Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMIUDAGUR3. MAtm4„
PANTANIR
SÍMI13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Opið laugardag__
AKUREYRINGAR!
VIÐ FÆRUM
YKKUR
GERIST ÁSKRIFENDURI
ASKRIFTARSÍMINN A AKUREYRIER 25013.
Afgreiðsla okkar,
SKIPAGÖTU 13,
ar opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga
kl. 11-13.
ATHUGIÐ/ Blaðamaður OV á Akur- ayri, Jón Baktvin Halldón- $on, hafur aðsatur á sama
stað. Vinnusimi hans ar 26613. haimasimi26365.
Afgreiðsla — ritstjórn,
Skipagötu 13 — Akureyri.
E3 I BYGGlNGAVÖBUBl
Hjá okkur færðu allt sem þarf
til breytinga eða nýbygginga.
Staðgreiðsluafsláttur eða ótrúlega
hagstæðir greiðsluskilmálar.
Útborgun allt niður í
20%
og lánstími allt að 6 mánuðum
„#-»•*■****
^Z^
Komið og kynnið ykkur vöruúrvalið.
Málning
og málningar
Flisar. blöndunartœki og
hrainlaatiitoaki i miklu úrvali.
Gólfdúkar —
gólfkorkur
Portúgalakur gólfkorkur *
mjög hagstaaöu varöi.
Parket — panill —
spónlagðar þiljur.
Sœntka gaaöaparketið frá
Tarkett
ar tilbúið til lagningar
og fulliakkað.
Opið
Gólfteppi og atak-
ar mottur i miklu
úrvali
Mánud. — fimmtud. kl. 9—18
Föstudaga kl. 9—19
Laugardaga kl. 9—12
Q3 ibybgingavöbBrI
Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)
Byggúig^ivörur. 28 - 600 Harðviðarsala........ 28-604 Sölustjóri. 28-693
Gólfteppi......28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28-605 Skrifstofa. 28-620
mmmmmmmmmm Flísar- og hreinlætistæki. . .28-430 ■■■■■■■
Menning Menning Menning
Afmælistónleikar
Alliance Francaise
Tónlei<ar Pierra Laniau gftarieicara á vegum Alli-
ance Francatse í Norrœna húsintj 28. april
Efnisskrá; Luys de Narvaez: Tilbrigði við Gar-
dame las vacas; Jean-Philippe Rameau: Alle-
mande, Tambourin, les Tricotets; Johann
Sebastian Bach: Prelúdia og fúga f g-moll BWV
1000; Fernando Sor: Adagio og Rondo op. 22;
Maurice Ohana: Planh et Aube; Joachin
Rodrigo: En k» Tregaies; Erik Satie: Premiere
Gymnopódie, Gnossienne no. 1,2 og 3, Je te
veux, La Diva de l'Empire.
Upp á eitt hundrað ára afmæli sitt
heldur Alliance Francaise með ýmsum
hætti. Fyrirlestrar, kvikmyndasýning-
ar og tónleikar — undir síöasttalda
liðnum voru tónleikar Pierre Laniau,
gítarleikara í Norræna húsinu. Þótt
ungur sé að árum er Laniau þekktur
víöa um lönd, sérstaklega fyrir leik
sinn og umskriftir á píanóverkum
Eriks Satie og það aö leika á tíu
strengja gítar.
Tíu strengir —
til hvers?
Fyrri hluti efnisskrárinnar var
helgaður hefðbundinni gítarmúsík.
Allt vel þekkt verk, utan Planh et Aube
eftir Maurice Ohana. Hann þekkir vel
til gítarsins sem birtist í hljómrænni
samsetningu þess sem hann skrifar, en
feiminn viröist hann vera við að láta
gítarinn syngja melódíu eins og alltítt
er um nútímahöfunda sem fyrir gítar
skrifa. Lítt þurfti Laniau á viðbótar-
Pierre Laniau.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
strengjunum f jórum að halda í þessari
músík, og þar sem tilefnið virtist helst
gefast í Prelúdíu og fúgu Bachs lék
hann eins og hann hefði ekki nema úr
þessum venjulegu sex strengjum að
spila. Raunar nefnist „lútuversionin”
jafnan aöeins fúga og er leikin í g-moll,
og eru prelúdían og fúgan jafnan
leiknar.í einum rykk. Orgelversionin,
sem líklega er sú upprunalega, hefur
prelúdíuna aðskilda og nefnist
Prelúdía og fúga og er í d-moll. Einnig
er til fiðluversion af þessari margum-
ræddu prelúdíu og fúgu sem ber
skráningarnúmeriö þúsund.
Að koma húmor
til skiia, óbrengiuðum
Mörg þekktustu verk gítarbók-
menntanna eru að uppruna til píanó-
verk sem hafa orðið aö sígildum gítar-
verkum í snilldarlegum umskriftum.
Píanó og sönglög Saties virðast ekki
við fyrstu sýn árennileg til umskrifta
fyrir gítar. Eg vænti að umskriftirnar
séu Laniaus þótt þess væri ekki getið í
efnisskrá. Bæði þær og leikurinn voru
snilldarvel unnin. Það er í raun ótrú-
legt hversu óbrenglaður Satie kemst í
gegnum þessi umskipti. Sá sem kemur
húmomum í söng eins og La Diva de
l’Empire, án þess aö hafa blæbrigöi
textans og slagkraft píanósins sér til
hjálpar, óbrengluöum til skila er snjall
— já.geysisnjall.
EM.
SKAGHRSKA
SÖNGSVEITIN
Samsöngur Skagfirsku söngsveitarinnar I
Austurbœjarbíói 28. aprfl.
Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson.
Píanóleikari: Ólafur Vignir Albertsson.
Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson.
I rúma tylft ára hefur Skagfirska
söngsveitin sungið undir stjóm eins og
sama stjómanda, Snæbjargar Snæ-
bjarnardóttur, eöa allt frá stofnun
hennar. Sýslumörk Skagafjarðar hafa
meö tilkomu kórsins teygst vestur
suöur og austur um, að minnsta kosti
austur að Markarfljót’ — kannski
lengra og jafnvel ámóta langt í aðrar
áttir. En nú hefur nýr söngstjóri tekið
viö, Björgvin Þ. Valdimarsson, sem
um árabil stjómaöi Samkór Selfoss.
Ráð sem vel
reynast
Ekki fer hjá því að í einhverju verði
breyting þegar nýr stjómandi tekur
viö, þótt áfram eimi eftir af vinnu-
brögðum þess sem fyrir var og skýrt
mótaði stílinn. Verkefnaval er hins
vegar með nokkurn veginn sama sniði
og áöur — meira og minna sígræn-
ingjar kórbókanna. Lög sem
áheyrendur þekkja, kunna vel aö meta
og söngfólkiö er ekki feimið við að
syngja.
Skagfirska söngsveitin brá á sama
ráð og nokkrir fleiri kórar — aö fá til
liðs við sig Kristin Sigmundsson. Hafa
þau ráö reynst vel og enginn verið af
svikinn. Kristin munar líkast til ekki
um aö syngja sóló með einum til
tveimur kómm á dag og söngur hans
með öllum kómnum hefur verið alveg
frábær. En það er spurning hversu
marga einsöngva markaðurinn þolir
og víst væri slæmt til þess að vita að
svo mikiU úrvalssöngvari væri ofnýtt-
ur. Fyrir suma er okkar stóra söng-
land kannski of litiö.
Varla er það
skagfirskt reiðlag
Löngum hefur Olafur Vignir Alberts-
son verið dyggur stuðningsmaður
Skagfirsku söngsveitarinnar. Ekki
aðeins hefur hann leikið með í stöku
lögum, til skrauts, heldur hefur sveitin
jafnan stuöst viö leik hans í
meginhluta samsöngva sinna. Nú var
Olafur aftur á móti í hlutverki spari-
aöstoðarmannsins. Allt í einu er sú
skagfirska farin að syngja megnið af
prógrammi sínu „a cappella”. Það
held ég að hafi verið misráðið því aö í
staö þess að geysast á flugskeiöi við
þétt taumhald stjómanda og undir-
leikara (sem ekki þurfti að berja fóta-
stokkinn) er hún farin aö lulla. Og vei
þeim manni sem dirfðist aö kalla slíkt
skagfirsktreiðlag! eM