Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 14
14
DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984.
ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN
Norræna rokkhátíöin, sem hald-
in er í samvinnu viö listahátið,
verður i Laugardalshöllinni 3. júni
nk. og munu sex hljómsveitir
koma fram, ein frá hverju Norður-
landanna og tvær islenskar
hljómsveitir, Vonbrigði og Þursa-
flokkurinn. Nú er áformað að
halda svona hátiðir á öllum hinum
Norðurlöndunum.
Vonbrigði mun ekki hafa komið
fram í tvo mánuði er hátíðin
verður þar sem þeir eru nú að æfa
upp nýtt prógramm fyrir þessa
tónleika en Þursaflokkurinn
stefnir á plötuútgáfu á þessum
tíma og eru þeir nú í stúdíói. Rokk-
spildan hefur heyrt að á þessum
tónleikum muni Karl Sighvatsson
koma fram með Þursum á nýjan
leik.
Hvað norrænu hljómsveitirnar
varöar þá kemur kvennahljóm-
sveitin Clinic Q frá Danmörku en
hún er óðum að skipa sér sess sem
þekktasta hljómsveit Dana þessa
dagana og hefur CBS gefið út eina
plötu meö þeim en önnur mun
vera í smíðum. Grýlumar munu
hafa komið fram með stúlkunum í
Clinic Q er þær voru í Danmörku á
sínumtíma.
Frá Noregi kemur hljómsveitin
Circus Modern sem fengið hefur
góða dóma að undanförnu í norsku
pressunni og eru miklar vonir
bundnar viö þessa sveit þar í bæ.
Einn af meðlimum Circus er úr
hljómsveitinni Kjött sem var ein
helsta pönkrokksveit Norðmanna
á árunum eftir 1980.
Frá Svíþjóð kemur hljómsveitin
Imperiet sem sprottin er úr
„Utangarðsmönnum” þeirra
Svía, hljómsveitinni Ebba Grön.
Sæuska hljómsveitin Imperiet.
f
Ikarus-
platan
Ný plata með hljómsveit-
inni Ikarusi var gefin út um
helgina. Hún ber heitið Rás
5—20 og skartar ýmsum
„perlum”, eins og lögunum
Berti blanki og MX Geir.
Ekki eru áformaðir
tónleikar hjá Ikarusi fyrsta
kastið þar sem Þorlákur
Kristinsson er í Þýskalandi
þessa dagana og ekki ljóst
hvenær hann kemur í sumar,
en heyrst hefur að aðrir
meðiimir sveitarinnar verði
meö óvæntar uppákomur í
kjölfar útgáfunnar.
Vonbrigði og Þursaf lokkur verða á norrænu
rokkhátíðinni:
Fleiri
hátíðir
á Norður-
löndum
Þessi hljómsveit er nú á viða-
miklu tónieikaferðalagi um öll
Norðurlöndin og lýkur því ferða-
lagi hér í Reykjavík þann 3. júní
nk. Hljómsveitin hefur þegar gefið
út tvær plötur, en er einkum þekkt
fyrir beinskeytta texta.
Frá Finnlandi kemur hljóm-
sveitin Hefty Load sem er sex
manna sveit og skartar m.a.
saxófónleikara.
Tónlist hennar er undir miklum
fönk-áhrifum og er hún, að sögn
kunnugra, örugglega ein fremsta
hljómsveit á Norðurlöndum á því
sviði.
Nýlega kom út fyrsta plata
sveitarinnar en „pródúsent” á
henni var Jimi Sumen sem sumir
muna ef til vill eftir úr Classix
Nouveaux. Eitt laganna á þessari
plötu hefur nú náð í 5. sæti breska
Independant-listans.
„Rokkhátíð þessi er að mörgu
leyti þýöingarmikil fyrir íslenska
,tónlistarmenn. Þetta er fyrsta
hátíð sinnar tegundar og sem slík
á hún þátt í að koma á auknu sam-
starfi milli landanna á þessu
sviöi, samstarfi sem ekki hefur
verið til staðar áður,” sagði
Ásmundur Jónsson í samtali við
Rokkspilduna en hann er einn af
skipulegg jendum hátíðarinnar.
„Þessi hátíð kemur til með að
verða mikilvæg fyrir okkur því í
framhaldi af henni verður efnt til
fleiri hátíöa á öllum hinum
Norðurlöndunum,” sagði hann.
-FRI
Norska hljómsveitin Circus
Modern.
Bergþór og Rúnar halda áfram með Egó:
„Búnir að stofna blúsband”
Þungarokkstónleikar
íSafari:
Kröfu-
pass
Þungarokk hefur notið vax-
andi vinsælda hérlendis að
undanförnu eins og stofnun
Skarr ber með sér, þ.e.-
þungarokksklúbbsins, og
hefur aðsóknin í Safari á
tónlistarkvöldin þar verið
einna best ef boðið er upp á
hljómsveitir á þessu sviði.
Tvær slíkar sleiktu
hljóðfærin fyrir rúmri viku,
annars vegar hljómsveitin
Pass úr Mosfellssveit sem
lítið hefur heyrst til í ár og
hins vegar Drýsill sem nokk-
uð hefur borið á undanfarna
mánuði.
Pass hóf leikinn með
dúndrandi keyrslu, hefur
greinilega bæði hörkuna og
„innyflin” til að standa í
þessu en tónlistin er á
köflum mjög á ...„hvar hef ég
heyrt þessa frasa áöur?...”
nótunum, til dæmis sagði
einn kunningi minn í miðju
kafi eins af hraðskreiðari lög-
unum: „Eins og Marillion á
120 snúningum.”
Trommuleikur og gítar í
sumum „riffunum” báru af
hjá Pass og á heildina litið
hefur hljómsveitin „spilin”
til að bera þótt nafnið bendi
til annars, nema þetta sé
kröfupass hjá henni.
Drýsill keyrir meira á út-
litið en Pass, mun meira
leður og króm á sviðinu,
hljómsveitin tók til við að
berja á hlustum viðstaddra,
yfirvegaðri og rólegri í tíð-
inni en Pass, svona svipað og
„Whitesnake” ef við teljum
Pass á „Iron Maiden” lín-
unni.
Sterkasta tromp Drýsils er
söngvarinn Eiríkur, rödd
sem getur „rifið” hvaða
hlustir sem er, en á íslenskan
mælikvarða er hljómsveitin
traust enda skipuð flestum
„aðalbrýnunum” sem komið
hafa við sögu á undanfömum
árum. Þeirra þungarokk sver
sig meir i ætt við hart og gott
rock’n’roll fremur en annað
sem kannski er því að kenna
að kerfið sem notast er við er
ekki beint sniðið að þessari
tegund tónlistar þótt Bjama
Friðrikssyni í hljóöblöndun-
inni hafi tekist ótrúlega vel
að koma „þungarokks-
hljómnum” til skila út í sal
án þess að úr yrði einn þéttur
hávaðaveggur. -FRI
Rúnar Erlingsson og,
Bergþór Morthens ætla að
halda áfram með hljóm-
sveitina Egó og eru þeir nú
að leita að mönnum til að
fylla upp í skörðin. Ýmis-
legt annað er einnig á döf-
inni hjá þeim eins og fram
kemur í eftirfarandi viðtali
sem tekið var „Hjá
Kokknum” á Laugavegi
meðan viðkomandi
slöfruðu í sig súpu og
styrktan pilsner.
„Við erum búnir að stofna blús-
band sem í eru við tveir og Siggi
Bjóla en Siggi ætlar að syngja og
spila á trommur,” byrja þeir á að
segja rokkspildunni sem svelgist á
súpunni viö að heyra tíðindin.
„Ekki gera grín að þessu, þetta
er háalvarlegt atriöi og við höfum [
þegar fengið „gig” íFæreyjum.”
I alvöru?
„Það er í athugun. Siggi reddaöi í
því. Við fórum að kíkja á trommu-1
settiö hans um daginn og það^
reyndist ein 16 tommu bassa-
tromma, einn hyatt og einn simbal •
en hann var jafnvel að spá í aö
setja sneril framan við það,”
segja þeir og brosa.
Fram kemur í umræðunum að
viökomandi blúsband er ekki farið
að æfa neitt ennþá því Siggi er
búinn að vera svo önnum kafinn í
Broadway en drög að æfingum eru
komin eins og þeir orða það.
En hvað er að gerast í Egó-
dæminu eftir að Bubbi hætti og
nýja platan kom út?
„Við höldum áfram meö Egó.
Að vísu er ekkert komið á hreint
hvaða mannskapur verður með.
Þau mál öll eru á viðkvæmu stigi
og ekki hægt að greina frá neinum
án þess að koma við taugar ann-
arra,” segja þeir og bæta því svo
við að allir sem þeir hafi haft sam-
band við séu mjög jákvæðir á þátt-
töku í hljómsveitinni.
Verður ekki erfitt að fylla skarö
söngvarans?
„Við höfum verið að velta fyrir
okkur tveimur nöfnum, karl-
mannsnöfnum, en einnig hefur
verið fleygt í okkur einu/tveimur
kvenmannsnöfnum en þar sem viö
erum mikil karlrembusvín, eins
og fram kemur á plötunni, verður
karlsöngvari ráðinn.”
Það sem ég átti við var hvort
ekki væri erfitt að finna einhvern
til að fara í spor Bubba?
„Áttu við fyrir okkur eða
viðkomandi söngvara?”
Bæði?
„Það er kannski ekkert erfitt
fyrir okkur en margir sem við
höfum rætt við eru ragir við aö
taka viðaf Bubba.
Málið er hins vegar það að með
nýrri liöskipan kemur alveg nýtt
prógramm og við höfum algjör-
lega sagt skiliö við fortíðina þó við
höldum nafninu áfram. En það er
ekkert öruggt og kannski skiptum
viðeinnig umnafn,” segjaþeir.
„Við erum að spá í að byggja
upp prógramm þar sem byggt er á
liðsheildinni en leiðtogakerfið
verður látið róa. Leiðtogi er svo
sem nauðsynlegur í þessum hópi
en enginn slíkur verður til staðar á
sviðinu skulum við seg ja.”
Hvað tónlistina varðar benda
þeir á að þeir hafi samið öll lögin á
nýju plötunni og þótt tónlistin
komi til með að taka breytingum
með nýjum mönnum þá sé efniö af
plötunni nýtt fyrir þá og þeir hafi
áhuga á að þróa það efni áfram.
Þeir reikna með að þetta taki
nokkum tíma þannig að Egó mun
ekki þvælast fyrir þessum fimm
„sumarferðum” eða svo sem rúlla
munu um landið í sumar.