Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
21
sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál
inn Mike Cattran til þess aö hreinsa
klóakið. Það fyrsta sem hann sá þegar
hann lyfti loki yfir klóakinu var
líkamsleifar.
Hann hringdi samstundis í lögregl-
una sem staðfesti að klóakið var fullt
af rotnandi likum.
Húsið var samstundis rannsakað. I
íbúö Dennis fundust nýlegar líkams-
leifarungsmanns.
Rannsókninni á húsinu var lokið
þegar Nilsen kom heim úr vinnunni og
John Jay lögregluvarðstjóri beið eftir
honumííbúöinni.
„Eg er hérna vegna stíflaðs klóaks.
. ,,”sagði Jay.
„Hvenær fór lögreglan að hafa
áhugaá klóökum?”
„Við höfum áhuga á klóökum,
Dennis Nilsen, þegar þau tengjast
morði.”
Og án þess að sýna nokkur merki
geöbrigða svaraði Nilsen.
„Morð? Já, auðvitað. Eg er morð-
inginn og ég er reiöubúinn að segja frá
öllu... ”
I bílnum á leiöinni á lögreglustöðina
spurði Jay:
, JSrtu búinn að myrða tvo eða
þrjá?”
„Tvo eöa þrjá? Nei,” sagði Nilsen án
þess að láta sér bregða. „Þeir eru
fimmtán eða sextán. Eg held þeir
hljóti aö hafa verið fimmtán því nú á
ég ekki fleiri bindi. Eg á bara þver-
slaufurnúna...”
Dennis Nilsen fæddist í skoskum bæ í
nágrenni Aberdeen. Faðir hans, Olav
Nilsen, var Norðmaður og er lýst sem
ofbeldissinnuðum alkóhólista sem lifði
á snapavinnu og yfirgaf Elisabeth,
hina skosku eiginkonu sína, þegar
Dennis var þriggja ára.
Dennis var tengdur afa sínum mjög
sterkum böndnm, Hann kallaði hann
„old daddy”. Afinn dó þegar drengur-
inn var sjö ára og Dennis syrgði hann
mjög. Dennis var frá sér af sorg. Hann
vildi ekki trúa því að „old daddy” væri
dauður og hljópst oft að heiman til þess
aö leita að honum.
Dennis hætti í skóla fimmtán ára og
gekk þvínæst í herinn. Kennarar hans
lýsa honum sem gáfuðum, stilltum og
námfúsum nemanda en mjög innhverf-
um. Hann hafi verið þjáður af ein-
Blikksmiöurinn Mike Cattran sem
kom lÖgreglunni á slóðina eftir
óhugnanlegar uppgötvanir um klóakið
í húsinu þar sem Dennis Nilsen bjó.
manakennd og oft sökkt sér niður í
dagdrauma.
Fyrsta morðið
Eftir ellefu ár í hernum var hann lög-
regluþjónn í eitt ár til reynslu. Hann
hætti því sjálfur og fékk vinnu í vinnu-
miöluninni í Kentish Town í London.
Þar var hann einnig þekktur sem
rólegur og vingjarnlegur náungi sem
drakk dáh'tið of mikiö.
Eftir að Nilsen haföi verið tekinn
fastur var allt byggingarsvæðið við
Melrose grafið upp og þar fundust bein
úr að minnsta kosti tólf ungum mönn-
um.
Eins og Nilsen hafði lofaö sagði hann
greiðlega frá hinum 15 moröum sínum.
Öll fómarlömbin voru ungir einstæð-
ir menn sem voru ekki í neinum tengsl-
um við heimili sín og þess vegna tók
enginn eftir því þegar þeir hurfu. . .
Þegar málið kom fram í blöðunum
fékk lögreglan 3000 bréf frá foreldrum
sem áttu böm og unglinga sem þeir
höföu ekki séð lengi og vissu ekki hvar
vom niöurkomin.
Nilsen skýrði einnig greiðlega frá
því hvernig hann hefði framið
verknaðina og losaö sig við líkin.
Hann var yfirheyrður svo dögum
skipti. Og þegar hin síðasta af mörgum
yfirheyrslum var afstaðin, og það átti
að færa hann aftur til klefa síns sagði
hann: „Það er best að ég viðurkenni
allt...”
Lögreglumennirnir, sem áttu von á
nýjum og blóðugum lýsingum, heyrðu
hann sér til furðu segja:
„Eg hef aldrei borgað af sjónvarpinu
minu og heldur ekki hundaskattinn. ”
Fyrsta fómarlamb Nilsens var 17 '
ára skalli sem hann hitti í nóvember
1979 á bar. En hann mundi ekki hvaö
hann hafði heitið.
Skinhead eða skallar eru krúnu-
rakaöir ungir menn sem alltaf ganga í
rifnum fötum og í stórum og miklum
hermannaklossum. Þeir eru taldir
einhverju verstu yfirgangsseggir í
London.
„Viö drukkum saman og héldum
áfram heima hjá mér. Þá uppgötvaði
ég að náunginn var með rauða rák
tattóveraöa um hálsinn. Undir henni
stóð: ,,Skeriðhér”.
Þegar hann var sofnaöur í stólnum
fann ég til ómótstæðilegrar löngunar
til þess að taka áskoruninni á hálsi
hans. Eg náði í hníf en datt svo í hug að
það væri hreinlegra aö kyrkja hann.
Eg notaði bindið mitt. Þegar hann var
dauður heyrði ég sjálfan mig segja:
,,Flaskan er búin, kvöldiö er búið,
mannslíf er búið.” Og í fyrsta skipti
eftir að ég missti pabba var ég full-
komlega hamingjusamur. Já, mér leið
eins og guði sjálfum.”
Réttur til
að drepa
Þau sex fórnarlömb sem lögreglunni
tókst að bera kennsl á voru: „Kenneth
Ockenden, 23 ára, Martyn Duffey, 18
ára, William Sutherland, 25 ára,
Malcolm Barlow 26 ára, John Howlett,
27 ára, og Stehpen Sinclair, 20 ára.
Þrátt fyrir að Nilsen hefði játað allt
fyrir lögreglunni neitaði hann fyrir
rétti aö vera sekur um morð.
„Eg frelsaöi þessa ungu menn frá
vonlausri og óhamingjusamri tilveru.
Þetta voru allt saman einstaklingar
sem lifðu í eymd. Eg veitti þeim
ánægjustundir áður en þeir dóu. Við
drukkum og hlustuðum á villta rokk-
tónlist. Það veitir manni dásamlega
frelsistilfinningu.”
Seinna bætti hann við:
,,Eg græt ekki. Eg get þaö ekki,
hvorki vegna sjálfs mín né vegna
fórnarlamba minna. En það var gott
að þið stöövuðuð mig. Eg hafði sett
mér það takmark að drepa 1000 áður
en ég yrði 65 ára.
I nóvember 1983 var Nilsen dæmdur í
sex sinnum lífstíðarfangelsi sem verð-
ur afplánað á að minnsta kosti tuttugu
ogfimmárum.
Hann hlustaði á dóminn án þess að
sýna nokkur svipbrigði og það eina
sem hann hafði aö segja eftir hann var
tilvitnun í Osear Wilde um að sérhver
maður drepur það sem hann elskar.
Heigullinn drepur með kossi, sá hug-
rakki með sverði.
Þrír enskir rithöfundar segjast vera
að gera bók um morðingjann leyndar-
dómsfulla. Brian Masters, einn þeirra,
hefur átt 50 samtöl við hann í
fangelsinu.
Rokkhljómsveit sem kallar sig
Whitehouse og í eru skallar eða skin-
heads hefur sent frá sér plötu með
söngvum um Dennis Nilsen. Platan
hefur titilinn: Réttur til að drepa,
.„RighttoKjiir-. ..... •, ...... - ...
Blaðamenn og forvitnir fyrir framan húsiö í Melrose Avenue þar sem Dennis
Nilsenbjóá annarrihæð: ■ .■•••• • j.<... . •.. ..
Tónlistarkennara
vantar
viö Tónlistarskólann Kirkjubæjarklaustri næsta skólaár.
Aöalkennslugreinar píanó, orgel og blokkflauta. Upplýsingar
veitir Margrét Isleifsdóttir í síma 99-7625. Umsóknir sendist til
skólanefndar fyrir 5. maí 1984.
SKÓLANEFND.
GAGNFRÆÐINGAR
INGIMARSSKÓLA1949
(Lindargötu — Sjómannaskóla)
Ætlum að hittast í Naustinu föstudaginn 4. maí 1984 kl. 19.00
stundvíslega.
Tilkynnið þátttöku fyrir 20. apríl í síma 14710, 10798 Helga,
14630 Ella Teits og 34768 Dídi.
Mætum öll kát og hress.
UNDIRBUNINGSNEFND.
Við fíjúgum
án tafar~
innanlands sem utan
"umi
LEIGUFLUG fjfjfr
Sverrir Þóroddsson \J^r)
REYKJAVÍKURFLUGVELU 28011 ^
SMÁ -auglýsingadeild,
Þverholti 11 — Sími 91-27022.
verður opin um páskana
sem hér segir:
Miðvikudag 18. april kl. 9—18.
Skírdag til páskadags LOKAÐ.
Mánudag 23. apríl (2 . í páskum)
kl 18-22.
Auglýsingin birtist þá í fyrsta blaði
eftir páska — þriðjudaginn 24. apríl.
Ánægfu/ega
páskahe/gi