Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Page 4
DV. FOSTUDAGUR 6. APRlL 1984.
ÓLÖGMÆT AUDGUN SVO
MILLJÓNUM SKIPT1R
— segir í
kærunni. RLR
hefurmálið
til meðferðar
Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur
borist kæra frá einum eiganda Rör-
steypunnar hf. í Kópavogi á hendur
stjórnendum fyrirtækisins, þeim Olafi
S. Björnssyni stjómarformanni og
Einari Þ. Vilhjálmssyni framkvæmda-
stjóra.
Kærandinn er Hilmar Guðjónsson en
hann á 17,17% hlut í fyrirtækinu og
telur hann stjórnendur fyrirtækisins
seka um stórfelldan fjárdrátt og/eða
umboðssvik.
Kæran er í fimm liðum og sam-
kvæmt heimildum DV munu þeir m.a.
hljóða upp á ólögmæta auðgun svo
milljónum skiptir til handa Bygginga-
félaginu Osi með fjárdrætti og/eða
umboðssvikum vegna vaxtalausra
stórlána frá Rörsteypunni á sama tíma
og Rörsteypan greiddi stórfé í vexti.
Ennfremur ólögmæt auðgun til sama
aðila með því að Rörsteypan hafi verið
látin taka á sig afföll af veðskulda-
bréfum.
Aðrir kæruliðir eru svo m.a. hugsan-
leg brot á lögum um hlutafélög, a.m.k.
varðandi skort á veöi fyrir skuld
Byggingafélagsins Oss viö .Rörsteyp-
una og um ólögmæta tilfærslu fjár á
milli fyrirtækjanna tveggja.
1 ársreikningum Rörsteypunnar
fyrir árið 1982 kom fram að Bygginga-
félagið Os skuldaði Rörsteypunni um
2,8 milljónir þann 31.12. þaö ár. Þessi
skuld var hins vegar komin í rúmar 7,5
milljónir kr. í árslok 1983 en þá var
heildsala Rörsteypunnar, án sölu-
skatts, rúmar 14,8 milljónir kr.
A aðalfundi Rörsteypunnar í fyrra
kom fram að vaxtatekjur fyrirtækisins
voru aðeins rúm 920 þúsund kr. þrátt
fyrir hina miklu skuld Bygginga-
félagsins Oss og kom fram fyrirspum
um þetta atriöi. Var henni svarað á þá
leið að þetta væru aðrar vaxtatekjur
en frá Osi og jafnframt var sagt að á
næstunni yrði gengiö frá samningum
um vaxtagreiðslur vegna lána Rör-
steypunnar til Oss. Á fundinum kom
einnig fram að skuld Oss við Rörsteyp-
una væri tryggð í fasteigninni að
Hverfisgötu 105 Reykjavík.
Ef litið er í veðmálabækur Reykja-
víkur kemur hins vegar fram að ekki
hefur verið sett fram trygging fyrir
skuld Byggingafélagsins Oss en þar
kemur aftur á móti fram að eignin er
veösett Rörsteypunni með tugum verð-
tryggðra 10 ára veðskuldabréfa og eru
fjárhæðir bréfanna tiltölulega lágar og
er í kærunni settur fram sá grunur að
veðskuldabréf þessi hafi Bygginga-
félagið Os notað á nafnverði til að
greiða Rörsteypunni upp í vaxtalausa
skuld sína en bréfin hafi Rörsteypan
síðanafturseltmeðafföllum. -FRI
„HÓTAÐIAÐ KÆRA
EF EG KEYPTI
HANN EKKIÚT”
— segir Ólaf ur Bjömsson
stjómarformaður
,,Eg er mjög ánægður meö að málið
skuli vera komið í hendur Rannsóknar-
lögreglunnar en sá sem kærir hefur
haft í hótunum við mig og fyrri hlut-
hafa og er ég keypti meirihlutann í
Rörasteypunni á sínum tíma fór hann í
mál við mig sem hann tapaði bæði í
héraði og hæstarétti,” sagði Olafur S.
Björnsson, stjómarformaður í Rör-
steypunni, í samtali við DV er við
bárum undir hann kæru Hilmars
Guðjónssonar á hendur honum og
Einari Þ. Vilhjálmssyni.
Aðspurður um hótanir Hilmars sagði
Olafur þær vera þannig að Hilmar
hefði sagt v ið sig að ef hann keypti ekki
hlut sinn í Uorsteypunni mundi hann
leggja fram kæruna en ef Olaf ur keypti
hlutinn yröi fallið frá kærunni.
„Við höfum staðiö algjörlega löglega
að öllum rekstri okkar og erum því
ánægöir með aö fá hlutlausa skoðun á
rekstrinum, skoðun sem ég treysti
RLR fyllilega til,” sagði Olafur.
Er viö bámm undir hann það atriði í
kæmnni sem fjallar um lánveitingar
Rörsteypunnar til Byggingafélags-
ins Oss sagði hann að samkvæmt
hlutafélagalögunum, 112 gr. 3. máls-
grein, væri dótturfyrirtæki fullkom-
lega heimilt aö lána móðurfyrirtæki án
þess að tryggingar væm settar.
Olaf ur sagði ennfremur að sér virtist
sem hann væri kæröur fyrir að stela
frá sjálfum sér, hann ætti Bygginga-
félagið Os sem svo aftur ætti 83% í
Röisteypunni.
„Málið er einfaldlega það að glæpur-
inn hefði enginn verið ef ég heföi keypt
Hilmar út úr fyrirtækinu,” sagöi Olaf-
ur.
-FRI
Beint útvarp f rá Alþingi?
Þingmenn Bandalags jafnaðar-
manna munu innan skamms leggja
fram tillögu til þingsályktunar um að
útvarpaö verði beint frá fundum
Alþingis og hef jist útsendingar þegar á
næsta ári.
Röksemdafærslan fýrir þessum til-
löguflutningi er sú að með þessari
skipan gefist landsmönnum kostur á
beinna og skilvirkara lýðræði þar sem
almenningur fái númjög takmarkaðar
upplýsingar um störf Alþingis frá degi
til dags. Þá sé algerlega undir hælinn
lagt hvort eða hvernig málgögn flokk-
anna segja frá umræðum um einstök
mál á þingi og ríkisfjölmiðlunum
þröngur stakkur skorinn í þessum
efnum.
Þaö er því skoðun flutningsmanna
tillögunnar að það sé í anda nútíma
upplýsingastefnu að gefa landsmönn-
um kost á aö fylgjast með umræðum á
Alþingi um leið og þær fara fram og
flytja þannig umræðu þingsins jafn-
óðum inn á almenna vinnustaði og
heimili landsins. I tillögunni er gert
ráð fyrir að útvarpaö verði á sér-
stökumbylgjulengdum. OEF
Rörsteypan / Kópavogi.
Landsbankaskirteinin voru kynnt af bankastjórum og yfirmönnum Landsbankans á blaðamannafundi i
gær. ~ DV-mynd E.Ó.
Ný tegund spariskírteina í Landsbankanum:
Ný leið til sparaað-
ar með raunvöxtum
„Það er von bankans að Lands-
bankaskírteinin færi mönnum heim
sanninn um að græddur sé geymdur
eyrir. Tilgangur þeirra er að örva
spamað í landinu og greiða götu
einstaklinga og fyrirtækja sem þurfa
á lánsfé að halda,” sagði Jónas Har-
alz, bankastjóri Landsbankans, á
blaðamannafundi þar sem kynnt var
sala nýrrar tegundar spariskírteina
sem hlotiö hafa nafnið Landsbanka-
skírteini. Sala þessara skírteina
hefst nú á mánudag, 9. apríl.
Landsbankaskírteinin munu bera 6
prósentustiga hærri vexti en almenn-
ar sparisjóðsbækur, eða nú samtals
21 prósent ársvexti. Þótt Seðlabank-
inn breyti almennum innlánsvöxtum
á gildistíma skírteinanna mun
vaxtaálag þeirra vera óbreytt fram að
gjalddaga. Kaupandi 'getur innleyst
skírteinið hvenær sem er að sex
mánuðum liðnum. Kaupi hann þá
nýtt skírteini til annarra sex mánaða
verður ársávöxtun 22,1 prósent. Inn-
leysi kaupandi ekki skírteini á giald-
daga sér bankinn um að leggja
áfallna vexti við upphæð skírteinis-
ins og ávaxta inneignina eftir það á
k jörum almennra sparis jóðsbóka.
Landsbankaskírteinin eru
framseljanleg og geta gengið
kaupum og sölum án tilkynningar
um eigendaskipti. Sala þeirra, fram-
sal og innlausn bera engin gjöld af
nokkru tagi og er bankinn jafnframt
reiöubúinn að geyma skirteinin fyrir
eigendur án endurgjalds. Sömu
reglur gilda um skattfrelsi eins og
annáð sparifé. Upphæð hvers
skírteinis fer eftir óskum kaupenda,
en getur þó ekki verið lægri en tíu
þúsund krónur. Skírteinin verða seld
á afgreiöslustööum um land allt.
Forsaga Landsbankaskírteinanna
er heimild Seðlabanka í janúar sl. til
banka og sparisjóða að ákveða vexti
af innlánum sem bundin eru til sex
mánaða eða lengur. Sagði Jónas
Haralz að Landsbankinn hefði þá
hafið athugun á því hvernig best væri
að nýta þennan kost til hagsbóta
fyrir sparifjáreigendur. Skírteinin
urðu fyrir valinu sem ný leið til
spamaðar. Sagði Tryggvi Pálsson,
hagfræöingur Landsbankans, að
þessi leið væri einföld og handhæg,
bæði fyrir sparendur og bankann.
Jafnframt sem reynst hefði unnt að
bjóða ávöxtun sem væri mun betri en
á öðru sparifé í bönkum og sparisjóö-
um.
Sagði Jónas Haralz að undanfama
áratugi hefði sparifé stórlega lækkaö
í hlutfalli við þjóðarframleiðslu enda
ávöxtun slæm í þeirri óðaverðbólgu
sem geisaði. Þrátt fyrir verðtrygg-
ingu varð þaö ekki fyrr en með mjög
minnkandi verðbólgu að nýir
möguleikar opnuðust,” sagði Jónas
Haralz og að athugun á þeim mögu-
leika sem hér um ræðir hefði hafist í
febrúar sl. Þessi skírteini eru
framseljanleg, geta gengið kaupum
og sölum og geta því myndaö
markað sem gefur vísbendingu um
raunvemlega vaxtaþróun með tím-
anum,” sagði Jónas Haralz. Einnig
að með þessari nýjung væri ýtt undir
þá þróun að við yrðum ef til vill ekki
einsháðerlendumlánum. HÞ