Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Blaðsíða 6
é
C
<
Q
Q
m
£
<
cc
<
IMYTSÖM
FERMINGARGJÖF
FÆST Í VERSLUNUM
UM LAND ALLT
SYSTEM
34
IBM
Getum útvegað
notað system 34,
prentara 5211 og
minnisstækkanir
í system
G. ÞORSTIINSSON S JOHNSDN H.F.
írmula l Sími 85533
MEIRA EN
500
HLEÐSUUR
LÆKKUN!
Getum nú boðið gerðina
P-811, sem er 4,5 kg
véi sem tekur inn á sig
heitt og kalt vatn, á að-
eins kr.
1&5ÖÖ
miðað við staðgreiðslu
Betri kjör!
________________
!
Við bjóðum nú afborgun-
arskilmála, sem eru 1/3
út og afgangurinn á
7 mánuðum
Verslunin
Borgartúni 20.
l!.-3 .<*íilJOAQlTT?,* VG
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Bandaríkjaforsetar fá
allt að vrta um kynlíf
eríendra þjóðhöföingja
— segir Nixon í nýjum sjónvarpsviðtölum þar sem hann Ijóstrar upp að
bifreið Brezhnevs haf i verið hleruð
Nixon i forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, þar sem forverar hans létu
koma fyrir upptökubúnaði en hann iðrast þess að hafa ekki eyðiiagt
segulbandsupptökurnar.
nokkrum fögrum rússneskum kon-
um í móttöku og Brezhnev hafi þá
spurt hann: „Viltu hafa eina þeirra
meðþér?”
Hann segir að aðrir forsetar á und-
an honum hafi látiö koma fyrir
upptökubúnaöi í Hvíta húsinu. Eftir
að hann hafði tekið viö af Lyndon
Johnson rakst hann einu sinni fyrir
tilviljun á upptökubúnaö undir rúmi
sínu í Hvíta húsinu. „Eg var að
þreif a eftir skónum þegar ég rak mig
á tækin beint undir rúmi mínu,”
sagði Nixon, en taldi að ekkert ósið-
legt lægi að baki því, þar sem John-
son hefði oft tekið á móti fólki inni í
svefnherbergi sínu og viljað ná þeim
samtölum einnig á segulband sem
öðrum.
Hann segir að kona hans, Pat, hafi
fengið hjartaáfall þegar hún las
Lokadagar, bók Bob Woodward og
Carl Bernstein hjá Washington Post.
Segist hann fyrirlíta þá tvo. Enn-
fremur segir hann að Thomas
O’Neill, forseti fulltrúadeildar
Bandarikjaþings, sé sá purkunar-
lausasti þingforseti og óvandasti
að meðölum sem Bandaríkin hafi
nokkurn tíma haft.
I sjónvarpsviðtölum sem sýnd
verða í Bandaríkjunum í næstu viku
segir Richard Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, aö bandaríska leyni-
þjónustan hafi að líkindum hleraö
eina bifreið Leonids Brezhnevs, fyrr-
um leiötoga Sovétríkjanna, og aö
leyniþjónustan láti Bandaríkjafor-
seta vita allt sem hún komist á snoðir
um varðandi kynlíf erlendra þjóöar-
leiötoga.
Nixon segir í þessum viðtölum að
hann hefði átt að eyðileggja segul-
bandsupptökur Hvíta hússins en þær
urðu einmitt til þess að hann varð aö
hrökklast úr forsetaembættinu í kjöl-
far Watergate-innbrotsins í aðal-
skrifstofur demókrataflokksins. —
Telur hann raunar að innbrotið hafi
verið framkvæmt svo klaufalega að
hugsanlega hafi því verið klúðraö að
yfirlögöu ráði.
Viðmælandi Nixons er Frank
Gannon, fyrrum aðstoðarmaöur
hans og í útskrift af viötölunum sem
fjölmiðlum var látin í té í gær kemur
fram að Nixon segir Gannon að
Bandaríkin og Sovétríkin hleri iðu-
legasendiráöhvorsannars. x
Nixon segir að ein ástæðan fyrir
áhyggjum CIA af því að Pentagon-
skjölin kæmust fyrir almennings-
sjónir hafi verið sú að í þeim komu
fram upplýsingar sem leyniþjónust-
an gat ekki hafa komist yfir nema
með því að hlera bifreið Leonids
Brezhnevs. — Pentagonskjölin frægu
voru háleynileg skýrsla um hlutdeild
Bandaríkjanna í málefnum Indókína
frá árinu 1945 til 1968. Opinber starfs-
maður „lak” þeim til fjölmiöla og
birti New York Times innihald
þeirral971.
í viðtölunum lýsir Nixon Brezhnev
sem kvennamanni. „Hann var alltaf
að gorta af því,” segir Nixon um hinn
látna Sovétleiðtoga. Nefnir hann að
einhvern tíma hafi þeir' gengiö hjá
Brezhnev og Nixon á skálaþingi en nýju Ijósi er nú varpað á samtöl
þeirra.
Nýtt f lugfélag með lág-
gjaldaflug yfir Atlantshaf
Breskur kaupsýslujöfur, sem fyrir
tveim mánuöum vissi ekkert um flug-
mál, hefur nú hrundið af stað far-
g jaldastríði á Atlantshaf sleiöunum.
Richard Branson (aðeins 33 ára)
hefur fengíö rekstrarleyfi fyrir dag-
legu áætlunarflugi milli London og
New York en farseöillinn kostar aðeins
99 sterlingspund (rúmar 4 þúsund
krónur).
Branson er eigandi Virgin-hljóm-
plötufyrirtækisins og efndi til blaða-
mannafundar í London í gær til þess að
kunngera að hann hefði hlotið leyfið.
Mætti hann í múnderingu flugmanna
fyrri heimstyrjaldar með fluggler-
augu, leðurhúfu og öliu tilheyrandi. —
Maöurinn er sagöur moldríkur af
plötuútgáfunni.
Þar með munu Bretar aftur komnir í
lággjaldaflugið, sem lognaðist út af
eftir að Skýjalest sir Freddie Lakers.
lognaðist útaf í gjaldþroti.
Algengustu fargjöld aðra leiðina yfir
Atlantshafið eru 199 sterlingspund.
Nýja flugfélagið á að heita Virgin
Atlantic Airline og ætlar að leigja eina vallar í London og Newark í New bandaríska flugfélaginu People Ex-
Boeing 747-þotu til þess að halda uppi Jersey en fyrsta ferðin byrjar 14. júní. press og er innifalið fjórréttuö máltíð
daglegum ferðum milli Gatwick-flug- Fargjöld þess eru ögn lægri en hjá og borðvín.
Haf narverkfallið lamar at-
hafnalíf á Indlandi
Verkfalls 300 þúsund hafnarverka- efnahagsh'fi landsins. Hefur það staðið samningaviðræður verði teknar upp að
manna á Indlandi er nú tekið að gæta í í þrjár vikur og bólar ekki á því að nýju.
Grýta ökuþórana
Þess hefur sérstaklega verið farið á
leit við áhorfendur að frægustu öku-
keppni í heimi, Safari-rallinu í Kenya,
að þeir láti vera að grýta keppendur.
Yfirvöld í austurhluta Kenya hafa lýst
því yfir að slíkt verði ekki liðið enda
kæmi það illu orði á Kenya. — Það
hefur komið fyrir á undanförnum
árum að íbúar þorpa grýti ökuþórana í
gremju sinni yfir hve mörg húsdýr
þeirra verði fyrir bílunum.
Athafnahf í 10 helstu hafnarbæjum
Indlands hefur lamast og tvö hundruð
skip hafa teppst af því. Um 300 milljón
dollara eru sagðir hafa tapast í út-
flutningstekjum.
Ágreiningurinn stendur um launa-
kröfur og munar helmingi á sáttatil-
boðum þess opinbera og kröfum
hafnarverkamanna um launahækk-
anir.