Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 3. MAl 1984. 9 Útlönd Útlönd Breskur tundurspillir laskaður eftir árás Argentínumanna við Falklandseyjar en einn þingmanna Verkamannaflokksins segir Thatcher hafa iogið að þingheimi varðandi Falklandseyjastríðið. VIKIÐ AF ÞINGI FYRIR AÐ SEGJA THATCHER UÚGA Einn af þingmönnum Verkamanna- flokksins neitaöi að taka aftur ummæli sín um að Margaret Thatcher væri lygari og hefur honum verið vísað af þingi í fimm daga, samkvæmt þing- heföum Breta. Tam Dalyell haföi í umræðum í neðri málstofunni gagnrýnt framgöngu Thatcherstjórnarinnar í deilunni við Argentínu um Falklandseyjar. Einkanlega þótti honiun illa haldið á málinu þegar Perú leitaðist við að hafa milligöngu um aö koma á sáttum Argentínumanna og Breta eftir innrás Argentínu á eyjarnar. Sagði þingmaöurinn að Cecil Perkin- son, sem var viðskiptamálaráöherra þá, hefði vitaö um sáttaviðleitni Perú þegar hann fyrirskipaði aö argentínska herskipinu Belgrano hers- höföingja skyldi sökkt. Dalyell hélt því fram að það afhjúp- aði að forsætisráðherrann heföi logiö að þingheimi um máUö. — Hún hefði sagt að breska herliðiö hefði verið undir stöðugri hættu af argentínska herskipinu og um friðarviðleitni Perú heföi ekki verið vitað fyrr en eftir aö því var sökkt. Faðirinn með æxli viðheilann Hinn sjötugi faðir söngvarans Marvins Gaye er sagður vera með æxli við heilann og heldur réttargæslu- maður hans þvi fram aö það geti haft áhrif á geröir hans. Lögfræðingurinn segir að æxliö sé lífshættulegt. Séra Marvin Gay eldri er ákærður fyrir aö hafa myrt son sinn, söngvar- ann, í deilu á heimili eldri hjónanna í Los Angeles. Lögreglan heldur því fram að söngvarinn (sem bætti e-i aftan viö föðurnafnið, þegar hann gerðist frægur söngvari) hafi beöiö bana af völdum tveggja skotsára sem faðir hans veitti honum. 47 BJARGAÐ ÚR ÞYRLU í NORDURSJÓ Bresk þyrla neyddist til þess að nauölenda í Norðursjónum í gær en öllum mönnunum 47, sem um borö voru, var bjargaö. Þyrlan var aö ferja mannskap til lands frá olíu- borpalli þegar vélarbilun varð í henni. Sex skip og fimm þyrlur aðrar hrööuðu sér á slysstaðinn um 100 mílur austur af Shetlands- eyjum. Sumir höfðu komist í björgunarbáta en aðrir héngu enn á þyrlunni þegar aö var komið en veöur var stillt og sjólag gott. Seg/st hafa auð mýkt Gaddafi Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Breta, segir, að Bretland hafi auðmýkt Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, meö því aö rjúfa stjórnmála- tengsl við Líbýu og vísa úr landi starfs- fólki líbýska sendiráösins í London. I þeim hópi er talinn vera moröingi lögreglukonunnar ungu, sem auk tíu annarra varð fyrir skothrinu úr vél- byssu er einhver skaut af úr glugga á sendiráðinu. Við leit í sendiráöinu um helgina fann lögreglan nokkur skQtyopn.en ekki vélbyssuna. Hins vegar fann hún tómt skothylki úr vélbyssu þeirrar stærðar sem um gæti veriö að ræöa og jafnframt púðurreykmerki á karmi gluggans sem skotiö var úr. I Líbýu hefur Gaddafi boriö á móti því að sendiráðsfólkið hafi skotið á mótmælahópinn fyrir utan sendiráöiö í London á dögunum og segir að breska lögreglan hafi komiö skotvopnunum fyrir í sendiráðinu til þess síðan að .þýkjast finna þau þar. TRÚLOFUNA RHR/NGA R Við bjóðum fína aðstöðu til að velja flotta hringa. Afgreiðum hringana samdægurs. Ath., höfum mjög góða pöntunar- þjónustu ef um sérpantaða hringa er að ræða. Sérpöntun tekur ca 1 viku. Þeir bera af hringarnir frá Jóni og Óskari. Sendum litmyndalista Póstsendum Jón og Óskar Laugavegi 70 — Sími 24910. Á TIIBOÐ 3.MAÍ til 16.MAÍ eiðbeinandi 1 másöluuerð ' > Tilboð 1725 I3a m 15* cSóO,55ía|SS 1 19» 15- W1 IS»j TnGLkífici : r OY[KSLUN“<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.