Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR6. ÁPRlL 1984.
Fjárdráttur
og ávísana-
misferli
á meðal þess sem rannsakað hefur verið hjá
embætti bæjarfógetans íYestmannaeyjum
Fjárdráttur, innistæðulausar
ávísanir, ótollafgreiddur vamingur,
uppgjör á þinggjöldum og eins konar
lánagreiðslur. Þetta er það sem augu
Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa
beinst að í rannsókn sinni á málefnum
bæjarfógetaembættisins í Vestmanna-
eyjum. Rannsókninni er nú lokið og
hafa gögn í málinu veriö send ríkissak-
sóknara, sem er nú með málið í sínum
höndum.
Það var í ágúst sem Rannsóknarlög-
reglan hóf rannsókn sína. Það tímabil,
sem hefur verið skoðað, er frá árslok-
um 1982 til 18. maí 1983. Það var
athugasemd sem ríkisendurskoðun
gerði vegna bæjarfógetaembættisins
sem varð tilefni rannsóknarinnar.
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri sagði í samtali
við DV að rannsóknin hefði farið fram í
náinni samvinnu við ríkisendurskoðun
og ríkissaksóknara.
„Rannsóknin hefur aðallega beinst
að afhendingu á ótallafgreiddum vam-
ingi af hálfu bæjarfógetaembættisins,
meðferð ávísana í sjóöi embættisins,
en þær voru innistæöulausar, uppgjör
á þinggjöldum um áramótin 1982/83,
fjártökum af hálfu aöalbókara
embættisins. Og loks beindist rann-
sóknin aö tilteknum greiðslum úr sjóði
embættisins, sem sýnast hafa veriö
eins konar lánagreiðslur til manna á
vegum embættisins.”
Þær upplýsingar fengust hjá
embætti ríkissaksóknara aö ekkert
væri hægt að segja til um þaö hvenær
ákvörðun yrði tekin í málinu.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum er
Kristján Torfason. Hann er jafnframt
formaður Sýslumannafélags Islands.
-JGH
Útflutt kindakjöt drjúg tekjulind SÍS:
Átta milljónir
í söluþóknun
Búvörudeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga mun fá aö minnsta
kosti 8 milljónir króna í söluþóknun
fyrir útflutt kindakjöt á þessu ári. Það
stafar af því að söluþóknunin er
reiknuð 2% af óniðurgreiddu heildsölu-
verði sem nú er 129,32 krónur á kílóið.
Það verð, sem fæst fyrir kindakjötið
hjá stærstu kaupendum erlendis, er
hins vegar ekki nema þriðjungur til
helmingur af því verði sem
Fölskaðvöruní
Flugleiðaþotu
Aðvörunarljós sýndi eld í hreyfli í
stjómklefa Flugleiðaþotu sex
mínútum eftir flugtak frá Chicago
síðastliðið föstudagskvöld. Flug-
mennirnir sneru þotunni við og lentu
aftur.
Enginn eldur reyndist hafa kviknað í
hreyflinum heldur hafði aðvörunar-
ljósið gefið falskt merki. Þotan var
gaumgæfilega skoðuð. Vegna
erfiðleika við aö fá varahluti tafðist
hún á O’Hara-fiugvelli í heilan sólar-
hring.
Þotan var af gerðinni DC—8—55.
Hún var þéttskipuð farþegum. Flug-
stjóri var Arni Falur Olafsson.
-KMU.
Akureyri:
Pilturhandleggs-
brotnaði
Tólf ára drengur handleggsbrotnaði
fyrr í vikunni er hann féll niður í grýtt-
an árbakkann undir Glerárbrúnni.
Mun drengurinn hafa verið að klifra
utan á hitaveitustokk undir brúnni er
hann féll með fyrrgreindum afleiðing-
um. Drengurinn var fluttur á slysa-
deild en fékk aö fara heim eftir að gert
hafði veriö að brotinu.
söluþóknunin er reiknuð af.
Hörð gagnrýni kom fram á þetta
fyrirkomulag á Alþingi fyrr í vikunni
vegna fýrirspumar Birgis Isleifs
Gunnarssonar. Sagði Birgir að þetta
kerfi hvetti SlS ekki til að ná sem bestu
verði á erlendum mörkuðum og rétt-
látara væri að reikna söluþóknunina af
því veröi sem fengist fyrir af urðirnar.
I kjölfar þessara umræðna hefur
Stefán Benediktsson, þingmaður
Bandalags jafnaðarmanna, lagt fram
á Alþingi frumvarp til laga um breyt-
inguá lögumerþettaheyrirundir.Er
þar kveðið á um að söluþóknun skuli
miða við 2% af söluverðmæti en ekki
óniðurgreiddu heildsöluveröi.
I greinargerð segir einungis: „Það
er með öllu óverjandi að sölulaun séu
tekin af ööm en söluverðmæti vam-
ings, sama hverrar tegundar hann er.”
ÓEF
□T
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðaqerði, simi 33560.
VERDLÆKKUN!
á ójæxtuðu myndefni úr kr. 80.- í kr. 60.-
HFSLATTARKORTIN núerhjetfaðtokaútspólw
Sáfiiadusanmáttekfmþinmo^fádu^Z^^^^IE^^^^ÓÓitUUttStÚÓO^SnilÚÚ ÓÓftÍtfl!
(iniÍKMTÍiMÍÍUlÁÍlHAI 9 KVÍKJflf NuAKIISAIiÍÍÁ]
HVERFISGATA 56, SIMI 25700. NÓATÚN117, SÍMI 25670. JÚMBÓ-ÍS, FELLAGÖRDUM. SlMI 77150. | GLERÁRGATA 26, AKUREYRI. SlMI 26088. |
-FRI