Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 3. MAI1984.
Súla þessi er i brúnni. Kafarinn, Erlendur Kristjánsson, giskar á að þetta sé
fótur undir dýptarmæii.
Kafað var frá fiskiskipinu Vestra BA—63 um páskana. Skipstjórinn,
Kristinn J. Cuðjónsson, er i brúnni. Vinstra megin má sjá Stefán
Hjartarson sem fór vestur með videotökuvél og Ijóskastara til myndatöku
neðansjávar.
Ásgeir Einarsson búinn undir köfun. Davið Hallgrimsson athugar súrefniskútana.
Fjórir f ramtakssamir Patreksf irðingar:
HYGGJAST NÁ SER-
MELIK UPP AF
40 METRA DÝPI
— neðansjávarmyndir teknar af grænlenska togaranum sem
sökk f mynni Patreksf jarðar fyrir þremur árum
Erlendur Kristjánsson að leggja i köfun niður að Sermelik sem liggur
fjörutiu metrum neðar.
Fjórir framtakssamir Patreks-
firöingar stefna aö því aö koma græn-
lenska rækjutogaranum Sermelik á
veiðar á ný. Og hvað er svona merki-
legt viö þaö? kynni einhver að spyrja.
Jú. Undanfarin þrjú ár hefur Sermelik
legiö á hafsbotni í mynni Patreksf jarö-
ar — á f jörutíu metra dýpi.
„Viö stefnum aö því aö ná honum
upp og koma honum á veiöar,” sagöi
Sigurður Viggósson, einn f jórmenning-
anna, í samtali viö DV. Siguröur er
framkvæmdastjóri Tölvuþjónustu
Vestfjaröa. Meö honum í hópnum eru
Erlendur Kristjánsson rafvirkjameist-
ari, Asgeir Einarsson bifreiðarstjóri
og Jón Magnússon útgeröarmaöur.
Sermelik liggur á sandbotni um eina
og hálfa sjómílu norðvestur af Blakk-
nesi í mynni Patreksfjarðar. Skipiö
liggur á annarri síðunni og hallar 45 til
50 gráöur. Kjölur þess nemur við botn.
,JSérfræöingar okkar telja aö þaö sé
góður möguleiki að ná honum upp. Við
stefnum aö því aö gera þaö i sumar, í
júníeöa júlí.
Aöferöin er sú að fá flotpramma meö
mikilli lyftigetu, fleyta togaranum inn
á grynnra vatn og draga hann inn aö
f jöru viö kauptúnið. Slíkur prammi er
til á Islandi,” sagöi Siguröur.
Sermelik sökk í vonskuveöri þann 22.
mars áriö 1981. Einn maður, skipstjór-
inn, fórst en níu menn björguðust.
Stýrimaður grænlenska rækjutogar-
ans sagöi í samtali við Dagblaöiö
daginn eftir slysiö:
„Það bilaöi hjá okkur öryggisloki og
þannig komst sjór inn á vinnsludekkið.
Skipiö fór fljótlega á hliöina og voru
allar tilraunir okkar til aö rétta þaö af
árangurslausar. Eg tel aö þessi bilun
og nokkur ísing haf i valdiö veltunni. ”
Þeir Erlendur Kristjánsson og As-
geir Einarsson hafa undanfarin þrjú
sumur margsinnis kafaö niður í
Sermelik. Aö sögn Sigurðar Viggós-
sonar hafa þeir ekki fundið merki þess
aö fyrmefndur öryggisloki hafi bilaö.
Telja þeir aö ísing hafi veriö meginor-
sök þess aö togarinn fór á hliðina.
Fljótlega eftir að Sermelik sökk
geröu þeir Siguröur, Erlendur og As-
geir tilboö í skipió til norsks trygginga-
félags. Ari síöar, vorið 1982, keyptu
þeir rækjutogarann, þar sem hann lá á
botninum, fyrir lítið verö. Síöar bættist
Jón Magnússon útgerðarmaður í hóp-
inn.
Þeir félagar hafa rækilega kannaö
skipiö. Um páskana köfuöu þeir niður
meö neðansjávarmyndavél og leiftur-
ljós og tóku þær myndir sem hér birt-
ast. Mikið myrkur er þarna niöri og því
náöist aðeins lítiö svæöi á hverja
mynd.
„Vélfræðingar segja aö ailar vélar
eigi aö vera í lagi þótt þær hafi legið í
sjó þennan tíma. Tæring byrjar hins
vegar um leið og þær koma upp á yfir-
borö, ísúrefni.
Rafkerfi er ónýtt. Sömuleiðis megin-
hluti rafbúnaöar í brú. Við náöum
nokkrum tækjum upp úr skipinu ífyrra
og hittifyrra og þau voru í lagi, svo
sem utanborösmótor. Hann fór strax í
gang,” sagöi Sigurður.
Hann sagði aö Sermelik væri um 54
metrar aö lengd. Skipið heföi verið
endursmíöaö áriö 1980. Upphaflega
heföi þaö verið smíðaö áriö 1950 sem
hvalveiöiskip í Norðurhöfum. Því væri
þykkt og gott stál í skipinu.
„Viö höfum annars vegar veriö að
hugsa um aö bjarga úr togaranum eöa
bjarga honum alveg. Núna stefnum við
aö því að ná honum upp. Þaö er talið aö
hægt sé aö koma honum aftur á veiöar
fyrir mun minna verð en kostar að
kaupa sambærilegt skip. Hreinsun á
skipinu, vélum og tækjum er ekki talin
mjög dýr. Gróöur hefur litillega sest á
þaö en hann er laus og hægt aö
strjúka hann af meö höndunum,” sagöi
Siguröur Viggósson.
-KMU.
Froskmaður við Sermelik á 37metra dýpi imynni Patreksfjarðar.
Skipsskrúfan. Myndin var tekin af sjónvarpsskjá en kafararnir tóku einnig videomynd á hafsbotninum.