Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984. Spurningin Hverjir finnst þér hafa verið helstu kostir og gallar ríkis- stjórnarinnar? Garöar Alfonsson: Þetta er erfiö spuming. Ég veit ekki hvort hún hefur gert nokkra góöa hluti. t>aö er kannski helst veröbólgan en það hefur bara bitnaö á öðru svo það má deila um hvort það er gott verk. Lúvís Pétursson: Hún hefur staöið sig vel og þá sérstaklega í veröbólgubar- áttunni. Ég held að ég sleppi að svara þessu meö gallana. Hjálmar Jóhannsson: Kvótakerfiö er hennar stærsti galli en veröbólgu- stríöiö hefur borið góöan árangur þó hún hafi komið hart niöur á laun- þegum. Eg held aö þaö sé allt þess viröi að ná henni niöur. Jóhann Sigfússon: Veröbólgubaráttan er númer eitt. Þaö er erfitt að segja til um gallana, nema ef vera skyldi þessi sífellda ósamstaöa innan hennar og yfirlýsingar á báöa bóga. Kristinn Sigurjónsson: Þetta hefur allt verið í rétta átt hjá þeim, sér- staklega aö ná niöur veröbólgunni. Sigríöur Vaigeirsdóttir: Ég veit nú ekki, en þaö besta sem hún gæti gert er aö leyfa Albert að hafa hundinn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bréfritarí villekki sjá áiver við Eyjafjörð. Álver við Eyja- fjörð — nei, takk Þóröur Björgvinsson útgeröarmaöur skrifar: Þessum orðum sem hér eru skrifuö vil ég beina aö þeim hópi manna sem hlynntur er byggingu ál- vers viö Eyjafjörö. Gerið þiö ykkur grein fyrir að ef þessi draumur ykkar verður aö veruleika þá hafiö þið stuðlað aö óbætanlegum náttúruspjöllum og um leiö útilokað fjölda annarra og betri kosta hvað varðar iðnaöar- og atvinnuuppbyggingu viö Eyja- fjörö? Fiskeldi í firðinum yröi til aö mynda útilokaö og er þaö miður því þarna eru ákjósanlegar aöstæöur til slíkrar atvinnu. Þaö er einnig hægt aö útiloka alla matvælaframleiöslu, kjötiðnað og garðrækt. Athugiö að í framtíðinni munu matvæli frá Islandi talin í sér- flokki ef viö höfum vit á aö halda landinu hreinu og ómenguðu. Ég vil líka benda á að Eyja- fjaröarsvæðiö er eitt þaö fegursta á landinu en þá fegurö getum við af- skrifað ef álver, tvöfalt á við það í Straumsvík, veröur reist viö þennan lognkyrra f jörö. Viljiö þiö ganga aö færiböndum erlendra auökýfinga sem eitthvert annars flokks fólk eöa viljiö þiö halda þeirri reisn sem andstæöingar stóriöju meö íhlutun hafa? Island er í mínum huga besta land á jöröu hér og viö eigum að geta lifað hér án erlendra afskipta. Lifið heil. Leðursðfasett í miklu úrvali íleðurdeild á3juhœð. Munið okkar hagstæðu greiðsluski/má/a. Opið til kl. 20 í kvöld og til kl. 16 laugardag jia Jón Loftsson hf. /A A A A A Z. BlcMl □ J □ c s c u Giaaaj-jq cjLiur''— LLLJJ Hringbraut 121 Sími 10600 Gagnrýni á gagnrýni Páls Baldvinssonar 3362—3224 skrifar: Mig rak í rogastans er ég las gagn- rýni í menningardálki DV þann 2. apríl sl. þar sem fjallaö er um Tómasar- kvöld Þjóöleikhússins. Slik níöskrif sem þar eru hef ég sjaldan lesið, um flutning sem ég hafði mjög gaman af og skemmti mér í raun konunglega. Eg vil líka meina aö allflestir viö- staddra gesta hafi sömu skoðun ef marka má hiö góða hljóö og hiö mikla lófatak í lok hvers þáttar fyrir utan framíköll eins gests sem hafði trufl- andi áhrif á áheyrendur. Páll Baldvinsson, sá er þetta skrif- aði, ætti sjálfur aö leggjast upp í rúm meö ljóöabók eftir Tómas, og geröi hann svo ætti hann alls ekki aö hafa eytt kvöldinu til einskis. Efast ég um að flutningur á nokkru efni sé þessum mikla fræöingi, sem Páll hlýtur aö vera, til hæfis, utan það sem enginn áhugamaöur skilur eöa geturhlustaðá. Eg er ekki lærður í Tómasarljóöum og ekki heldur spekingur um sviös- framkomu eða sérfræöingur í áhersl- um en þaö get ég sagt aö ekki heföi ég getað eytt þessari kvöldstund á betri veg. I aö hlusta á skemmtilega og vel flutta dagskrá er kvöldinu svo sannarlega vel varið. Maturinn fór víst eitthvað í taugam- ar á Páli en hann taldi sig ekki getað lastaö hann líka enda varla menntaöur „gúrme”. Létt máltíö var auglýst og ekki kostaöi hún mikið, 175 krónur. Húsið þarf ekki að skammast sín fyrir hana. Ogaölokumþetta: Páll segir fólki aö fara ekki aö hlusta á þennan flutning. Á móti segi ég: Takið ekki mark á Páli. Geimfarinn John Glenn Áhugamenn um tunglferöir skrifa: Um fátt hefur verið meira rætt á mínum vinnustaö í þessari viku en grein sem birtist í síöasta Helgarblaöi DV, en grein þessi fjallaöi um fyrstu tunglfarana. Þar eru höfð um þaö mörg orö að John Glenn hafi veriö í hópi þeirra fyrstu er stigu fæti á tungl- iö og þótti mörgum þaö ný tíðindi sem von er. Við vinnufélagarnir töldum flestir aö ranghermt væri en sumir fóru að efast og töldu jafnvel aö minnið heföi brugöist sér og lá viö aö menn veöjuðu um hvort þessi þáverandi for- stjóri heföi tekiö sér frí í fyrirtækinu á meðan á tunglferöinni stóö. Þrátt fyrir víötæka leit fundum viö hvergi heim- ildir fyrir því að John Glenn heföi nokkru sinni stigiö fæti sínum á tungliö. Hins vegar vita flestir aö hann fór þrjá hringi umhverfis jöröu meö „Friendship” geimfari árið 1962 og samtímaannnálar greina frá því aö hann hafi gengið úr flughernum 1965 og verið ráðinn skömmu síðar forstjóri að bandarísku stórfyrirtæki þar til hann var kjörinn á þing fyrir Ohio árið 1975. Viö félagarnir biöum því fram eftir viku eftir að leiðrétting birtist í DV. Blaðið hefur hins vegar ekki séð ástæöu til aö leiðrétta þessa forkastan- legu grein og viljum viö því gjarnan fá nánari skýringar á hvaöan umrædd grein er komin og hvemig hún komst gagnrýnislaust á síöur Helgarblaðs DV. Þaö er mannlegt aö gera mistök en í tilfelli sem þessu ber blaöinu skylda til aö biöja lesendur sínar afsökunar. SvarDV: Greinin sem vísað er til í bréfinu er þýdd úr dönsku og var hún meö þeim rangfærslum sem birtar voru í Helgar- blaði DV. Blaöamaöur, sem ekki var sérlega kunnugur staöreyndum máls- ins, þýddi greinina. Því fór sem fór. Helgarblaðið biöst velviröingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.