Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRlL 1984. 3 Hellmnn „Við ráðgerum að opna um næstu mánaðamót og það verður bjór á boðstólum hér. Það er ekki enn búið að gera uppskriftina að bjómum en það er unnið að gerð hennar hörðum höndum um þessar mundir,” sagði Daníel Þórison, en hann er einn af eig- endum væntanlegs veitingastaðar sem á að vera við Tryggvagötu 26. Aðspurður að þvi hvort hér væri á ferð- inni enn ein bjórkráin sagði hann að upphaflega hefði verið gert ráð f yrir að þetta ætti að vera venjulegur veitinga- staður. En fólk virðist vilja hafa bjór og viö ætlum því að sjálfsögðu að bjóða upp á hann. Hann sagði einnig að lögð yrði meiri áhersla á matarveitingar en gert er á þeim tveimur bjórkrám sem nú eru starfandi hér í bæ. Arkitektinn Vatnar Viðarson hefur séð um alla hönnun innan dyra og á staðurinn að heita Hellirinn. Það nafn mun vera dregið af því að loft staðar- ins á að vera klætt með stuðlabergi og væntanlega að likjast einskonar helli. Krydd- arinn Nú hefst hér á síðunni nýr þáttur sem við ætlum að kalla Kryddarann. Hann verður með þeim hætti að hverju sinni mun einhver kunnur maður segja okkur einn góðan brandara eða einhverja fyndna sögu „Það Uggur dautt svín við kirkju- sem hann á í fórum sinum. Sá sem dymar hjá mér. Getið þið nokkuð segir okkur Kryddarann vísar svo á komið og fjarlægt það fyrir mig,” næstasögumannogsvokoUafkolli. sagði prestur þegar hann hringdi í En einhver verður að byrja þennan iögregluna. leik. Til að leita ekki langt yfir Lögregiumaðurinn sem svaraði sá skammt höfðum við samband við sér leik á borði og ætlaðl að vera Magnús Olafsson grinista, með ógurlega sniðugur og svaraði presti meiru, og báðum hann að hefja ú þessa leið: Erað þið prestaniir þennan áskorunarleik. Magnús brást ekki vanir að ganga frá þeim dauðu vei við og snaraöi einum góðum sjálfir? Hafnarfjarðarbrandara upp úr pússi Prcsturinn lét sér hvergi bregða sínu, enda Hafnfirðingur sjálfur. við þetta svar og svaraði um hæl: Jú, Prestur nokkur í Hafnarfirði kom það er alveg rétt en við erum vanir eitt sinn til kirkju sinnar í þeim að hafa fyrst samband við aðstand- erindagjörðum að undirbúa messu. endur.— Þegar hann kom að kirkjudyrunum Magnús ætlar að skora á Albert brá honum heldur en ekki í brún þvi Guömundsson fjármálaráðherra aö fyrir utan dyrnar lá risavaxið dautt segja næsta Kryddara. Það gerir svín. Prestur var í vandræðum um hann vegna þess að Albert hefur sagt hvaða ráðs hann ætti að grípa tll að marga góða í búningsklefanum eftir fjarlægja dauða svínið. Eftir dáiltla að þeir hafa leikið meö Stjömuliði umhugsun ákvað hann að hringja í Omars Ragnarssonar. Hafnarfjaröarlögregluna og biðja Við bíðum spennt efUr næsta hana að hjálpa sér. Kryddara. Aíiii ælisbarn vikunnar Afmælisbarn vikunnar að þessu sinni er Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur með meiru. Hann er fæddur 18. apríl 1926 að Gilhaga í Lýtlngsstaðahreppi I Skaga- firði. Hann verður því 58 ára í dag. Ef for- vitnir lesendur vilja vita hvað Gið í nafní hans stendur fyrir getum við upplýst þá um það en það mun standa fyrir Guðmundur. Indriði G. Þorsteinsson er flestum kunnur og hefur hann gegnt margs konar störfum fram að þessu. Liklega er hann þó mest kunnur fyrir störf sín sem rit- höfundur og blaðamaður. 1 afmælisdagabókinni segir: „Þó að þú sért hrifinn af þægindum og næði, forð- astu ekki erfiði og getur sýnt óvenjulega áreynslu og árangur. Þú býrð yfir blessunarlega glaðlyudri og bjartsýnni skapgerð og ættir að njóta ánægjulegs hjónabandslifs.” Að þessu sögðu óskum við Indriða inni- lega til hamingju með daginn og vonum að honum farnist vel i f ramtíðinni. Um síðustu helgi lauk rokki ’84 í Broadway sem hefur verið þar á f jöl- unum í vetur og átt miklum vinsældum að fagna. Þar hafa sprottið upp á sviðið ýmsir gamlir skallapopparar og skallarokkarar. Þeir eru ekki bara meö þunnt hár heldur voru einnig nokkrir þeirra orðnir heldur þrýstnir um mittiö. En þetta uppátæki hefur mælst vel fyrir hjá ungum sem öldnum. A myndinni sjáum við hinn lands- fræga Rúnar Júlíusson taka léttar og straumlínulagaðar hreyfingar á sviðinu um leið og hann þandi radd- böndin og var ekki að heyra að röddin værifarinaðbresta. SKALLAROKK í BROADWAY HOFUÐBORGIR EVRÓPU í EINNIFERÐ I> 'etta glæsilega sumartilboð Arnarflugs gefur þér tækifæri til að kynnast tveimur stórkostlegum heimsborgum fyrir ámóta verð og venjulega kostar að heimsækja eina. Þetta eru ekki galdrar. Þú flýgur með Arnarflugi frá Keflavík til Schiphol-flugvallar í Hollandi og þaðan áfram með Air France til Parísar - og sömu leið heim aftur^ Þúræðurlengd ferðarinnar sjálfur (hámark 30 dagar) og einnig hvort þú staldrar við í Amsterdam fyrir Parísardvölina eða á eftir. I báðum borgunum er dvalið á góðu hóteli með morgunverði. Verð aðeins 16.175 miðað við gistingu í 2 manna herbergi í viku Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 *miðað við gengi 23.3. 84.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.