Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984. 17 Samtima sögu- legar heimildir um ævi Jesú og postulanna finn- ast engar og áratugaleit að einhverjum kristn um fornleif- um hefur engan árangur borið. H eimildaskorturinn veldur vandræðalegri sambúö kirkju og sagn- fræði. Kirkjan þykist eigi kippa sér upp við þetta, það megi vera ráðgáta, aðalatriöi sé að lesa guöspjöllin og trúa og vitnar til orðanna: „Vond og guð- laus kynslóð heimtar tákn, en hún skal ekkert tákn fá. .. ” Þó hefur kirkjan sjálf lagt mikið upp úr táknum, stundað Biblíurannsóknir og án efa tekiö því fegins hendi, ef fomleifarann- sóknir hefðu dregið eitthvað fram í dagsljósiö. Hvort sem umfjöllunarmaöur telur sig sagnfræöing eða kirkjusögufræð- ing, leggur hann guðspjöllin til grund- vallar, færir til mannlífs og umhverfis í Gyöingalandi og Rómaveldi. Þannig hafa verið skrifaðar á síðari tímum næstum óteljandi ævisögur Jesúsar, morandi af getgátum og í bland við síðari helgisögur, eða menn reyna að skoða Jesús frá ólikum sjónarhornum, eins og sálræn lýsing Emest Renans, sem fræg varð á miðri 19. öld. Ganga má að verki með mismunandi hugar- fari. Fræðingar kirkjunnar hafa tilhneigingu til að líta á guðspjöllin sem óvéfengjanlegan grunn og safna rökum til að styðja hann. Sagnfræði- legt viðhorf er gagnrýnna, skoðar hvort guðspjöllin séu áreiöanleg heimild, leitar að í hverju þeim skeiki, en þar á milli stigmunur, kirkjusögu- fræðingar viðurkenna vankanta guöspjalla og sagnfræðingar 'eru trúaðir. V ið efnislestur guðspjalla reka gagnrýnendur augun í, hve takmörkuð heimildarit þau eru, atburöafrásögn losaraleg og skortir tímatal, helst að nefna stjórnarár Ágústusar, Tíberíus- ar og Heródesanna. Tímaröð er óljós, ósamkvæmni milli guðspjaUa, svo óyggjandi yfirlit um feril Jesúsar verður ekki sett upp, hvenær hann er í Samaríu, flytur fjallræðu, vekur Lasarus, rekur víxlara úr musterinu. Skortur á tímatali olli mörgum öldum síöar misskilningi, þegar kirkjan fór um aldamótin 500 að miða nýtt tímatal við fæöingu Krists. Menn voru þá ekki nógu klárir á rómverskar heimildir. Guöspjöllin herma að Jesús hafi fæðst á valdatíma Heródesar mikla, en þaö er víst aö hann var dáinn 4 f.Kr. Hafi halastjarna sést á himni, kæmi til greina Halleys-stjarna, er sást 12 f.Kr. Hafi manntal verið tekið, er það manntal, sem Kvírínus land- stjóri í Sýrlandi lét taka 7 f.Kr. eða annað sem Agústus keisari fól Heró- desi að taka 11 f.Kr. En allt er þetta út í loftið, því aö jólaguðspjöllin eru ævin- týralegasta helgisaga guðspjallanna. Niöurstaðan er að ekkert sé vitað um fæðingarár Jesúsar en útbreiddast að telja hann fæddan 4. f. Kr. A líka óvissa ríkir um tíma kross- festingar. I Lúkasar guðspjalli er timamark, aö Jóhannes skírari hafi ausiö Jesús vatni á 15. stjórnarári Tíberíusar, eöa árið 29. En ólíkar kenn- ingar eru uppi um hvort Jesús hafi kennt í 1, 2 eða 3 ár, og eftir því skipa menn krossfestingu á árin 30 eða 33. Líkur hafa verið leiddar að því, að Jóhannes skírari hafi eigi verið höggv- inn fyrr en 34, þá gæti krossfesting tæp- lega hafa veriö fyrr en árið 36. Reynt er að nálgast þetta með rímfræði og niðurstaða að samstofna guðspjöll bendi til krossfestingar 15. Nísan- mánaöar, föstudagur árið 27. Jóhannesar guðspjall bendir til 14. Nísanmánaðar, sem bar upp á föstu- dag bæði árin 30 og 33. Aður hölluöust margir að því, aö krossfesting heföi verið 29, en nú einna algengast aö fast- setja hana 7. apríl árið 30, án þess það sé víst. Geta má þess, að deilur voru milli Gyðinga um sitt eigiö tímatal. Saddúk- ear réðu hinu opinbera tímatali, hvenær páskar voru haldnir, en farísear gagnrýndu tímarím þeirra, snerti það vandamál hlaupárs og töldu að skeikaði tveimur dögum, en beygðu sig í verki fyrir hinu opinbera almanaki. En nú er upplýst að sér- trúarsöfnuður Essena viðurkenndi ekki almanak Saddúkea, og héldu páska 2 dögum fyrr eða fimmtudag, sem þeir töldu vera laugardag og kann að vera að síðasta kvöldmáltíð Jesúsar á fimmtudegi hafi átt að vera páska- hátíöin, þó það komi ekki fram í guð- spjöllunum. (BirtmeðleyfiFjölva.) Sóknarf élagar — Sóknarf élagar Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 8. maí að Borgartúni 6, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýniðskírteini. Stjórnin. BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SELJUM í DAG Lancia A 112 '80, 2ja dyra, hvítur, beinsk., 4 gira, ekinn aðeins 32.000. Bíll sem nýr. Saab 900 GLE '80, 5 dyra, rauður, sjálfsk. + vökvastýri, ekinn 76.000. Mjög góður og fallegur bíll. Saab 99 GL '82 4 dyra, Ijósblár, beinsk., 5 gira, ekinn 33.000. Saab 99 GL '80. 4 dyra, grænn, beinsk., 4 gíra, ekinn 52.000. OPIÐ 10-4 LAUGARDAG TÖGCURHR SAAB UMBODIÐ Lai frá kl og k STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF NÝTÍSKU SÓFASETTUM TM-HÚSGCk3N Síðumúla 30 - Sími 86822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.