 6.Be2
e6 7.Be3 Rd7 8.h3 Bh5 9.0-0 Rgf6
10.c4 Dd6 ll.Rc3 Hd8 12.Hel Be7
13.dxc5 Dxdl 14.Haxdl Bxc5 15.Bxc5
Rxc516. Hxd8+ Kxd817. Re5!
Þrátt fyrir mikil uppskipti á hvítur
greinilega betra tafl vegna peða-
meirihlutans á drottningarvæng og
skjótari Uðskipunar. Nú leiöú- 17.—
Ke7? til erfiðleika vegna 18.Rd5+!
en betra er 17.—Bg6 þótt hvítur
standi betur. Svartur misreiknar sig.
17.—Bxe2? 18.Rxf7+ Ke7 19.Rxh8
Bxc420.b3Bd321.g4!a5
Nauösynlegt, því aö riddarinn
valdar e-peöiö. Hvítur nær nú aö
skapa sér hótanir og hindra aö
kóngur svarts nái í riddarann.
22.He3 Kf8 23.a3 Bc2 24.b4 axb4
25.axb4 Ra4 26.g5! Rd5 27.HÍ3+ Kg8
28.Rxd5 exd5
29.Hf7!
Betra en 29.RÍ7 Be4! 30.Hf4 Rc3
með hótuninni 31,—Re2+.
29.—d4 30.Hd7 Kf8
Hvitur hótaöi snotru máti: 31.Hd8
mát!
31.Hxd4Ke732.Hc4
— Og svartur gafst upp.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Hraösveitakeppni. Urslit eftir f jórar
umferöir meöfyrirvara. SUg
1. SveitHansNicIscn 2564
2. Sveit Ingibjargar Halldórsd. 2529
3. Sveit Kristjáns Oiatssonar 2454
4. Svcit Esthcrar Jakobsdóttur 2441
Brkfgefélag Reykjavíkur
Sl. miövikudag voru spilaöar 4
umferðir í board a match keppni
félagsins og hafa sigurvegarar síðasta
árs, sveit Jóns Hjaltasonar, nú tekiö
forustuna, en sveitir Urvals og
Runólfs eru skammt undan. Staöa
efstu sveita er annars þessi:
Jón Hjallason 93
RunóUur Pálsson 90
Úrval 89
Guðbrandur Sigurbergsson 86
Keppninni lýkur nk. miövikudag en
þá veröa spilaðar þrjár síöustu
umferöimar.
Miðvikudaginn 11. apríl hefst
síöasta keppni félagsins á starfsárinu,
en það er tvímenningskeppni meö for-
gjöf, þar sem óvenjuglæsileg verölaun
veröa i boði. Þeir sem hyggja á þátt-
töku eru minntir á aö skrá sig sem
fyrst hjá einhverjum stjórnarmanni
eöa í Domus Medica á miðvikudags-
kvöld.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Nú stendur yfir firmakeppni
félagsins sem er einmenningur. Allir
spilarar sem vilja geta enn tekiö þátt í
keppninni og má minna á þaö aö eftir
þvi sem fleiri taka þátt, þvi
skemmtilegri er einmenningur jafnan.
Ekki er nauðsynlegt aö taka með sér
makker. Aður en firmakeppnin hófst
var skotið inn stuttum tvímenningi og
urðu úrslit hans sem hér segir:
1. EinarSlgurðsson—
Friöþjófur Einarsson 198
2.-3. Kristján Hauksson —
Ingvar Ingvarsson 181
2.-3. Jón Sigurðsson —
Sigurður Aðalstcinsson 181
4. Kjartan Maguússon-Jón Bjamason 177
Að ven ju er spilað í Iþróttahúsinu viö
Strandgötu og hefst spilamennskan kl.
7.30 mánudaginn2.apríl.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriöjudaginn 27. mars var spilaður
tvímenningur í einum 16 para riðli.
Efst uröu eftirtalin pör:
1. Guöni Kolbeinsson —
Magnús Torfason 249
2. Ragnar Björnsson —
Sævin Bjarnason 240
3.-4. Björn Hermannsson —
Lárus Hermannsson 233
3.-4. Guðrún Hinriksdóttir —
Haukur Hannesson 233
Næsta þriðjudag hefst fjögurra
kvölda tvímenningur. Spilað er í
Drangey, Síöumúla 35, kl. 19.30 stund-
víslega.
BYGGUNG REYKJAVÍK
AÐALFUNDUR
Byggung, Reykjavík, heldur aðalfund á Hótel Sögu, Súlnasal,
mánudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
MOTOROLA _
AUTOMOBIL.E
M0T0R0LA
ALTERNATORAR:
6-12-24
32 volt
30 - 160 AMP.
HAUKUR OG OLAFUR
raftækjaverslun
Ármúla32 — Simi 37700. — Reykjavik.
Aöalfundur
Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1984 verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00,
fimmtudaqinn 26. apríl 1984.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta
bankans.
Lagðar verða fram tillögur um breytingar á
samþykktum bankans.
Aðgöngumiðar að fundinum verða af-
hentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3.
hæð, dagana 17. apríl til 25. apríl, að báð-
um dögum meðtöldum.
Reikningar bankans fyrir árið 1983, ásamt
tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir
fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu
skriflega í síðasta lagi 16. apríl n.k.
Reykjavík 5. mars 1984
Bankaráð
IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF.
Iðnaðaitankinn