Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRIL1984.
13
Umferðin -þáttur
minn og þinn
Ognvekjandi hellast þær yfir mann
næstum daglega fréttirnar úr umferð-
inni.
Dauðsföll, slys, eyðilegging óma
fyrir eyrum. örstutt ökuferð verður
umhugsunarefni.
Beygt er út úr hringtorgi á býsna
mikilli ferð og ekkert stefnuljós gefið.
Ég stöðva á rauöu, en bifreiðin við
hliöina brunar áfram, rétt um leið og
skriöan fer af stað á græna ljósinu til
vinstri og hægri á þvergötunni.
I slæmu skyggni í ljósaskiptunum
ekur ljóslaus bifreið á móti mér og
dregur hvergi úr aksturshraöa.
A Miklubrautinni liggur einum öku-
þómum mikið á. Hann skiptir ört um
akreinar, skýzt inn í eyður milli bif-
reiða, sem vart eru þó greinilegar. Það
ískrar víða í hemlum, en ökuþórinn
hlær við stúlkunni sinni. Hversu lengi
skyldi sá hlátur endast?
Eg stanza við gangbraut til að
hleypa aldraöri konu yfir. Bifreiðin á
hinni akreininni rétt á eftir mér ekur
greitt framhjá og konan hrökklast til
baka. Það slapp blessunarlega.
Ég þarf að komast inn í hringtorg,
en bílalestin er óslitin og ég sé ekki færi
án áhættu. Þaö er flautaö hressilega að
baki mér. Ég tek áhættuna, leiöur á
flautinu og slepp, en heyri mikinn há-
vaða og brothljóð að baki.
Á hvem skyldi sá óþolinmóði flauta
næst?
Allt um of
Endalaus dæmi úr stuttri ökuferð
koma í hugann og því miður get ég ekki
alltaf sett sjálfan mig í sæti þess, sem
dæmir, en gerir allt rétt. Og þó svo
væri, þó rétturinn væri minn, þó ég
færi að öllum reglum, en lenti samt í á-
HELGI SELJAN
ALÞINGISMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
rekstri, æki samt á einhvem, ylli ein-
hverjum tjóni, jafnvel óbætanlegu,
hverju væri ég í raun bættari. Engu —
alls engu.
Einkenni umferðarinnar eru allt
um of: of mikill hraði, of mikið hirðu-
og tillitsleysi, of mikil óþolinmæði og
streitueinkenni ímyndaðs tímaskorts.
Og geigvænlegar afleiðingar blasa
hvarvetna viö sjónum, heyrast alltof
oft.
Inni á sjúkrahúsunum og endur-
hæfingarstöðvunum hittirðu fómar-
lömb þessa tillitsleysis, þessarar
óþolinmæði, trassaskaparins og
hirðuleysisins.
Hvert eitt slíkt fómarlamb, sem
bundið er hjólastól alla ævi er einu of
mikið.
Sérhver viðurkennir að svo sé. Og
dauöaslysin valda skelfingu og ógn
þeirra er ægileg og sérhver finnur þar
til, þegar frá er greint. En það er ekiö
sem áður, og forgangsrétturinn gildir
áfram í flestra huga, rétturinn minn.
Sekúndurnar, sem græðast á glanna-
fengnum fantaakstri, eru aldrei þess
virði. Það veit hver og einn. Hugleiðing
mín hefur knúið á mig, eftir að hafa rætt
við nokkra þeirra, sem aldrei munu
lifa eðlilegu lífi okkar á meðal, en eru
andlega og líkamlega örkumlum
slegnir. Það er þeirra ákall, sem ég
vildi koma á framfæri. Aðdáanlegt er
æðmleysi þeirra, aölögun þeirra aö
hinum nýju, erfiðu aöstæðum.
Boðskapur
ökuglaðri þjóð
En þessir góðu vinir mínir eiga
sannarlega boðskap að flytja sinni
• „Sekúndurnar, sem græðast á glanna
fengnum fantaakstri, eru aldrei þess
virði. Það veit hver og einn.”
„Einkenni umferðarinnar eru allt um of: of mikill hraði, of mikið hirðu-
og tillitsleysi, of mikil óþolinmæði og streitueinkenni imyndaðs tima-
skorts."
ökuglöðu tímaskertu þjóð. Og aö baki
oröa þeirra liggur ógnþrungin alvaran,
helkaldar staöreyndir hafa þeir fram
aöfæra.
Aövömnarorö þeirra ættu aö ná
eyrum okkar. Ákall þeirra umaðgætni
og tillitssemi ætti að snerta okkur öll.
Þeir biðja um virkari og betri
fræðslu, enn frekari aðvaranir, enn
betra eftirlit, en þeim er ljóst, ljósara
en okkur, að hugarfarsbreytingin ein
fær einhverju áorkað, sem um getur
munað. Eg biö ykkur, sem lesa þessar
línur, að hugleiða með mér orð þeirra,
ákallþeirra tiisamfélagsins.
Gegn voðavá dauðsfalla, örkumla
og eyðileggmgar eigum viö öll aö
snúast, þúog ég.
Saman getum viö gert kraftaverk.
Draumur um sönghöll getur ræst f Ijótt:
Ef hyggilega er
að málum staðið
Á síðastliðnu ári kom fram hugmynd
um að reisa í Reykjavík sönghöll.
Tillaga þessi fékk þegar mjög góðar
undirtektir og myndaðist fljótlega stór
stuðningshópur sem þegar hóf fjár-
söfnun til styrktar málefninu. Þegar er
farið að ræða um hvar hagkvæmast
væri að staðsetja slíka byggingu og
hafa þegar komiö fram uppástungur
um lóö undir fyrirhugaða sönghöll.
Þá hefir veriö lögö fram á Alþingi
tilllaga til þingsályktunar frá 11 þing-
mönnum úr öllum flokkum
svohljóöandi: , Alþingi ályktar aö fela
ríkisstjóminni aö kanna hvernig best
verði fyrirkomið hugsanlegri aðild aö
og fyrirgreiðslu ríkisins við nýstofnuð
samtök um byggingu tónlistarhúss í
Reykjavík. I greinargerð með til-
lögunni er þess getið að samtök áhuga-
manna um byggingu tónleikahúss telji
um 2000 félagsmenn og áætlaður
kostnaöur við bygginguna nemi um 200
milljónum króna á núverandi verðlagi.
Eins og nú standa sakir um f jármál
rikisins er ekki líklegt, að þaöan sé
stórra hluta að vænta í næstu framtíð.
Það gæti tekið áratug að ljúka slíkri
byggingu.
Höll undir þak
En nú vill svo til aö komin er undir
þak mikil höll á besta stað í borginni
„Sá borgarhluti, sem Hallgrímssókn nær yfir, er löngu fullbyggður svo að um verulega fjölgun isókninni
verður vart að ræða i framtiðinni."
SIGURJÓN
SIGURBJÖRNSSON
FYRRV. FASTEIGNASALI
sannast að núverandi kirkjurými mun
algjörlega fullnægja söfnuðinum,
nema á stórhátíöum og við einstök
tækifæri. Hvað á þá að gera viö aðal-
hluta byggingarinnar, kirkjuskipið? Á
það að vera autt gímald um aldir, eins
og margar stórkirkjur erlendis þar
sem guðsdýrkun fer fram í hliðar-
skotum, en aðalkirkjan ekki nýtt
nema til að sýna ferðamönnum
(Feneyjar, Mílanó, Köln, París) ?
Vanhugsuð bygging
Það væri mjög vanhugsaö að fara að
byggja sönghöll fyrir hundruö
milljóna, máske á umdeildum staö, í
stað þess að virkja kirkjuskip Hall-
grímskirkju sem musteri sönglistar í
höfuöstaðnum um aldur og ævi.
Framkvæmdanefnd sú, er starfar
fyrir samtök uni sönghöll, á aö taka
upp viöræöur við byggingamefnd
kirkjunnar og sóknarnefnd Hallgríms-
„Það væri mjög vanhugsað að fara að
^ byggja sönghöll fyrir hundruð milljóna,
máske á umdeildum stað, í stað þess að virkja
kirkjuskip Hallgrímskirkju sem musteri
sönglistar í höfuðstaðnum um aldur og ævi.”
sem tilvaliö er að innrétta sem söng-
höll að stórum hluta. Þar á ég við Hall-
grímskirkju á Skólavörðuhæð. Tæp-
lega er hægt að segja að Hallgríms-
prestakall eigi þetta hús því svo mikið
hefur verið til þess lagt af mörgum
aðilum erlendum sem innlendum, svo
segja má að bygging þessi sé alþjóðar-
eign.
Um 1940 var byggður kjallarinn
undir kórinn. Var hann nokkum veginn
nægilegt húsrými fyrir messuhald
safnaðarins. Og þegar tumbyggingu
var lokið kom til afnota í sama skyni
annar vængur hinnar miklu turn-
byggingar og viröast þrengsli ekki
standa í vegi fyrir kirkjusókn.
Sá borgarhluti, sem Hallgrímssókn
nær yfir, er löngu fullbyggöur, svo að
um verulega f jölgun í sókninni verður
vart að ræða í framtíðinni. Mun því
safnaðar um að haga innréttingu aðal-
kirkjuhúss þannig aö hún þjóni sem
best því hlutverki aö vera musteri
sönglistar. Þá nýttist þessi mikla
bygging í virðulegu hlutverki og yrði
lofandi stofnun sem daglega ómaði af
lífiog list.
Ef samtök um sönghöll, kórfélög og
hljómsveitir, sem tryggja vildu sér
samastaö í byggingunni gætu lagt
fram t.d. 40—50 milljónir þegar í vor
væri ef til vill hægt að fullgera húsið á
einuári.
Aö sjálfsögöu yröi kirkjuhúsiö búið
öllum munum og gögnum sem hverri
kirkju ber aö hafa innan veggja þótt
hún gegndi þessu tvöfalda verkefni. En
sá tónflutningur, sem þama færi fram,
mundi síst vanhelga vígöa kirkju sem
að sjálfsögöu yröi notuð til messu-
flutnings við meiriháttar tilefni.