Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 15
Menning Menning Menning
DV
Karlakórinn Fóstbræður.
Þeir eru
seigir þessir
karlakórar
Samsöngvar Karlakórsins Fóstbrœðra í Há-
skólabíói 26. aprfl.
Söngstjóri: Ragnar Björnsson.
Einsöngvarar: Björn Emilsson, Kristinn Sig-
mundsson.
Gestasöngvarar: Jóhanna Sveinsdóttir, And-
ers Torsten Josepsson, Sigríður Elliðadóttir.
Gamlir og viröulegir karlakórar
eiga sér ýmsar hefðir. Sumir hefja eða
ljúka samsöngvum sínum á einhverju
sérstöku lagi og þar fram eftir götun-
um eöa hafa félagsfánann á stalli á
meðan á samsöng stendur. Það gera
Fóstbræður og létu félagsfána sinn
standa forsviðs. Þar stóð hann til að
auka á virðuleik samkomunnar. Eg
vona líka einlæglega, af innrættri virð-
ingu fyrir fána og fánalögum, að ekki
hafi þeir verið á kórsins vegum, ís-
lensku þjóðfánamir, sem samanvöðl-
aðir lágu á gólfi, baksviðs, en þó svo að
við blasti.
Með finnskum svip
Innskot gestasöngvaranna er nýj-
ung. Mæltist sú nýjung vel fyrir þótt
einhverjir segöu nú kannski sem svo
aö þar væri kórinn að létta sér róður-
inn. Einhvem tíma hefði það þótt f jar-
stæða aö halda því fram að Fóstbræður
þyrftu að fá aðra til að legg ja hönd á ár
með sér en svo var þó að þessu sinni.
Liðshrun hefur orðið mikið í tenórariðl-
um. Telja þeir samtals fjórtán, í kór
sem hefur hálfan fjórða tug manna.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Eftir þumalfingursreglu er um helm-
ingurinn „syngjandi” og þá sér hver
maður að ekki verður liðinu beitt til
neinna stórátaka. Fóstbræður réðu þó
með ólíkindum vel fram úr vandanum.
Svolítill finnskur s vipur var á kórnum,
þ.e.a.s. dúndurbassar og hjalandi ten-
órar. En þökk sé góðri stjóm og skyn-
semi þeirra sem sterku raddimar skip-
uðu aö söngurinn var í jafnvægi og
verður ekki annaö sagt en að vel hafi
tekist að vinna þunga þraut.
Að þola svo hressilega blóð-
töku
Tvímælis orkar aö bjóða nemendum
að syngja sem gestir á opinberum tón-
leikum. Annars vegar ber að þakka að
þeim sé veitt tækifæri en aöeins Anders
Torsten Josepsson var í raun tilbúinn
að taka slíku boði. Þar er á feröinni
bráðefnilegur baryton.
Ur kórmanna röðum söng Björn
Emiisson laglega einsöng í einum
negrasálmi en aöaleinsöngvari var
Kristinn Sigmundsson sem söng vel að
vanda.
Efnisskráin, sem spannaöi allt frá
rímnalögum yfir enska, ameríska og
þýska söngva til Boleros Ravels (já,
það eru fá verk sem lúðrasveitir og
karlakórar leggja ekki til atlögu við),
hafði yfir sér léttan blæ. Kómum tókst,
sem fyrr segir, vonum framar að
koma henni til skila og má með réttu
segja að það sé sterkur félagsskapur
sem þolir svo hressilega blóðtöku, sem
Fóstbræður hafa orðið fyrir, án þess að
bugast.
EM.
BALMAYER OG PENVEN
HJÁ TÓNLIST ARFÉLAGINU
Tónleikar Tónlistarfélagsins í Austurbœjarbíói
28. aprfl.
Flytjendur: Annie Balmayer sellóleikari og
Olivior Penven píanóleikari.
Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Sónata í A-
dúr, nr. 3 op. 69; Claude Debussy: Sónata fyrir
solló og píanó; Johannes Brahms: Sónata í F-
dúr, nr. 2 op. 99.
Það var kannski ekki beinlínis skipu-
lagt, en skemmtilegt engu að síður, að í
sömu vikunni skuli þrír úr framvarða-
sveit ungra franskra tónlistarmanna
leika hér. Heyri maður Olivier Penven
nefndan dettur manni í hug nútíma-
músík og því var það dálítið skrýtið að
fletta efnisskránni og sjá Beethoven,
Debussy og Brahms í stað einhverra
modernista á þeim blöðum. Ekki svo
að skilja að þeir sem leika mikið af
nútímamúsík geti ekki spilað gömlu
meistarana líka og vart fara menn aö
Tónlist
Eyjótfur Melsted
fúlsa viö þeim kempum sem á skránni
stóðu. Vera má að í þessum sökum hafi
samverkamaöurinn, Annie Balmayer,
ráðið nokkru um. En hvaö um það. Þau
byrjuðu á Beethoven og léku þurrlega,
einkum Penven á píanóinu sem á
köflum var fast að því vélrænn í leik
sínum. Eg verð aö segja eins og er að
feginn hefði ég gefið mikiö fyrir nokkr-
ar feilnótur og dálitla hjartans ein-
lægni í stað þess þurra nánast gelda
leiks sem hér var framinn.
Allt fékk það
farsælan endi
En viti menn — strax þegar kemur
yfir í Debussy kveður við annan tón.
Þá fer allt í einu aö færast mýkt og
sveigjanleiki í spihð. Kannski Uta
íslenskir áheyrendur svona kuldalega
út í fyrstu — eða þangað til þeir fara aö
klappa, eöa kannski voru þau svona
sein í gang. Nú eöa kannski hafa þau
viljað gera svo skörp skU á rómantík
og klassík — hver veit? En aUa vega
var maður löngu búinn að fyrirgefa
þeim þegar út í Brahms sónötuna var
komið. Og nú var ekkert verið aö spara
heldur leikiö á fullu og sáUn lögð í leik-
inn. Þannig fór að þaö sem í upphafi
var þurrlegt og vélrænt fékk farsælan
endi.
15
Auglýsing
frá
menntamálaráðuneytinu
Lausar kennarastöður.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík eru lausar til
umsóknar kennarastöður í íslensku, erlendum tungumálum,
bókfærsiu, vélritun, eðlisfræöi, efnafræði, líffræði, stæröfræði
og sérgreinum í rafiðna- og tréiðnabrautum.
I einstaka greinum er ekki um fulla stööu að ræða og þurfa
umsækjendur þá aö geta kennt fleira en eina grein.
Við Fjölbrautaskóla Akraness eru lausar kennarastöður i
stæröfræði, efnafræði og eðlisfræði.
Við Vélskóla íslands er laus staða stærðfræðikennara.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal
senda til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 26. maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
HANDLYFTIVAGNAR
FYRIR 1500 OG 2500 KG
FYRIRLIGGJANDI
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
simar 81722 og 38125
NÝTT
NÝTT
POLLUX
VINNUFATNAÐURIIMN
AUÐVELDAR ÞÉR STÖRFIN
* Nýtt og sérstaklega þægilegt snið
* Níðsterkt efni
* Hleypur ekki í þvotti
* Þolir suðuþvott, upplitast ekki
HF.
ÁRMÚLA 5 v/HALLARMÚLA SÍMI: 82833.
EM