Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 3. MAl 1984. íþróttir___________íþróttir íþróttir íþróttir Aftur spennuleikur í V-Þýskalandi: Tólf mörkí Gelsenkirchen — þar sem Schalke og Bayem gerðu jaf ntef li 6:6 í æsispennandi leik m í gærkvöldl í f ramlengingu. Hér getur Rummenigge: — „Já, ég kann enn að íinei srwaii eð landsliði V-Þýskalands liðinu að nýju. Derwall hafði ákveðið- að láta hann leika á miðjunni í lands- leik gegn Itölum 22. maí og sendi aðstoðarmann sinn, Horst Koeppel, til Italíu um sl. helgi til að sjá Miiller leika og ræða við hann. Muller hefur ekki náð að tryggja sér fasta stöðu í landsUði V-Þýskalands að undanfömu. MiiUer er ekki fyrsti leik- maðurinn sem segir Nei við Derwall upp á síðkastið — áður höfðu þeir Karl Allgöwer hjá Stuttgart og Klaus Augenthaler hjá Bayern gert það. Hansi MiiUer mun því ekki leika með V-Þjóðverjum í EM-keppninni í Frakklandi. Derwall fékk tvær aðrar óskemmti- Iegar fréttir í gær. • Bemd Schuster, sem leikur með Barcelona, er tábrotinn og getur ekki leikið gegn ItaUu. Hann verður aftur á j mótiorðinngóðurfyrrEM. • Gerd Strack, hjá Köln, sem hefur I leikið „sweeper” í landsUði V- I Þjóðverja, verður frá keppni í sex I vikur vegna meiðsla i nára og getur I ekki keppt í EM. 1 -HO/-SOS. Frá Hilmari Oddssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Það er ekki Iengur talað um hinn æsispennandi bikarleik Borussia Mönchengladbach og Werder Bremen hér í V-Þýskalandi heldur rseða menn nú um leik Schalke 04 og Bayera Miinchen, sem fór fram í gærkvöldi að viðstöddum 70 þús. áhorf endum í Gels- enkirchen. Sá leikur var algjört æði, eins og svo margir segja. Boðið var upp á tólf mörk — Uðin skildu jöfn 6—6 eftir framlengdan leik og þurfa að leika að nýju í Miinchen 8. eða 9. maí. Já, það hefur svo sannarlega verið bikarstemmning hér í V-Þýskalandi undanfarna daga — tveír æsandi und- anúrslitaleikir sem hafa boðið upp á hvorki meira né minna en 21 mark. Óskabyrjun Bayern! Leikmenn Bayem fengu svo sannar- Iega óskabyrjun — þeir opnuöu fyrir markaflóðið með því að skora tvö fyrstu mörk leiksins. • 0—1.... Karl-Heinz Rummenigge skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mín. eftir sendingu frá bróður sínum Michael. • 0—2.... Reinold Mathy skoraði eftir sendingu frá Michael Rummenigge á 12. mín. • 1—2.... Thomas Kruse skoraði fyrsta mark Schalke á 14. mín. • 2—2.... Hinn 18 ára áhugamaður Olaf Thon, sem er aðeins 1,70 m á hæð, skoraði f allegt mark á 19. min. • 2—3.... Michael Rummenigge skoraði á 20. mín. og var staðan þannig í hálfleik. Aberdeen meistari Aberdeen tryggði sér Skotlands- meistaratitilinn í gær í Edinborg þar sem félagið vann sigur 1—0 yfir Hearts. Það var bakvörðurinn Stewart McKimmie sem skoraði mark Aber- deen á 61. mín. — hans fyrsta mark fyrir félagið. -SOS Iþróttirá bls. 18-19 • 3—3.... Olaf Thon skoraði fallegt mark meðskalla á61. mín. • 4—3.... Annar ungur Ieikmaður, Volker Abramczik, skoraði með skalla á 72. mín. • 4—4.... Michael Rummenigge skoraði með skalla á 79. mín. Þannig var staðan eftir ven julegan leiktíma og þurfti því að framlengja Ieikinn. Spennandi framlenging Udo Lettek, þjálfari Bayern, lét Dieter Höness inn á í framlengingunni og átti hann eftir að koma mikið við sögu. • 4—5.... Höness skoraði á 110. mín. eftir mikil mistök Walter Junghans, fyrrum markvarðar Bayem. • 5—5.... Gamla kempan Beraard Dietz, fyrrum fyrirliði Duisburg og V- Þýskalands, skoraði á 115. mín. • 5—6.... Höness bætti sínu öðru Á þingi frjálsíþróttasambands Evrópu i Stuttgart um síðustu helgi var raðað niður í Evrópuriðlana 1985. Einn þeirra, C-riðill tvö, veröur í Reykjavík 10. og 11. ágúst 1985. Þar keppa auk Islands, Belgía, Danmörk, Irland og Svíþjóð í karlaflokki en Belgia, trland og Noregur í kvenna- flokki. • A-riðillinn verður í Moskvu 17. og 18. ágúst og þar keppa í karlaflokki Austur-Þýskaland, Pólland, Sovét- ríkin, Bretland, Tékkóslóvakia, Finn- Iand, Italía og Vestur-Þýskaland. I kvennaflokki sömu Iönd nema hvað Búlgaría kemur í stað Finnlands. • B-riðilI verður í Budapest eða Gyoer í Ungverjalandi 10.—11. ágúst. Þar keppa Búlgaría, Frakkland, Grikkland, Noregur, Spánn, Sviss, Júgóslavia og Ungverjaland í karla- marki við á 117. mín. eftir sendingu frá Karl-Heinz Rummenigge. Spennan var í hámarki og leikmenn 2. deildarliðsins sóttu stift að marki Bayem. Það var eins og dómarinn hefði beðið eftir marki Bayern — hann flautaði Ieikinn ekki af fyrr en eftir 122. min. en þá lá knötturinn i netinu hjá Bayem. • 6—6.... Hinn 18 ára Olaf Thonskor- aði sitt þriðja mark — við geysilegan fögnuð áhorfenda. Spennan var svo mikil að enginn áhorfandi fór út af veQ- inum fyrr en dómarinn var búinn að flauta til leiksloka. Þá braust út mikill fögnuður og áhorfendur klöppuöu leik- mönnum liðanna Iof í lófa. Þeir höfðu veitt þeim mikla ánægju á blautum vellinum — sýnt allt það sem einn knattspymuleikur hefur upp á að bjóöa. flokki. I kvennaflokki Danmörk, Finnland, Frakkland, HoIIand, Rúmenía, Svíþjóð, Júgóslavía og Ung- verjaland. • C-riðillinn, þar sem lökustu frjáls- íþróttaþjóðir Evrópu keppa, er tvískiptur. Annar eins og áður segir í Reykjavík. Hinn C-riðill 1 í Schwechat í Austurríki 10. og 11. ágúst. Þar keppa Austurríki, Luxemborg, Holland, Portúgal og Rúmenía í karlaflokki. Austurríki, Grikkland, Portúgal, Spánn og Sviss í kvennaflokki. • I fjölþrautum, tugþraut karla og sjöþraut kvenna, er Island í C-riðli 2. Keppnisstaður hefur ekki verið ákveðinn. I tugþraut er Island með Danmörku, Irlandi, Hollandi og Sviþ jóð í riðli en í s jöþraut með Noregi, Danmörku, Póllandi og Irlandi. -bsim. -HO/-SOS Evrópuriðill í Reykjavík — ífrjálsum íþróttum 1985 Gary Bailey varði vel... England og Spánn íúrslit ÍEM 21 Það verða Englendingar og Spán- verjar sem leika tB úrslita í Evrópu- keppni landsliða — skipað Ieikmönnum 21 árs og yngri. Englendingar komust áfram á samanlagðri markatölu 3—2 — þeir töpuðu fyrir Itölum í Flórens í gær- kvöldi í miklum spennuleik. ítalar fengu gullið tækifæri til að skora sitt annaö mark rétt fyrir leikslok, en þeim brást bogalistin. Ef Italar höfðu skorað annað mark þá hefðu þeir farið áfram — á úti- markinu, sem þeir skoraðu í Englandi. Gary Bailey, markvörður Manchester United, varði mjög vei i leiknum. . Spánverjar unnu öraggan sigur 2—0 yfir Júgóslövum í Malaga og samanlagt nnnn þeir 3—9. -SOS Austurríki vannfyrsta HM-sigurínn Austurrikismenn urðu fyrstir Evrópu- þjóða tU aö vinna sigur í undankeppninni fyrir HM í Mexikó. Þeir lögðu Kýpurbúa að velli 2—1 í Nicosia í gærkvöldi. 15 þús. áhorfendur sáu leikinn og skoraði Projaska, fyrirliði Austurríks, sigur- markið á 74. min. — hans tíunda mark í 72 landsleikjum fyrir Austurríki. Gisinger skoraði fyrst I—0 fyrir Austurriki á 37. mín. en Christoforou jafnaði 1—1 fyrir heimamenn á 72. min. Ungverjar og Hollendingar Ieika í sama riðli og Austurríkismenn og Kýpurbúar. -SOS Jafntefli á Melavelli Víkingur og Armann gerðu jafntefli 1—1 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi á Mela vellinum. Armenning- ar sáu um að skora bæði mörkin. Næsti Ieikur mótsins verður í kvöld. Valur og Þróttur leika kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.