Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 7
Miprí AM P ÍTTTOAaTITVMT'R VO DV. FIMMTUDAGUR 3. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Málmmengun matvæla: ÁSTÆÐA TIL AÐ VERA VEL Á VERDIGEGN HENNI Lofað og lastað: Fjárfesting fyrr og nú I grein sem dr. Alda Möller matvæla- fræöingur skrifar í blaöið Heilbrigðis- mál er fjallaö allítarlega um mengun matar af málmum. Viö höfum líklega flest okkar heyrt talaö um þá hættu sem getur stafaö af mengun matvæla afvöldum málma. Þessi tegund mengunar hefur mikiö veriö rannsökuö víöa um heim og þá sérstaklega sú hætta sem stafar af svonefndum þungamálmum. Þeir geta veriö blý, kvikasilfur, kopar, kadmíum, arsenik, tin og silfur svo einhverjir séu nefndir. Of mikiö magn af þessum málmum í fæöu getur leitt til sjúkdóma og jafnvel dauöa. Málmar geta einnig haft þaö í för meö sér aö þeir rýra gæði matvæla. Sumir þeirra valda litarbreytingu matvæla, s.s. járn, ál og tin, og aðrir flýta fyrir þránun fitu, s.s. kopar. Hvernig verður málm- mengun til? Málmmengun getur oröiö meö ýmsu móti. Þar sem ræktun matvæla fer fram getur jarövegurinn mengast með ýmsu móti. Þaö getur t.d. gerst þegar frárennslisvatn frá iðnaði er not- aö til vökvunar og einnig hefur stundum fundist alltof mikiö magn af hættulegum málmum í áburöi. Eiturefni sem notuð eru í landbúnaöi geta innihaldiö of mikiö af málmum. Sjórinn getur mengast meö ýmsu móti, t.d. frá iðnaöarskolpi. Kvika- silfursmengun í fiskum getur orðið af- leiöing af slíkri mengun. Viö vinnslu matvæla getur átt sér staö málmmengun. Mengunin getur Mengun frá matarilátum getur átt sér stað. Samkvæmt könnun sem gerð var hér á iandi kom i Ijós að aðeins eitt matariiát sem hór var á markaði mengaði meira en þau mörk sem sett eru fyrir slikri mengun. stafað frá þeim tækjum sem notuð eru viö vinnslu matvælanna. Litarefni sem notuð eru í matvæli geta einnig inni- haldið of mikið af hættulegum málmum. Mengunarhætta getur stafaö frá þeim ilátum sem notuð eru við mat- reiöslu. Hér á landi er bannaö aö fram- leiða eöa flytja inn slík ílát. Heil- brigðiseftirlit ríkisins lét gera könnun á matarílátum áriö 1980. Aðeins eitt ílát reyndist þá valda meiri mengun en sett mörk. Við geymslu matvæla getur átt sér stað málmmengun meö ýmsu móti. Algengast er aö hún komi frá þeim um- búöum sem notaðar eru. Plast og ákveðnar tegundir pappírs geta í vissum tilfellum valdið mengun. Aö mengun stafi frá niöursuöudósum heyrir víst fortíðinni til. Þó getur hætta stafað af þeim þegar dósimar hafa veriö geymdar í marga mánuöi eöa jafnvelár. Mælingar hér á landi Undanfarin ár hefur Rannsókna- stofnun fiskiönaðarins látiö fara fram mælingar á málminnihaldi í íslenskum fiskafuröum. Niöurstööur þessara mælinga hafa sýnt aö málminnihald þeirra er í langflestum tilvikum fyrir neöan ströngustu sett mörk. Meö öllum þeim fiski sem fluttur er héöan til Italíu þarf aö fylgja vottorö um kvikasilfursmælingar sem geröar hafa veriö á honum. Þurfum að vera á verði Alda Möller matvælafræöingur segir í niöurlagi greinar sinnar aö þaö sé rik ástæða fyrir okkur aö vera vel á verði og nauðsynlegt sé aö hafa meiri hand- bærar upplýsingar um þessa mengunarhættu í matvælum. Þaö sé stööugt veriö aö auka kröfurnar sem geröar eru til þeirra vara sem viö flytjum út. Þá sé einnig þörf aö geröar séu kröfur til þeirra matvæla sem við framleiöum á innlendan markaö og flytjuminn. -APH. Lofaö og lastaö er dálkur hér á neytendasíðunni sem á að rúma ýmsar vangaveltur neytenda. Fyrirspurnir hvers konar berast okkur daglega um hin ótrúlegustu málefni. I mörgum tilvikum greiöist úr vangaveltum viðmælenda okkar meö einusímtali. Nýlega haföi maöur einn sambend við okkur, viö skulum kalla hann Friörik. Var honum mikið niöri fyrir vegna skuldabréfakaupa áriö 1974. Þaö ár voru í boöi ríkistryggö skuldabréf sem margir keyptu i góöritrú. „Landsmönnum var talin trú um aö góð fjárfesting væri i boði," sagöi Friörik, „en nú, tíu árum síöar og reyndar fyrr, hefur annaö komiö í ljós.” Friðrik áréttar meö einu dæmi, svona til frekari skýringar. I mai 1974 keypti hann tvö þúsund króna skuldabréf. Fyrir þá upphæö gat hann keypt tæpa 100 lítra af ný- mjólk. Einn lítri af mjólk kostaði í maí 1974 20,20 kr. Síöan verður gjald- miðilsbreyting, sem kunnugt er áriö 1981, sem átti ekki aö breyta stööu ávöxtunarmöguleikanna — en geröi þó — þrátt fyrir veröbætur og aörar efnahagsráöstafanir. Veröbólgan brenndi sitt á bálinu góöa. I dag í maímánuöi 1984 kostar einn iítri af mjólk kr. 18.70. Skuldabréf Friöriks stendur í dag fyrir rúmum eitt þús- und krónum. Fyrir þá upphæö sem hann fær fyrir bréfiö getur hann í dag keypt 57 iitra af nýmjólk. Það vantar peninga fyrir 43 mjólkurlítr- um til aö ná upphaflegu verögildi skuldabréfsins og aö alla ávöxtun. Friörik er ekki einn um þessar vangaveltur og vonbrigði, margur hefur staöiö ráöþrota í efnahagsleg- um umbrotum síöustu ára. Því gefin loforö hafa ekki haldið. Þetta var lastiö. Þá reynum viö að snúa vöm i sókn og líta á björtu hlið- amar. Miklar breytingar hafa oröiö aö undanförnu í efnahags- og peninga- málum okkar. Verðbólgan hefur hjaönaö og útlit er fyrir meiri stöðug- leika á peningamarkaönum. Fjárfestingarmöguleikarnir eru margir, enn eru spariskírteini ríkis- sjóös í boði, og skuldabréf. Bankam- ir hafa umsöölaö og stórfelldar breytingar hafa átt sér staö á inn- lánsvöxtum þeirra. En eftir sem aður þarf fólk aö vera á varðbergi og kynna sér vel alla valkosti. Þeir hafa aldrei verið fleiri en í dag, að minnsta kosti ekki svo lengi sem elstu menn muna. I flestum öörum löndum hefur fólk al- ist upp viö að sparifé sé hægt aö ávaxta. Fyrir okkur hér á landi hefur eyöslan skipt mestu máli. Svo þegar ástandið breytist og kú- vending verður er einnig eðlilegt aö margir verði ráövilltir. Ostööugleiki peningamálanna hef- ur grafið gröf og eftú* stendur óvissa sparif járeigenda sem er rótgróin eft- irreynslufyrriára. Þaö tekur tíma að aðlagast breyttu ástandi. Onnur útgáfa af Fjárfestinga- handbókinni er nýkomin út, sú fyrri kom út 1978.1 þeirri bók er að finna ráögjöf þvi henni er ætlað að veita öllum þeim er ávaxta þurfa eöa vilja f jármagn, lágar upphæðir sem háar, almennar og greinargóðar upplýsing- ar um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Greint er ítarlega frá hverjum valkosti í bókinni, kostum og göllum og sýnt með dæmum fram á þró- unina í fjölmörgum tilf ellum. Þessi bók veitir s /ör viö flestum þeim spurningum sem spurt er að um ávöxtun sparifjár og viö f járfest- ingu. Það eru framtíöarmöguleik- amir. Uærni Friðriks hér á undan til- heyra fortíðinni eöa það skulum við vona. Þvi endanlega eru þaðákvarö- anir stjómmálamanna — hver, hvort og hvemig dæmin ganga upp. Þeirra ákvarðanir orka stundum tvimælis, og geta kollvarpað mörgu. ->G sSemuTá0mSíUdrykkui sinn? mamarkadinnif\ orumargara'I j c-vitam'n|'v seldiáisiand' Svar: □ a) fl9' □ b) Q c) 82.: C VUAMÍNI FVRIRTVO! auk þess eru 25 aukavinningar, hver þeirra kassi af Svala 1 /4 Itr. fernum u ekki til í Svalandi Sumarferð til Flórída í tvær vikur? rtu með í Svala sumargetrauninni, það veitir þér möguleika á að dveljast á rída í tvær vikur með ...? þú ræður. Heimili:. Sími: Sendið svörin til: Sól hf. „Svala sumargetraun" Þverholti 19 105 Reykjavík Svörin þurfa að berast okkur fyrir kl. 5 e.h. þriðjudaginn 8. maí n.k.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.