Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1884. heppnaðir tónleikar í Safari Aðrir tónleikamir í tónleikaröðinni 1984 voru haldnir fimmtudaginn 22. mars í Safari. Þarna var um að ræða þrjár hljómsveitir, tvær þeirra kvennahljómsveitir. Sú þriöja ber nafnið Dá og minnist ég þess ekki að hafa heyrt hana nefnda fyrr, gott ef þetta voru ekki fyrstu tón- leikamir hennar. Það er leiðinlegt að mæta klukkan hálfellefu og þurfa að bíða í klukku- tíma þar til sveitimar hef ja spilirí sitt. En þaö er ennþá leiðinlegra aö mæta þegar allt er komið á fullt. Eg tók því engan séns en mætti snemma og fékk mér sæti, slappaði af og hugsaði málin á meðan Dúkkulísumar létu bíða eftir sér. Músíkin var á dúndrandi fullu og von bráðar tók ég eftir því að músík- flytjendur vora eingöngu kvenfólk og út frá því veitti ég því athygli aö kven- fólk var næstum eingöngu meðal starfsfólks. Eg var ekki sá eini sem veitti þessu athygli því eitt efnilegasta rímnaskáld fyrr og síöar kastaöi fram eftirfar- andi: Kvenfólk í klefa (plötusn.) kvenfólk á bar Kvenfólk á sviði kvenfólk alls staðar. Það var meira að segja stúlka í miðasölunni. Þaö þarf varla að fylgja sögunni en þetta ljóð kallar hann Kvenfólk. Jamm. Enn voru fáir og eina dægradvölin var að horfa á ljósin snúast eftir tómu dansgólfinu. Skyldu rafeindimar ekki vera hissa á því, þar sem þær þeytast út úr ljósgjafanum, að finna ekki fyrir hnakka og sveittum skalla brjálaðra dansara sem vanir era að engjast fram og aftur án þess að nokkurt vit sé ígjörðumþeirra. Rafeindagreyin spyrja sjálfar sig hvar þær muni lenda um leið og fallið veröur meira og óvissan eykst. Er aö koma heimsendir? Og svo skella þær með látum á tómu gólfinu og þeytast út í loftið og verða aö engu. Næsta kvöld era skyldmenni þeirra mætt og þá era hnakkar og skallar á staðnum, þetta var þá enginn heims- endir, aöeins grimm örlög nokkurra rafeinda. Klukkan var orðin ellefu og ég kast- aði tölunni 15 fram hvað mætingu varð- aði. „Allur ágóöi rennur til SATT” las ég einhvers staðar. Hehe. En þetta reddaðist því þessar hugs- anir mínar höfðu vart flogið út í loftið fyrr en liðið fór að streyma ókerfis- bundiö inn í salinn. Og svo komu Dúkkulísumar upp á sviðið, kynntu fyrsta lagið og byrjuðu. Fyrsta lagiö ber annaðhvort nafnið Stoppið eða Stop it og er annaðhvort sungiö á ensku eða íslensku. Málið er sem sagt opið fyrir öllum góðum uppá- stungum, svo rúlluðu lögin eitt af ööru, ósköp keimlík sum hver og ekkert sem ég get sagt að standi virkilega upp úr. Tónlistin er kraftmikið rokk, svolítið í anda þeirra nafntoguðu Go Go’s stelpna. I heildina tekst þeim vel upp, með trommuleikarann sem besta mann. Gítarleikarinn er drífandi og kraftmikill, en hún ætti að hugsa sig um tvisvar áður en hún tekur næsta sóló. Eg gat ekki heyrt betur en henni mistækist í öllum sem hún tók þetta kvöld. Söngvarinn hefur fallega rödd, ekkert sérkennilega á neinn máta en samt fallega. Það mætti að ósekju heyrast hærra í henni. Eg á i svolitlum erfiðleikum með að heyra hvers vegna bassaleikaranum var boðin staöa í Grýlunum er Herdís kvaddi. Eg gat lítið heyrt sérstakt við leik hennar þó ég ætli ekki að segja að hann sé beint slæmur. Hljómborðið spilar rullu annarrar fiðlu og lítið kveður aö því. Viöbrögð áhorfenda og heyrenda við leik stúlknanna voru góð og fengu þær lófatak mikið að leik loknum og svo taktfast að þær urðu upp á svið aftur aðhverfa. Þær höfðu greinilega ekki gert ráð 1 = ■= mm 'an^^ðyiilunHffiMlniilÍÍÍ í hjÓRUM ORÐUM SAGT: Teppagerðarmennirnir á ÁLAFOSSI eru atvinnumenn, enda ekkiá færiannarra að vefa ________Irleí imn Á mil/l • ( o • • •V '■'-rr- — ~ fjárhags og fota KRÓNÝTEPPIN, ódýr og mjúk. <w Staðgreiðsluverð:kr.488.-pr,m2af rúllu Ekkert jarm! ALAFOSSBUÐIN VESTURGOTU2 f S:22090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.