Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
Hvar er gröf Krists?
Páskablómin frá okkur
fást í blómaverzlunum
um land allt.
v M
V w
BLÓMAMIÐSTÖÐIN HF.
— svipmyndir frá
Jerilsalem vortð 1984
Borgin helga
Páskar nálgast í Jerúsalem. Hundr-
uö þúsunda kristinna pilagríma
streyma til hinnar helgu borgar til
þess aö sjá meö eigin augum þá staöi
sem Kristur gerði þeim hugfólgna.
Þeir vilja ganga meö honum sigur-
gönguna frá Olíufjallinu á pálma-
sunnudag og píslargönguna eftir Via
Dolorosa eöa vegi þjáningarinnar á
föstudaginn langa. Þeir vilja líka
fagna upprisu Krists á páskadag.
Golgata
Margir pílagrímar veröa fyrir von-
brigöum þegar komið er þangaö sem
um aldaraöir hefur veriö talið af kirkj-
unnar mönnum aö sé staðurinn Gol-
gata. Alitiö er aö á dögum Krists hafi
þessi staður verið utan borgarmúr-
anna, en nú er hann í miöri gömlu
borginni.
Yfir Golgata og gröf Krists hefur
veriö byggö heljarstór kirkja sem
nefnist „Kirkja hinnar heilögu
grafar”. Kirkjan er í umsjá og henni
er skipt milli fjögurra kirkjudeilda,
þ.e. rómversk-kaþólsku kirkjunnar,
egypsku koptakirkjunnar, grísku rétt-
trúnaöarkirkjunnar og armensku
kirkjunnar.
Inni í kirkjunni eru miklar
skreytmgar sem minna eiga á pínu
Krists, dauða hans og upprisu en
staöurinn á lítiö sameiginlegt með
þeim hausaskeljastaö sem við mót-
mælendur könnumst viö þótt meölimir
annarra kirkjudeilda sem tilbiöja Guö
innan um fjölbreyttari myndlist en hjá
okkur tíökast kunni þessu e.t.v. vel.
Garðgrafhýsið
En þaö vill svo til aö í Jerúsalem,
skammt utan gömlu borgarmúranna,
er annar staður sem einnig gerir tilkall
til aö geyma gröf Krists.
Það er hið svokallaða „Garðgraf-
hýsi”.
Kenningin um aö Garðgrafhýsiö
væri gröf Krists var sett fram á síðari
hluta 19. aldar og er hún yfirleitt kennd
viö breskan hershöföingja, Gordon aö
nafni, þótt fleiri hafi átt þar hlut að
máh.
Anglikanska kirkjan sér nú um varö-
veislu Garögrafhýsisins og garösins
umhverfis þar sem falleg og óspillt
náttúra gleöur augaö.
Hauskúpuhæð.