Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 22
22 Bflar Bflar Bflar DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRlL 1984. 9 Bflar Bflar Engin ísing, ekkert skrap........ UPPHITUÐ FRAMRÚÐA Bráölega þurfa ökumenn ekki aö skrapa burt ísingu af framrúöunni eða bíöa eftir því aö vélin sé oröin nægilega heit til að blása upp heitu lofti og bræöa burtsnjóinn. ■ Nú, loksins, er sjálfbræðandi fram- rúöa á leiðinni, rúöa sem hitar sig óháð v.élinni — á sama hátt og rafhitaöar afturrúður gera. Munurinn er þó verulegur. I aftur- rúöunum eru rafþræöir sem hita upp rúöuna en í nýju framrúðunum er „innlögð” rafleiðandi filma. Mót- staöan í þessari filmu kallar fram hit- ann semtil þarf. Quick Clear, eins og hitarúöan heitir, kemur væntanlega á markaö á miðju næsta ári og þá í dýrari gerðunum af bandarísku bílunum (1986 ár- geröunum). Veröiö er gefiö upp um þaö bil 300 dollarar. Til samanburöar má geta þess aö upphituö afturrúða kostar í Bandaríkjunum um 140 dollará. Vandamáliö fram til þessa við gerð upphitaðrar framrúöu án þráöa hefur veriö aö þegar sett hefur veriö raf- leiðandi filma á milli glerjanna hefur ekki fengist nægilega gegnsæ rúða og loftbólur hafa myndast. Nú hefur sem sagt tekist að leysa þetta vandamál og innan fárra ára þurfum við ekki aö skrapa né heldur á ísing aö hrjá okkur í frosthörkum vetrarins. SMÁTT Beðið eftir Fiat Alþjóölegu bílasýningunni í Torino, sem átti aö opna 20. apríl, eöa eftir nokkra daga, var frestað fram til 1. nóvember. Ástæöan er helst taiin sú aö Fiatverksmiöjurnar hafi ekki verið tilbúnar meö sitt aöaltromp. Á hinn bóginn virðist vera að vænta meiri frétta frá þeim vígstöövum: ný, stór Lancia, sem unnin hefur veriö í sam- vinnu viö SAAB, turbo (bensín) í Uno og loks nýr arftaki Lancia A112 (Auto- bianchi) sem einnig er litiö á sem nýjan Fiat 126. Sex sæta Panda Þessi „minibus” er framleiddur í spönsku bílasmiöjunum Emelba í Barceiona og er byggöur á Fiat Panda. Bíllinn er 3,38 m langur og sex sæta. Þaö er greinilegt aö allar bílasmiöjur keppast viö aö koma fram meö sem flest sæti í sem minnstum bíl. Veröið á þessum smábil liggur ekki enn fyrir. Japanir vilja japanskt Japanir vilja japanskt og áriö 1983 var ekki uppörvandi fyrir vestræna bílaframleiðendur á Japansmarkaöi. Sala á bílum, framleiddum innanlands í Japan, óx um 2,3%, í 5.382.651 bíla á árunum 1982 til ’83, en sala á innflutt- um bilum minnkaði niður í aðeins 35.336 bUa. Citroen CX með nýtt andlit? Citroen CX, sem veröur tíu ára bráö- lega, fær trúlega „andlitslyftingu” í ár. Búist er viö aö „nýi” Citroen CX- bíllinn verði fyrst kynntur á Parísar- sýningunni sem byrjar 4. október í haust. í „SUMARSKAP” Ný „mús frá Fiat Hjá Fiatverksmiöjunum hefur veriö hafist handa viö hönnun á nýj um bíl, Topolino (sem þýöir lítil mús). Þessi bíli veröur enn minni eú Fiat Panda. BX með turbo Citroen BX, sem viö sáum nú í fyrsta sinn á Auto 84 sem dísilbíl, hefur ekki spilaö öllum trompum út enn því seinna á þessu ári, jafnvel á Parísar- sýningunni, kemur hraöskreiöasta út- gáfa bílsins væntanlega fram, turbo- bensín. Vetur er aö baki, vor í nánd. Svo segir almanakiö okkur i þaö minnsta. Þessi vetur, sem kveöur í dag sam- kvæmt almanakinu, hefur verið einn af þeim erfiðari í seinni tíö, að minnsta kosti fyrir ökutækin okkar. Erfiöar akstursaðstæöur hafa orðið til þess að margur bíllinn fékk rispur eöa smá- pústra í vetur og rysjótt tíðin meö sínum saltaustri á götumar hefur einnig fariö illa meö margan bílinn. Páskarnir, sem nú fara í hönd, eru kærkomið tækifæri fyrir bíleigendur til að taka bílinn í gegn fyrir sumarið og koma honum í sannkallaö „sumar- skap”. Fyrsta verkið hjá mörgum veröur aö tjöruhreinsa bílinn. Til þess fást sér- stök efni á bensínstöðvum og eins má nota steinolíu eöa whitespritt. Eftir slíka hreinsun veröur aö hreinsibóna bílinn vel. Sérstaklega skal athuga aö hreinsa vel í kringum alla krómlista og staöi þar sem saltblönduð óhreinindi geta legiö kyrr og skemmt út frá sér. Aö innan þarf líka að hreinsa vel og helst að taka burt öll teppi og mottur ef unnt er og skoöa vel undir. Oft vill þaö gerast á vetrum að vatn safnast fyrir á gólfi bílsins undir mottunum og þaö fer aö ryðga út frá öllu saman. Ef vatn hefur legið á gólfinu um langan tíma og byrjað er að ryöga út frá því þarf aö hreinsa ryðið vel upp og bera síöan yfir eitthvaö sem lokar blettunum. Besta ryðvömin er síðan, þegar búið er aö hreinsa og bera á, að smyrja feiti yfir og leggja glært plast yfir svo að feitin berist ekki í teppin. Að loknum vorhreingemingunum er næsta verk aö y firf ara sumardekkin og búa sig undir aö skipta til aö lenda ekki í ösinni sem skapast á dekkjaverk- stæðunum í byrjun næsta mánaöar. Séu menn í vafa um ágæti sumardekkj- anna er ágætt ráð aö stinga þeim í skottið og renna með þau á næsta dekkjaverkstæði og fá þar úrskurð um hvort þau dugi eitt sumarið enn. Eitt vorverka bíleigendanna er að skipta yfir á sumardekk og þeir sem hafa vaðið fyrir neðan sig sleppa viö amstrið sem skapast af því að gera það á síðustu stundu. f ívetrarlok...... BÍLUNN SETTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.