Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR
103. TBL. — 74. og 10. ARG. — LAUGARDAGUR 5. MAI 1984.
Lögreglumenn fylgjast með skotmanninum i gærkvöldi. Myndin er tekin á Mýrargötu við Danielsslipp.
DV-mynd-Sveinn.
Víkingasveit lögreglunnar gekk móti skothríðinni:
Handtekinn eftir skot-
bardaga í vesturbænum
maður með haglabyssu skaut að lögreglunni og Ijósmyndara DV í gærkvöldi
Ær maöur bóf skothríö laust fyrir
klukkan tíu í gærkvöldi á mótum
Vesturgötu og Framnesvegar. Lög-
reglunni barst tilkynning um að þar
færi maður, vopnaður haglabyssu, og
skyti hann á allt sem í kringum hann
væri. Fólk var ekki á ferli á götunni
þegar þetta gerðist, eftir því sem best
er vitað.
Frá Vesturgötunni hélt skotmaöur-
inn síðan áleiðis niður í slippinn á
Grandanum, sem í daglegu tali er
nefndur Daníelsslippur. Þegar ljós-
myndari DV kom þar að örskömmu
síðar og hugöist fara út úr bíl sínum til
myndatöku hóf skotmaöurinn skothríð
að honum og fékk hann högl í andlitið
og sömuleiðis varð bifreið hans fyrir
höglum án þess að teljandi tjón hlytist
af.
Lögreglan umkringdi þegar Daníels-
slippinn og víkingasveit lögreglunnar
var kölluð út. Hafinn var undirbúning-
ur að því að svæla manninn út úr bátn-
um Jóni Jónssyni með táragasi en þar
var talið að hann hefði falið sig. Ekki
kom til þess en víkingasveitin réöst til
uppgöngu í bátinn og mætti þá hagla-
skothríð byssumannsins en lét þaö ekki
á sig fá og hélt áfram för sinni að
manninum og tókst aö lokum að ná til
hans og yfirbuga hann. Maöurinn var
færöur í geymslur lögreglunnar, en
þegar DV fór í prentun í gærkvöldi var
ekki ljóst hvað valdið heföi æði manns-
ins.
Lét skotin dynja á lögreglubflnum
„Eg kom akandi niður Bræðra-
borgarstíginn og beygði inn Vestur-
götu og kom þá auga á manninn þar
sem hann stóð með haglabyssuna. Ég
stoppaöi og ætlaöi út en hann benti mér
strax meö byssunni að halda áfram,”
sagöi Einar Kristjánsson sem strax sá
til ferða byssumannsins í gærkvöldi.
Og Einar heldur áfram lýsingu sinni:
„Eg þori ekki annaö en að halda
áfram en þá sé ég að næsti bíll á eftir
mér er lögreglubíll. Ég stoppa því
aftur og sé að lögreglumaöur opnar
hurðina en þá hefur maðurinn þegar í
stað skothríð á lögreglubílinn. Lögregl-
an bakkar þá strax upp í næstu götu. Eg
næ síðan loks tali af lögreglunni eftir
aö maðurinn er hlaupinn niður í slipp.
Þeir vildu í fyrstu ekki hlusta á mig en
lögðu loks trúnaö á frásögn mína og
hófu eftirför í slippinn,” sagði Einar
Kristjánsson.
óm.
Söngvakeppni sjönvarpsstööva
HV
(, III.
sjá atkvæöaseðil si bls. 2