Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. PIMMTÍJ Ð MítJíl <fMA11984. vn Útgáfufélag: FRJÁLS PJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdaátjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. , Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.' Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. „ /, Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HkLMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verðí lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. *■ Þrotinn stjórnarhraftur Eftir sex vikna þref í ríkisstjórninni er fengin léleg niðurstaða í tilraunum hennar til að koma á jafnvægi í ríkisbúskap ársins. Upp í 3.000 milljón króna gat á fjár- lögum og lánsfjáráætlun fannst aðeins 300 milljóna sparnaður hjá hinu opinbera. Það er 10% árangur. Að öðru leyti afgreiðir ríkisstjórnin málið með því að leggja 600 milljón krónur á aðra aðila og taka 2.100 milljón krónur aö láni í útlöndum. Þessari dapurlegu niðurstöðu spáöi DV raunar fyrir þremur vikum. Þá var ljóst, að ríkisstjórnin hafði misst bæði kjarkinn og flugið. Ekki er einu sinni svo vel, að ríkisstjórninni sé fyllilega ljóst, hvernig hún spari 300 milljónir. Hún talar um 185 milljón króna lækkun í ráðuneytunum og 100 milljón króna sparnað í heilbrigðiskerfinu. Ekki fylgir sögunni, hvers konar sparnaöur þetta sé í raun. Rétt er að leggja áherzlu á, aö 600 milljóna álögur á aðra aðila eru ekki sparnaður, heldur millifærsla í þjóðfélaginu. Þessar millifærslur kunna í ýmsum tilvikum að vera nauðsynlegar og jafnvel beinlínis gagn- legar. En þær fela ekki í sér samdrátt í rekstri ríkisins. Sem dæmi um þetta má nefna niðurgreiðslurnar, sem sagt er, að eigi aö lækka úr 945 milljónum í 760 milljónir eða um 185 milljónir. Þetta er gagnlegur niðurskurður, sem hefði raunar mátt vera margfalt meiri. En hann flokkast undir millifærslur, en ekki beinan sparnað. Verra er, aö ríkisstjórnin lítur á það eins og sjálfsagðan hlut, að þessar 185 milljónir lendi á heröum neytenda, en ekki framleiðenda. Þær lenda ekki á herðum vinnslu- stööva, sem lifa í vellystingum praktuglega og fjárfesta grimmt í skjóli einokunar og aðhaldsleysis. Þar sem unnt væri að fá mun ódýrari landbúnaðarvör- ur frá útlöndum, verður ekki séð, að neytendum beri að greiða herkostnaö af minnkuöum niðurgreiðslum. Það er innflutningsbannið, sem gerir landbúnaðarvörur svo dýr- ar, að niðurgreiðslur eru notaöar til að láta þær ganga út. Ef innflutningur landbúnaðarafurða væri frjáls, þyrftu neytendur ekki á neinum niðurgreiðslum að halda og mundu þar á ofan öðlast kjarabót í lækkuðu vöruveröi. Niðurgréiðslurnar eru því einkamál ríkisins og hinna vernduðu framleiðenda. Þær á ekki að færa á herðar neytenda. * 1 Sjálfvirknin við að koma niðurgreiðsludæminu á rangar herðar sýnir vel, að Sjálfstæðisflokknum svipar til Alþýðubandalagsins í að vera algerlega blindaður band- ingi Framsóknarflokksins í málum hins hefðbundna land- búnaðar, hins íslenzka landseigendafélags. Þessi blinda hlýðni kemur líka í veg fyrir, að ríkis- stjórnin geti aflétt millifærslum á ýmsum öðrum sviðum, er varðar landseigendafélagið, svo sem útflutningsupp- bótum, innflutningsbanni, beinum styrkjum til eflingar offramleiðslu og ódýrum forgangslánum. Þetta á verulegan þátt í, að ríkisstjórnin telur sig nauð- beygða til að taka að láni í útlöndum 2.100 milljón krónur af 3.000 milljóna gati fjárlaga og lánsfjáráætlunar. Það er alvarlegasta hliðin á málinu og mun sennilega koma þjóðarskuldum yfir 60% af árlegri þjóðarframleiðslu. Þótt ríkisstjórnin reyni nú að hagræða spátölum til aö svo líti út sem þessi 60% múr hafi ekki verið rofinn með lélegri niðurstöðu í sparnaðaráformum hennar, má öllum öðrum vera ljós ósigur hennar. Eftir góða byrjun í fyrra er farið aö síga á ógæfuhliðina. Ríkisstjórninni er þrotinn kraftur. Jónas Kristjánsson. „Þó er a/veg /jóst á hvort kynið hallar íjafnréttismálum og jafnframt Ijóst, að brýna nauðsyn ber til að endurmeta störf kvenna, þar sem þau hafa verið gróflega vanmetin." Jafnrétti — kvenfrelsi? Fyrir Alþingi líggja nú tvö frumvörp um jafna stööu og jafnan rétt kvenna og karla. Annaö frumvarpið er flutt af ríkisstjóm-' inni, hitt er flutt af Svavari Gests- syni og fimm öörum þingmönnum stjómarandstööunnar, þeim Jóhönnu Sigurðardóttur, Kristínu S. Kvaran, Guörúnu Helgadóttur, Kjartani Jóhannssyni og Guömundi Einarssyni. Þingmenn Kvennalista, sem berj- ast fyrir málum kvenna, eru ekki meðflutningsmenn síöara frum- varpsins og hefur þaö vakiö undrun margra. Því er grein þessi skrifuö og systir hennar, sem birtist hér síöar. Starf endurskoðunar- nefndar Bæöi fmmvörpin eru byggð á tillögum endurskoðunamefndar, sem skipuö var í apríl 1981 af fyrrv. félagsmálaráðherra, Svavari Gests- syni. Meginverkefni nefndarinnar var tillögugerö um breytingar á jafn- réttislögum (nr. 78 frá 1976) m.t.t. þeirrar reynslu, sem fengist hefur frá setningu laganna. Nefndin haföi, samráð viö ýmsa aðila og tók miö af upplýsingum víöa aö. Alit endur- skoöunamefndarinnar er, aö enn sé alllangt í land, aö jafnrétti ríki á milli kynjanna þrátt fyrir gildandi lög um jafnrétti karla og kvenna frá 1976 og þar áður lög um Jafnlauna- ráö frá 1973 og starf Jafnréttisráös (Jafnlaunaráðs) frá sama tíma. Nefndin telur, aö lögin hafi komiö aö gagni og reynst betri en ekki en þau hafi ekki verið þaö haldreipi í jafn- réttisstarfi sem vænst hafi veriö. Ennfremur aö þau hafi ekki reynst nógu vel í framkvæmd þannig aö breytingar hafi ekki oröið afgerandi hvorki varöandi stööumun karla og kvenna né viðhorf til jafnréttis. Þaö frumvarp sem endur- skoðunarnefndin samdi er nú lagt fram af fyrrv. félagsmálaráöherra og fimm öðrum þingmönnum stjórn- arandstööunnar, eins og áöur segir. A þessu frumvarpi hafa síöan veriö geröar allverulegar breytingar að fengnu samráði viö stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar og þaö síðan í breyttri mynd lagt fram sem stjórn- arfrumvarp. Kvennastörf = karlastörf? Bæöi þessi frumvörp ganga, aö því er viröist, út frá þeirri grundvallar- hugsun, að konur þurfi, til þess aö öölast jafnrétti, að ganga í störf karla og kh'fa upp verkefna- og viröingarstigann til aö ná því þrepi þar sem karlar standa. Sem dæmi má taka 9. gr. frumvarpanna beggja, þar sem segir: „At- vinnurekendur skulu vinna mark- visst að því aö jafna stööu kynjanna innan fyrirtækis síns eöa stofnunar og stuöla aö því aö störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.” En það er ekkert aö því aö sum störf séu kvennastörf, þvert á móti. Aöalatriöið er, aö þessi störf séu GUÐRÚN AGNARSDÖTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA metin jafnmikils og karlastörf. Enn- fremur í 10. grein stjórnar- f rumvarpsins og 11. grein f rumvarps Svavars Gestssonar og fleiri segir: „Við náms- og starfsfræðslu í skólum skal leitast viö að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla til samræmis við til- ganglaga þessara.” Þetta stuðlar aö því aö gera kynin eins í staö þess aö meta þau jafnt út frá sérkennum hvers um sig. Starfsmat I 4. grein beggja frumvarpanna segir: „Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sam- bærilegstörf.” Þetta er ágætt, en hvemig á aö; meta verömæti starfanna? Hvaöa starfsmat á að leggja til grund- vallar? Hverjar eiga forsendur fyrir sUku starfsmati aö vera? Hver á aö meta? Um öll þessi veigamiklu grundvallaratriöi er ekki eitt orö til skýringar. Þó er alveg ljóst á hvort kynið hallar í jafnréttismálum og jafnframt ljóst, aö brýna nauðsyn ber til að endurmeta störf kvenna, þar sem þau hafa veriðgróflega van- metin. Hugmyndir Kvennalista I grundvallaratriöum stangast þessi sjónarmiö á við hugmyndir Kvennahstans um kvenfrelsi, en í stefnuskrá Kvennalista segir: „Viö setjum á oddinn hugmyndir um kvenfrelsi sem fela i sér rétt kvenna tU að vera metnar á sínum eigin for- sendum tU jafns á viö karla. Viö leggjum tU hliðar hugmyndir um jafnrétti, sem fela í sér rétt kvenna til þess aö fá aö vera eins og karlar. Konur eru mótaöar af því hlutverki aö ala böm og annast. Viö vinnum önnur störf og búum því yfir annarri reynslu en karlar. Reynsla kvenna leiðir af sér annaö verðmætamat, önnur Ufsgildi en þau sem ríkja í veröld karla. Konur líta þar af leiöandi öörum augum á máUn.” Og þar segir enn: „Viö veröum sjálfar aö berjast fyrir rétti okkar og betri heimi. Aörir gera þaö ekki fyrir okkur. Viö veröum sjálfar aö reka okkar kvennapólitík, pólitík, sem leggur verðmætamat og lífs- gildi kvenna til grundvaUar og felst í því-aö skoöa öll mál út frá sjónarhóU kvenna.” Og enn segir: „Viö vUjum aö sameiginleg reynsla og verömætamat kvenna veröi metið tU jafns viö reynslu og verðmætamat karla, sem stefnumótandi afl í sam- félaginu. Viö vUjum aö mannleg verðmæti verði fyrst og fremst lögö til grundvaUar þegar ákvarðanir eru teknar í þjóömálum. Viö vUjum sam- félag þar sem allir, konur, karlar og böm, eru jafnvirtir og jafnréttháir. Við viljum hugarfarsbyltingu.” Enn- fremur: „Menning og reynsla kvenna byggir aö mestum hluta á heföbundnum störfum viö heimUis- hald og umönnun barna. Við viljum halda tengslum okkar viö þau störf, sem hafa mótað okkur og lagt okkur til lífsgUdi okkar. En viö viljum ekki lengur vera í stööu hinna efnahags- lega ósjálfstæðu. Því viljum við leggja jafna áherslu á mikilvægi barnauppeldis og heimiUsstarfa, samábyrgö kvenna og karla hvaö þau varöar og mikdvægi þess, aö konur geti meö góöu móti komist út á vinnumarkaðinn og orðiö efnahags- lega sjálfstæðar. Viö viöurkennum ekki þaö verðmætamat, sem nú er lagt tU grundvallar, þegar laun fyrir störf kvenna eru ákveöin. Við viljum einnig, aö starfsreynsla kvenna viö húsmóöurstörf verði metin jafngUd annarri starfsreynslu tU launa, hefji konur launuð störf.” Og ég lýk hér tilvitnun ístefnuskrá Kvennalista. Hugmyndir okkar Kvennalista- kvenna eru sprottnar af réttlætis- kennd og þeirri hjartans sann- færingu, aö konur hafi svo ótal margt fram að færa til aö breyta þjóð- málum og heimsmálum til betri veg- ar. Viö erum jafnframt sannfæröar um, aö þetta framlag veröur verð- mætast og réttlátast einmitt ef konur bera eigin lífssýn og lífsgildi aö ákvaröanatökunni en fara ekki aö fordæmi og leikreglum karla. • „En það er ekkert að því að sum störf séu kvennastörf, þvert á móti. Aðalatriðið er, að þessi störf séu metin jafnmikils og karla- störf.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.