Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR
83. TBL. —74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984.
, Stjórnendur Rörsteypunnar ákærðir um stórfelldan fjárdrátt:
ÚSögmæt auðgun svo milljónum skiptir
— Ákærður fyrir að stela frá sjálfum mér, segir stjórnarformaður
Rannsóknarlögreglu rikisins hefur
borist kæra frá einum eigenda Rör-
steypunnar hf. í Kópavogi á hendur
stjómendum fyrirtækisins, þeim
Olafi S. Bjömssyni stjórnarformanni
og Einari Þ. Vilhjálmssyni fram-
kvæmdastjóra.
Kærandinn er Hilmar Guðjónsson
og telur hann stjómendur fyrirtækis-
ins seka um stórfelldan fjárdrátt
og/eða umboðssvik.
Kæran er í fimm liöum og sam-
kvæmt heimildum DV munu þeir
m.a. hljóða upp á ólögmæta auðgun
svo milljónum skiptir til handa
Byggingarfélaginu Os með fjár-
drætti og/eða umboðssvikum vegna
sjá nánarábls.4
vaxtalausra stórlána frá Rörsteyp-
unni á sama tíma og Rörsteypan
greiddi stórfé í vexti.
Byggingarfélagið Os mun vera í
eigu Olafs og er það fyrirtæki jafn-
framt móðurfyrirtæki Rörsteypunn-
ar (meirihlutahluthafi) og á 83 hluta-
fjár.
Olafur S. Björnsson sagði í samtali
viö DV að hann væri ánægður aðmál-
ið skyldi vera í höndum RLR og fengi
þar hlutlausa rannsókn.
-FRI
Eigandinn fluttur
úr landi með nýtt
nafn og nafnnúmer
—eignir nægja aðeins upp /þriðjung skulda
Skiptaráöandi í Reykjavík mun í
næstu viku funda með kröfuhöfum i
einu stærsta gjaldþrotamáli í Reykja-
vík á siðustu árum. Um er að ræða
þrotabú vöruhússins Magasín sem
skrásett var í Reykjavík en rak versl-
un viö Auðbrekku í Kópavogi.
Það var tekið til gjaldþrotaskipta 18.
ágúst sl. og voru eigendur þess, Ástþór
Magnússon, sem jafnframt var fram-
kvæmdastjóri, og Magnús K. Jónsson,
þá lýstir gjaldþrota. Að sögn Ragnars
Hall skiptaráöanda liggur endanleg
kröfuupphæð ekki fyrir fyrr en eftir
fundinn í næstu viku og þar veröur
einnig tekin afstaða til réttmætis
ýmissa krafna. Kröfur eru bæði í
erlendri mynt og íslenskum krónum.
Búið er að selja allar eigur Magasíns
og áætlaði Ragnar lauslega að and-
virði þeirra nægði til að greiöa allar
forgangskröfur svosem laun og launa-
•tengd gjöld en aðeins um 30 prósent al-
mennra krafna.
Eftir aö Ástþór var lýstur gjaldþrota
fékk hann nafni sínu breytt hjá Hag-
stofu Islands í Astþór Magnússon
Wium og fékk hann einnig nýtt nafn-
númer. Frá þessu var greint í
Hagtíöindum í janúar. Undir þessu
nafni og númeri er Ástþór ekki gjald-
þrota í opinberum gögnum en Ragnar
sagði, að núverandi kröfuhafar gætu
þó haldið kröfum sínum á hann til
streitu í tíu ár eftir að skiptum lýkur.
Ástþór var í Danmörku síöast þegar
DV vissi og starfaði hjá dönsku fyr:r-
tæki sem hefur umboð þar i landi fyrir
sömu póstverslun og hann hafði umboö
fyrir hér. -GS.
A þessum tveimur myndum gefur ao líta það helsta sem er að gerast
í hljómleikalífi okkar. Annars vegar er það bandaríska diskódrottn-
ingin Sharon Redd sem þessa dagana reynir að „meika það” á ís-
landi og íslenski rokkkóngurinn Bubbi Morthens sem ætlar að reyna
að „meika það” í Bandarikjunum.
SigA/DV-myndir GVA.
alst, ohaö dagblað
Eitt stærsta gjaldþrotamál fyrirtækis í Reykjavík:
Alþingi:
Bjórfrum-
varp lagt
fram í dag
Frumvarp sem felur í sér
heimild til sölu og bruggunar
áfengs öls hér á landi verður lagl
fram á Alþingi í dag. Flutnings-
menn eni þeir Jón Magnússon og
Jón Baldvin Hannibalsson.
, ,Það er komin ákveöin þróun á öl
og ölneyslu hér á landi og ég tel að
alþingi geti ekki lengur vikið sér
undan þeirri skyldu sinni að setja
skynsamlega áfengislöggjöf, þegar
búiö er að bora göt á hana hér og
þar,” segir Jón Magnússon í sam-
tali viðDVímorgun.
1 greinargerð meö frumvarpinu
segja flutningsmennirnir að veröi
frumvarpið samþykkt geti ríkis-
stjórnin veitt leyfi tii gerðar öls,
sem hefur inni að halda meira en
2,25 prósent af vínanda að rúmmáli
samkvæmt nánari ákvæðum.
Hömlum á innflutningi slíks öls í
áfengislögum veröiaflétt. •
Tilgangur flutningsmanna meö
frumvarpinu ér að draga úr hinni
miklu neyslu sterkra drykkja, að
breyta drykkjusiöum þjóðarinnar
til batnaðar, og aö afln tekna
Miöaö er við aö lögin óiM.sl gnd,
1. janúar 1985. -SÞS
Sveppasjúkdémur
íkartöflum:
Um 50 tonn
voru eyðilögð
Hluti af siöustu kartöflusendingu
frá Finnlandi reyndist vera meö
sveppasjúkdóm sem Finnar hafa i
átt i erfiðleikum með og þurfti því
að eyðileggja um 50 tonn af send-
ingunni, að verðmæti um 360
þúsund kr.
Sjúkdómui’inn uppgötvaðist áður
en sendingin fór frá hafnar-
bakkanum í Reykjavík og fór því
ekkert af kartöflunum i hús Græn-
metisverslunarinnar.
„Það er eftiriit með þessu ytra og
því á.að vera tryggt aö við fáum
ekki sýktar kartöflur hingaö en þær
höföu sloppið í gegn frá tveimur
framleiðendum og var þvi haldiö
eftir hér og þær eyðilagðar,” sagði
Gunnlaugur Bjömsson, forstjóri
Grænmetisverslunar land-
búnaöarins, í samtali við DV.
„Þessi sjúkdómur erfist í gegn-
um hýðið og það á ekki að vera
hætta á feröum fyrir okkur svo
framarlega sem fólk setur ekki
matarkartöfiur niður í garða en
þessar kartöflur eru spíruvarðar
þanr.ig að þær eiga ekki aö geta
komið upp ef þær eru settar í
garöa,”sagðihann. -FRI