Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á hluta í Hraunteigi 15, þingl. eign Helgu Laxdal, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Hjaltabakka 14, tal. eign Diöriks Hjörleifssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Teigaseli 3, þingl. eign Ellenar Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Sigur- mars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Þangbakka 8—10, þingl. eign Tryggva Marteinssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Eirikssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kóngsbakka 2, tal. eign Þorsteins Hanssonar, fer fram eftir kröfu Sig- urðar Georgssonar hdl. og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Kleif- arseli 16, tal. eign Þorbjörns Guðbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Iön- aöarbanka tslands hf. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 8. maí 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Skólavörðustíg 18, þingl. eign Magnúsar Guðmundssonar, fer fram eft- ir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Eyja-4 bakka 10, þingl. eign Steinunnar S. Björnsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðunqaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbLLögbirtingablaðs 1984 á Grjótaseli 9, þingl. eign Guðmundar H. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Borgartúni 19, þingl. eign Birgis Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ævars Guðmunds- sonar hdl., Benedikts Ólafssonar hdl., Baldvins Jónssonar hrl., Út- vegsbanka íslands, Veðdeildar Landsbankans, Iðnaöarbanka íslands hf. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Skeggjagötu 8, þingl. eign Árna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. maí 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kristnir menn voru frá upphafi jarðsettir innan um Gyðinga i katakombunum i Róm, en graf- arumbuðir þeirra og áletranir voru ekkiað- greindar frá um- búnaði Gyðinga fyrr en 180. VPPHAF OG tTBREIÐSLA KRISTIAWMS í RÓMAVELDI Uppkoma kristindómsins og hvernig hann breiddist út og varð síðast alls- ráðandi í Rómaveldi er eitt furðuleg- asta og áhugaverðasta fyrirbæri veraldarsögunnar. En það er margt mjög óljóst í því efni og furöulegur skortur á heimildum og fornleifum sveipar þá þróun dul ráögátunnar. Tengsl kristindóms og Gyðingdóms voru sennilega meiri og stóðu lengur en álitiðhefurverið. Einn áhugaveröasti þáttur veraldar- sögunnar er uppkoma kristindómsins. I aldir hefur það verið merkilegasta viðfangsefni fræðimanna í brennandi leit, á engu sviði hefur veriö hugsað og skrifað jafn mikið, nútíma sagnfræði og fomleifafræði sífellt á höttunum eftir einhverju sem varpað gæti ljósi á máiið. En afraksturinn er rýr. Samtíma sögulegar heimildir um ævi Jesúsar og postulanna finnast engar og áratuga leit í fornleifum að einhverjum kristn- um leifum hefur engan árangur borið. Nýja testamentið er því eitt til frá- sagnar, guöspjöll um starf Jesúsar, postulasaga, bréfin og Opinberunar- bókin um frumkirkjuna, en á þeim eru ýmsir vankantar. Þau eru ekki raunsæ sögurit, heldur mest trúarlegar hug- leiöingar og stefnumörkun, skortir rökvísan söguþráð og tímamarkanir, sem verður að túlka út frá ýmiskonar smáatriðum í óljósum texta. V iö vitum nær ekkert með vissu, hvernig þessi rit urðu til, hverjir skrif- uðu.þau eða hvenær. Þau voru varla rituð fyrr en undir aldamót 100 og ekki með vissu í núverandi mynd fyrr en um 150. Má finna merki þess að síðari tíma viðhorf og trúardeilur hafi ráðið orðalagi texta. Inn í myndina koma svo fjölmörg önnur trúarrit, heilu viðbótarguðspjöllin, bréf og opinberunarbækur, sem fengu ekki viðurkenningu af einhverjum ástæðum, trúarstefnulegum, sem menn skilja nú ekki til fulls, en gætu sögulega verið jafngild viðurkenndu guðspjöllunum. Þá koma sjálfstæð trúarrit austrænna kirkjudeilda, sem vesturkirkjan metur einskis og svo urmull af helgisögum, postula-, dýrlinga-, píslarvættasögum, annálar og kirkjusögubrot, skrifuð löngu síðar, margt eftir aldamótin 300, en kynni að geyma í sér brot frumlægra heimilda. O ruggar heimildir um kristindóm koma ekki að ráði fyrr en um 180 í tíö Markúsar Árelíusar keisara og um líkt leyti fara að finnast fyrstu greinanlegu fomleifar, trúartákn í katakombum í Róm og á gröfum í Litlu-Asíu. Þar með er ekki dregið í efa að kristindómurinn hafi verið til áður, en þaö er ráögáta, vafið efasemdum og verður stöðugt að vara sig á síðari tíma hugmyndum, eins og frásagnir af ofsóknum gegn kristnum mönnum fyrir þennan tíma, sem eru litaðar af síðari ofsóknum um aldamótin 300. Menn leita skýringa á þessum baga- lega heimildaskorti t.d. í fomleifum, en elsta vitni um kristinn samkomu- staö eða kirkju er frá 230 í rústum Dúra-Evrópos í Mesópótamíu, til- heyrir ekki einu sinni Vesturkirkjunni. Menn benda á að kristnir menn hafi eins og Gyðingar verið andvígir mynd- gerð guödómsins, eða að þeir hafi oröiö að fara leynilega af ótta við ofsóknir, sem þó er ekki sannfærandi, því verksummerki fara einmitt að verða greinilegri, þegar reglulegar ofsóknir hófustseintá3. öld. N ú gætir helst tveggja skýringa, í fyrsta lagi að samband kristinna manna og Gyðinga hafi verið meira og varað lengur, en menn áður gerðu ráð fyrir. Kristnir hafi haldið áfram fram til um 150 að sækja samkunduhús Gyðinga, þó misjafnt eftir svæðum og litið á sig og fengið að vera sértrúar- hópur Gyðinga. Einkum viröist hafa orðið málamiðlun um það á vesturslóð, eins og í Róm, þar sem yfirgnæfandi hluti Gyðingtrúarmanna var ekki af Gyðingauppruna, heldur grískir trúskiptingar. Því væri ekki von að kristnar leifar skildust frá gyðing- legum. Þetta fæli og í sér skýringu á katakombunum, hinum miklu neðan- jarðargröfum í nágrenni Rómar. Gyðingasöfnuðir hófu gerð þéirra fyrir Krists burð. Þá tíðkuðust bálfarir meðal Rómverja, sem hvorki Gyö- ingar né kristnir menn síðar gátu sætt sig við. Er víst að kristnir menn voru frá upphafi jarðsettir þar innan um Gyðinga, en grafarumbúnaður þeirra, og áletranir verða ekki aö- greindar frá umbúnaði Gyðinga, fyrr enuml80. I öðru lagi voru kristnir menn í fyrst- unni ekki búnir að koma sér upp tákn- myndakerfi né helgisiðamunum, sem gæti falliö saman við, hvað Páll var 'andvígur yfirborösmennsku og ytri búnaði, trúin átti að vera í hjartanu. Sé það rétt, ættu kristnir menn ekki að hafa haft nein sérstök guðshús, helgi- gripi né trúartákn, komið saman í heimahúsum, fundarsölum éöa undir beru lofti, notað venjuleg húsgögn, hversdagslegar ómerktar könnur eða ker til að hella skírnarvatni og venju- legar leirkrúsir til að drekka sakra- mentisvínið. Prestar ættu þá ekki að hafa klæðst skrúða, heldur hversdags- fötum og helgisiði virðist hafa skort, sem sést og af því, hve miklar deilur áttu eftir að rísa um aöferðir og merk- ingu skírnar og síðustu kvöldmáltíðar, því reglur skorti um það í upphafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.