Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
15
vilja
íyrir
hilsi
John Gielgud i Óvæntum endaiokum sem ísiendingar sáu ísjónvarpi.
var ekki sérlega áhugasamur þegar
„reiöu, ungu mennirnir” byrjuöu aö
skrifa,” segir hann. „En þegar þeir
uröu miðaldra fóru þeir aö fó meiri
áhuga á ellinni.”
Svo þó aö hann sé andvígur nútíma-
leikhúsi eins og þaö kemur f ram í verk-
um Becketts rataöi Gielgud til vin-
sælda aftur, í nýjum verkum eftir
Harold Pinter, David Storey og Alan
Bennett.
Áriö 1968 lék hann skólameistara í
leikriti Bennets er nefnist Forty years
on og áriö 1971 lék hann meö vini sínum
Riehardson í leikriti Storeys, Home.
Þaö samstarf gaf af sér viöurkenningu
og hélt ófram í No mans land Harolds
Pinters 1975.
Andstætt Olivier var Gielgud lengi
aö átta sig á möguleikum kvikmynd-
anna þrátt fyrir að hann hefði komið
fram í þögulli mynd 1921.
„Mér fannst ég alltaf vera aö leika í
þeim í frístundum mínum,” segir
hann. „En ég held aö ég hafi gert frek-
ar fljótfærnisleg mistök ’34 þegar Alex-
ander Korda bauöst til að kvikmynda
Hamlet og ég hristi höfuðið og sagöi:
„Eg hef ekki mikinn áhuga á kvik-
myndum.” Hann bauö mér aldrei neitt
annaö. Um likt leyti geröi hann stóra
samninga viö marga vina minna og
þeir höföu mikiö upp úr þvi. ”
eftir það veröiaunaður í Hollywood
fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hann
vinnur nokkra daga i mánuöi og dreg-
ur sig síöan í hlé á stóru sveitasetri
,sem hann á í Buckinghamshire þar
sem hann hefur búið síöan 1976 ásamt
Martin Hensler sem hefur verið félagi
hans í tuttugu ár.
I þessum mánuði leikur hann
„heimskulegt hlutverk” í Franken-
stein mynd og amerískt vínfram-
leiðslufyrirtæki er nýbúiö að borga
honum „ólitlega upphæö” fyrir það
eina að gera ekki sjónvarpsauglýsing-
ar fyrir neinn annan. Þaö finnst honum
skrýtiö og skemmtilegt.
Af hlutverkum ó hvíta tjaldinu er
hann einungis stoltur af túlkun sinni á
rithöfundinum Clive Langham í kvik-
mynd Alan Resnais, Providence fró
1976, og herra Ryder í sjónvarpsserí-
unni Brideshead sem var sýnd hér ný-
lega og gerð eftir bók Evelyn Waughs.
Hann haf naöi boöi um aö leika í Arth-
ur þrisvar vegna klúryröanna sem
hneyksluöu marga gamla aðdáendur
hans sem voru óvanir slíku frá vel
metnum klassiskum leikara. Vel-
gengni Arthurs varö til þess að honum
var boðiö aö leika yfirþjón í amerískri
sjónvarpsþáttaröð en hann afþakkaði
það.
Smáhlutverk
Gielgud segist aldrei hafa haft mikið
upp úr leikhúsinu. Hann segist næstum
hafa flust til Bandaríkjanna vegna
hárra skatta þegar Verkamanna-
flokkurinn var viö stjórnvölinn á átt-
unda áratugnum. Honum var hrósaö af
gagnrýnendum fyrir leik sinn sem
Cassius í kvikmynd Josephs Mankie-
wics Júlíusi Sesar, áriö 1952 en síöan
þá hefur kvikmyndaleikur hans aðal-
lega veriö í aukahlutverkum. Hann
hefur fyrst verulega auðgast eftir aö
hann lék enskan þjón með óþverra-
kjaft í kvikmyndinni Arthur. Hann var
Lítið fyrir endurtekningu
Fyrir utan nokkur Shakespeare hlut-
verk hefur Gielgud aldrei verið neitt
fýrir aö endurtaka eða vekja upp göm-
ul glansstykki. Hann hafnaði nýlega
boöi um aö leika aftur i Forty years on
og einnig aö leika saksóknarann í Heil-
agri Jóhönnu eftír Bernard Shaw af
sömu ástæöu. Svo þó aö hann sé óþolin-
móöur að komast aftur á leiksvið eftir
sex ára hlé bíður hann samt eftir rétta
hlutverkinu.
„Eg myndi vilja deyja á sviðinu í
miðri góðri leiksýningu og fyrir fullu
húsi,”segir hann.
Hll'i er rétti tíminn
niu tilaðlesa
ÚRVAL.
m'MOW11
fékkekVtbuf.^-
Cntibbúö ■ ■;
Dí»na - vtnss'-‘S '
.jmftöUuw..teítuM
Ok.tv.ngo....
kaxlar
^st a£ konum
Bls. 8
;turðu opua^ 1
ápinnþ'mn au
RoUtttoUkomtngu.st’
■tit varnat ,
Dul.tfu'’.. k’.æ*' •
Bkntcfn' ív. vi byssut
tþtóHUttufn alu •
Hvaöhefut'ong.'^
ogbinn OPP
OemtðuopniðsUp
^ískýiunum
Srt 5-anka — cndun
DularfnUa
1 klæðið Bis. 81
Gleði/ega Páska!
OFNASMIÐJA NORÐURLANDS, ONA HEFUR NÚ FLUTT
STARFSEMI SÍNA AÐ FUNAHÖFÐA 17, REYKJAVÍK.
ONA SÉRSMÍÐAR RUNTALOFNA ÚR1,5-2,0 MM STÁLI
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA ERU ÞYKKUSTU
STÁLOFNARNIR Á ÍSLENSKA MARKAÐNUM.
KOMHD OG LEITIÐ TILBODA Á SKRIFSTOFU OKKAR
FUNAHÖFDA 17, REYKJAVÍK, SÍMAR 82422 og 82980.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17-v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI82477 - 82980-110 REYKJAVÍK