Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 5. MAI 1984. Lengi lifi lífið. Við vitum aldrei hvar það endar, syngja Dolly de Luxe i kvöld i Evróvisjon. keppninni. Fá þær stig? 13 Norsarar í Evróvis jón í kvöld: Vinnum ekki með norskan texta Norðmenn hafa alltaf verið okkur íslendingum til óblandinnar skemmtunar þegar þeir koma fram í Evróvisjón söngvakeppn- inni. Jahn nokkrum Teigen, sem vinsæll er meðal Norðmanna, hefur til dæmis einu sinni tekist að fá núll í keppninni og í annað skipti að vera mjög stigafár. Leynivopnin sem Norðmenn verða með í keppn- inni að þessu sinni heita Benediete Adrian og Ingrid Bjomlov. „Við fáum sambönd erlendis og nú er allt tilbúið fyrir innrás á Evrópumarkað,” segja þær stöllur gunnreif ar fyrir keppnina. Þær segjast hafa verið að búa til ný lög frá því í október í fyrra og reynt að endurnýja sig og bæta. Saman kalla þær sig Dolly de luxe og lagið sem þær syngja heitir „Lenge leve livet”. Þær sendu það inn til keppni um útnefninu í Noregi og þeirra lag var valið úr 950. Lag og texta hafa þær stöllur gert sjálfar. Lagið heitir á ensku „Life was made for living” og norsk, ensk og frönsk útgáfa af þvi er nú þegar komin á markaðinn. „Það er reglulega leiðinlegt að fá ekki að syngja á ensku,” andvarpa þær stöÚur. ,,Lagið er langbest þannig og þá skilja líka fleiri text- ann. Það er líka innihald í honum. Það er ekki sama kínverskan og er á klútunum okkar. Táknin á klútun- um þýða raunar „gefið okkur fleiri stig þegar við komum til Lúx- emborgar”. Sniðugt?” Dolly de Luxe eiga eftir að fara til Filippseyja í sumar í hljóm- leikaferðalag og munu þegar vera búnar að vinna sér nafn í Japan. Svo verður auðvitað hljómleika- ferðalag um Noreg eftir keppnina. Við fylgjumst með þeim í kvöld. Stórkostlegar breytingar hafa verið gerðar á Safnlánakerfinu þér í hag svo að segja má að um nánast NÝTT SAFNLÁN sé að ræða. Lengri endurgreiðslutími Endurgreiðslutími láns eykst því lengur sem sparað er. Sparnaður 3-6 mán. Endurgr. 3-6 mán. Sparnaður 7-12 mán. Endurgr. 9-15 mán. Spamaður 13-18 mán. Endurgr. 18-27 mán. Hærri vextir:17% og 19% Nú eru vextir af þriggja til fimm mánaða reikningum 17% og fara upp í 19% ef spamaðurinn nær yfir 6 mánuði eða lengur. Hærra lánshlutfall Lánshlutfallið með Safnlánakerfmu verður mun hagstæðara eftir því sem lengur er sparað. Eftir 3-6 mánaða sparnað 100% Eftir 7-12 mánaða sparnað 125% Eftir 13-18 mánaða sparnað 150% Hámarks upphæð sem veitir lánsréttindi er nú 10.000 kr. á mánuði. Að öðru leyti má spara hvaða upphæð sem er. Hag þínum er vissulega betur borgið með þessum breyt- ingum á Safnláninu. Leitaðu upplýsinga og fáðu bækling í næsta Verzlunarbanka. UCRZLUNfiRBflNKíNN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miðbænum Taktu Safnlán - því eru lítil takmörk sett. AUK hf. Auglýsingastofa Kristínar 43.63

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.