Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984.
25
íþróttir
Öllu stolið
f rá Udinese
(þróttir
(þróttir
Iþróttir
(þróttir
Sagt eftir leikinn:
„Þetta var mjög skemmtilegur og góður
leikur. Lcikmenn léku vel og drengilega,”
sagði Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra eftir leik Vals og KR í Höliinni í
gærkvöidi en hann var ásamt konu sinni
heiðursgestur stjórnar KKÍ á leiknum.
„Eg verð hins vegar að viðurkenna að ég
hef lítið fylgst með körfuknattleik en cftir að
hafa séð þennan skemmtUega leik hér í
kvöld kcmur vel tU greina að fylgjast með
körfuboltaleikjum í framtiðinni,” sagði
Steingrímur. -SK.
„Góð vörn er
besta sóknin”
„Það var fyrst og fremst samstaða og
feikilega góð barátta scm færði okkur
þennan sigur,” sagði .Jón Sigurðsson,
þjálfari KR.
„Við fórum seint af stað í leiknum og
ástæðan fyrir því er aðallega sú að KR-liöið
hefur ekki i langan tima ieikið úrslitaieik.
Þaö hafa Valsmenn hins vegar gert oft upp á
síðkastið. En eftir að við áttuðum okkur á
hlutunum í siðari hálfieik var ég ekki í vafa
um að við myndum standa uppi sem sigur-
vegarar í lokin. Vörnin var þá frábær hjá
okkur og það saunaðist að góð vörn er besta
sóknin." -SK.
„Vorum
miklu
betri”
„Þetta var alveg meiri háttar sigur. Við
vorum miklu betri og áttum sigurinn fylli-
lega skilinn,” sagði Páll Kolbeinsson i KR.
„Þetta var skemmtilegur leikur og ég er
nokkuð ánægður með þátt minn í sigrinum.
Lenti að visu i óþarfa villuvandræðum undir
iokin en það skipti ekki raáli.” -SK.
„Þetta
var topp-
leikur”
„Þetta var toppieikur. Baráttau í KR-
liðinu var alveg einstök,” sagði Kristlnn
Stefánsson KR-ingur eftir leikinn en hann
lék lengi með KR og landsliðinu og stjórnaði
innáskiptingum hjá KR í gærkvöldi ásamt
Gunnari Gunnarssyni.
„Það voru margir ieikmenn í mínu liði
sem léku vei. Til dæmis Garðar Jóhannsson.
Hann var alvcg frábær. Og þeir sem komu
inn í leikinn af varamanuabekknum stóðu
sigmeöafbrigðumvel.” -SK.
I/D
„Wlf-
hjartað
sló hratt
íkvöld”
„Ég get sagt þér það að gamla KR-hjartað
sló hraðar í kvöld cn það hefur lengi gert.
Ég er í sjöunda himni,” sagði Einar Bolla-
son, þjálfari Hauka, varaformaður KKÍ og
gamall KR-ingur.
„Við vorum einfaldlega miklu betri á
öllum sviðum. KR-liðið lék alveg stórkost-
lega í þessum leik. Það kom mér hins vegar
á óvart hve Valsliðið var baráttulitiö i
leiknum.” -SK.
„Vörnin
klikkaði”
,J>að var vörnin sem klikkaði fyrst og
fremst hjá okkur í þessum leik,” sagði Vals-
maðurinn Jón Steingrimsson.
„Við hikuðum örlitið í siðari hálfleik og
það nægði KR-ingunum. Hvað okkur varðar
þá hafa margir leikmenn leikið mun betur
en í kvöld og liðið raunar í hcild upp á
síðkastið, þá hjálpaði það ekki til að dóm-
gæslan var mjög slök,” sagði Jón. -SK.
dsí
Mail
á hæð og 38 kg. Enn hefur hún ekki
notað keppnisskó í hlaupum sínum,
finnast þeir of þungir. Besti árangur
hennar er í 5000 m hlaupi. Þar hefur
hún náð sex sekúnda betri tíma en
nokkur önnur kona. Tíininn þó ekki
viöurkenndur sem heimsmet þar sem
Suður-Afríka er ekki aðili að alþjóða-
frjálsíþróttasambandinu. Persónuleg
methennarerunú: 1500 m4:01,81min.
3000 m 8:37,5 mín. og 5000 m 15:01,83
mín.
-hsím.
Zico gat ekki lelklð með Udinese vegna
meiðsla í gærkvöldi og hefur líklega
skammast sin nokkuð fyrir landa sina
en móttökur þeirra voru vægast sagt
óvæntar.
— leikmenn liðsins fengu óvæntar móttökur er
þeir léku vináttuleik í Brasilíu
Leikmenn ítalska knattspyrnuliðsins
Udinese fengu heldur betur óvæntar
móttökur er þeir í gærkvöldi léku vin-
áttuleik gegn úrvalsliði frá Brasiliu í
Brasilíu.
Fyrri hálfleikur gekk eðlilega fyrir
sig en er leikmenn ítalska liðsins komu
til búningsherbergis síns í leikhléi
blasti við þeim hálf ömurleg stað-
reynd. Öllum fötum þeirra, úrum, pen-
ingum og öörum farangri hafði verið
stolið og leikmenn liðsins sátu uppi
ráðalausir. Þeir neituðu að hefja síðari
hálfleikinn fyrr en þeir hefðu fengið
loforð Brasilíumanna fyrir því að þeir
fengju skaðann bættan. Því lofaði einn
af forráðamönnum úrvalsliðsins bras-
ilíska, hét hann að greiða hverjum
leikmanni sem svarar til um fjögur
þúsund ísl. kr. í bætur.
Leikmenn Udinese, sem léku án
snillingsins Zico, töpuðu leiknum 0—1
og fóru því til síns heima með heldur
slæmar minningar frá heimalandi
Zicos.
-SK
I
? Eins og fram hefur komið mun allt
I besta frjálsíþróttafólk okkar sem
Iæfir I Bandarikjunum taka þátt í
miklu stórmóti sem fram fer í Texas
| um hclgina. Bíða margir spenntir
■ eftir árangri íslenska íþróttafólkslns
1 sem hefur undanfarið verið að bæta
■ árangur sinn í hinum ýmsu greinum.
Nokkur meiðsli eru þó farin að
gera vart við sig hjá tslendlngunum.
Siguröur Einarsson spjótkastari get-
ur ekki keppt, á við meiðsli að striða i
olnboga og hefur ekki getað kastað
undanfarna daga. Þá er talið mjög
líklegt að kúluvarparinn Oskar
Jakobsson verði ekki meðal kepp-
I
enda, á við meiðsli að stríða. J
Ekki tókst að fá það staðfest i gær- |
kvöldi hvort Lyfjanefnd ÍSl hygðist ■
láta prófa islensku keppendurna á I
mótinu. Alfreð Þorsteinsson, for- I
maður nefndarinnar, hefur hins vcg- ■
ar lýst því yfir „að þaö gæti allt eins I
orðið.” -SK |
m ímm nam mmm mmm mmm a— mmm Jl
Haukastúlkurnar i körfuknattleik
komu nokkuð á óvart i gærkvöldi er
þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ný-
bakaða íslandsmeistara ÍS i úrslitaleik
bikarkeppninnar. Lokatölur urðu 69—
57 eftir að staöan í leikhléi hafði verið
35—28 Haukum í vil.
Sigur Hauka var mjög sanngjarn.
Hafnarfjarðardömurnar léku af miklu
öryggi undir stjórn Kolbrúnar„Dollu”
Jónsdóttur, en svo skemmtilega vill til
að hún æfir og leikur með ÍS. Hún valdi
sér hins vegar þaö hlutskipti í gær-
kvöldi að stjórna Haukaliöinu en
Stúdínur sátu eftir með sárt ennið.
Yfirleitt voru Hauka-stúlkur yfir í
leiknum, þetta 5—10 stig, en þegar átta
mínútur voru til leiksloka tókst ÍS að
jafna metin og spennan gífurleg í lok-
in. En dömurnar hennar Dollu gáfu
ekki tommu eftir á lokamínútunum og
fyrsti sigur Hauka á körfuknattleiks-
móti en örugglega ekki sá síðasti var
staðreynd. Sanngjarn sigur og fögnuð-
ur Haukastúlknanna var gífurlegar í
lokin svo ekki sé sterkara tekið til
oröa.
Sóley bidriðadóttir átti stórleik hjá Hauk-
um og skoraði 32 stig, tæpan helming stiganna
fyrir Hauka. Svanhildur Guölaugsdóttir átti
einnig góðan leik og skoraði 16 stig en í heild
lck Hauka-Iiðið mjög vel.
Einhvern neista vantaði í IS-liðið að þessu
sinni og baráttan ekki fyrir hendi. Kolbrún
Leifsdóttir skoraði mest fyrir ÍS, 20 stig en
þær Hanna Birgisdóttlr og Ragnhildur Stein-
bach skoruðu 10 hvor. -SK
Sigur KR-inga í Bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi var fyrsti sigur
liðsins á stórmóti síðan 1979. TitiUinn var því leikmönnum
liðsins og áhangendum kærkominn svo ekki sé meira sagt.
Sigur KR í keppninni er mjög sannfærandi. Liðið byrjaði á
því að leggja sigurvegarana í 1. deild, Stúdenta, að velli. í
næstu umferð sigruðu KR-ingar Laugdæli, því næst sjálfa
Íslandsmeistarana, Njarðvík, og loks vann liðið sigur yfir
Keflvíkingum í undanúrslitinum. Og í gærkvöldi sigraði KR í
bikarkeppninni í 10. skipti en fyrst varð liðið bikarmeistari árið
1966.
-SK.
10. sigur KR
íbikarkeppninni >
Fyrsti
sigur
Hauka
— stúlkumar hennar
„Dollu”slógu ígegn
ígærkvöldiogurðu
bikarmeistarar í körfu