Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 16
IIV EIT FÓRS IT . 18. APRIL1984. Þegar talað er um tónlist og tón- listarmenn sjöunda áratugarins þá eru þaö einkum fjórar hljómsveitir sem upp í hugann koma. Þetta eru The Beatles, The Rolling Stones, The Kinks og The Who. Þessar sveitir lifðu sjöunda áratug- inn af. (the Survivors of the Sixties eins og sagt er þegar mælt er á engil- saxnenska tungu). Að vísu hættu Bítlamir í upphafi þess áttunda en þeir urðu varla undir í baráttunni um frægðog frama. Það eru því þessar fjórar sveitir, sem talað er um, þegar sjöunda ára- tuginn ber á annaö borð á góma. En í þessari grein er ekki ætlunin að rekja feril þessara snjöllu manna, heldur þeirra manna og kvenna sem alltaf vantaði herslumuninn til að verða það sama og Bítlamir og kompaní. Kannski var þar um aö ræða óheppni, vitlaust útlit, áhugaleysi, eiturlyf og óheppni. Eða bara allt þetta. Kannski heyrist í útvarpinu eitthvert lag sem var vinsælt á sjöunda áratugn- um. Þeir sem þá voru unglingar og hálffullorðnir kannast við það, en geta ómögulega komiö því fyrir sig hverjir flytjendumir em. Afram er hugsað þangaö til gufan fer að streyma út um eyrun og andlitið hylst þykku svitalagi og skýjabólstrar myndast fyrir ofan höfuöiö. Og samt manstu ekkert. Ekki nokk- um skapaðan hlut, ekkert. Ekki baun. Ekki fyrr en þulurinn segir að þetta hafi verið Dave Clark Five með lagið Catch us if you can. Og um leið manstu eftir öðmm: Gerry and the Pacemakers, Cliff Bennet and the Rebel Rousters, The Equals, Spenper Davis Group, The Fourmost og The Merseybeats. Og sjálfsagt fleiri grúppur sem vom nær eins vinsælar og Bítlamir um tima, en aöeins um tíma. Þeim mistókst það sem hinum fjórum tókst. Að halda vinsældum sín- um viö. En hvar eru þeir nú? Það er flestum ráðgáta. I eftirfarandi grein er leitað svara við þessari ráögátu og ljóstrað upp athöfnum þessara fyrrverandi hetja. Þessi grein er unninn úr bókinni Where did you go my lovely?, þar sem Fred Dellar, vel þekktur poppskrifari, rekur slóð hinna gleymdu. Dave Clark Five Alstaðar þar sem Dave Clark sást var hann brosandi. A öllum myndum af hljómleikum situr hann á bakvið trommusettið sitt og brosir. Og hann brosirennídag. Hann býr í stórri vUlu í Laugarási þeirra Lundúnabúa, Mayfair, og bankareikningurinn hans er það vel út- lítandi aö næstum hver sem er myndi gera sig ánægöan meö. Astæöan fyrir því að bankabók Clark er skemmti- legri aflestrar en samskonar bækur annars fóUts er sú aö hann hefur ávaUt veriö gætinn maöur og fyrirhyggju- samur. Jafnvel þegar sveitin kom með sitt fyrsta „hit-lag” og var að öðlast frægö og fé bjuggu meðlimir hennar á ódýru hóteli sem kostaði aöeins 20 pund á viku. Og þeir voru ekkert að flýta sér með að fara í hljómleikaferðir því að þeir vissu ekkert um hvort þeir myndu græöa á þeim eður ei. TU aö byrja með var Dave Clark Five stofnuö sem grínsveit til að koma fram á styrktartónleikum fyrir knatt- spymulið þeirra, Tottenham Hotspur, Dave Clark Five á toppnum. en eftir stuttan tíma voru þeir komnir á samning hjá Decca. Dave Clark varð ekki atvinnutón- listarmaður fyrr en frægðin var að fuUu tryggö og tónUst þeirra, sem köUuö var „Tottenham sound” og var teflt fram gegn „Merseybeatinu”, var orðin að eyrnakonfekti sem aUir könnuöust við. Þeir sem skipuöu hljómsveitina er hún braut sér leið í gegnum hina þykku himnu, sem skilur aö það að vera fræg- ip -.og^QkWWur ,vqni:iJJ)ayU.í,flarKy:J( trommuleUcari, Mike Smith söngur og hljómborð, Danis Payton saxisti, gítarleikarinn Lenny Davidson og Rick Huxley bassi. Þrjár fyrstu litlu plötur þeirra náðu aldrei eyrum fjöldans en sú fjórða gerði það. Þetta var lagiö A cover of the Contours ásamt meö Do you love me? Þessi plata skreið inn á topp þrjá- tíu og ruddi brautina fyrir þau lög sem á eftir fylgdu. Það vinsælasta var Glad AU Over sem Suzy Quatro hljóðritaði fyrirínoj^r«nláíufi^(|>SttftJag,5gyq(lc,i, ist risasnjallt og mddi Bítlalaginu I Want to Hold your Hand úr fyrsta sæti breska Ustans. Dave Clark og félagar vom orðnir frægir í henni Ameríku á undan sjálfum Bítlunum og þeir urðu fyrsta poppgrúppan til að fara í hljómleika- ferðalag þangaö, tveimur mánuðum á undan téðum Bítilsmönnum. Eftir þessa hljómleikaferð urðu þeir gríöarmikið nafnþarvesturfrá. Arið 1975 tóku þeir sér fyrir hendur L.leikrí.fyrsíu kvikmynd. John Boorman, _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.