Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Qupperneq 2
DV. LAÚGARDAGÚR 5. MAl 1984.
Fimmtiu tonnum af finnsku kartöflunum hefur verið hent og þær sem dreift hefur verið i verslanir verða allar innkallaðar eftir helgi. Töluvert magn af
hollenskum kartöflum, mun betri en þeim finnsku, er ihúsakynnum Grænmetisverslunarinnar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var þar igær.
Þessar kartöflur fara i kartöfluverksmiðjur.
Kartöflurfrá Hollandi:
DV-mynd Loftur.
BÆÐIBETRIOG ODYRARI
„Viö höfum hér í höndunum tilboð
frá hollenskum kartöflukaupmanni á
prýðisgóðum kartöflum. Hingaö komið
myndi kilóið kosta 12 krónur í smásölu,
pakkað í neytendaumbúðir,” sagði
Sæmundur Gunnarsson verslunar-
stjóri í Hagkaupi við DV í gær. „Þetta
er haustuppskera af kartöflum en þær
erugóðar cnnþá.”
Þetta verö er án niðurgreiöslna. En
samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs
Bjömssonar, forstjóra Grænmetis-
verslunar landbúnaðarins, er hvert
kíló af finnsku kartöflunum, sem stór
hluti af hefur reynst skemmdur og
sýktur, greitt niður úr ríkissjóði um
2,40 kr. Hámarksniðurgreiðslur á
kartöflum eru 5,98 kr. á kíló. Finnsku
kartöflumar kosta í heildsölu meö
niðurgreiðslu 13,60 kílóið og 15,60 í
smásölu. Þó að Hagkaupsmenn hafi
tilboö í höndunum um lægra verð á
kartöflum og líklega betri er ekki þar
með sagt að neytendur hér geti notið
góðs af. Innflutningur á kartöflum er
sem kunnugt er aöeins í höndum
Grænmetisverslunar landbúnaðarins.
„Getum fengiö nýjar
kartöflur í skip í
Rotterdam á mánudag"
„Við gætum fengið nýjar kartöflur í
skip í Rotterdam strax á mánudag.
Samkvæmt tilboði, sem við höfum
fengið, myndi kílóið kosta hingað
komið með öllum gjöldum 18,36
krónur, eða um 21 krónu í smásöiu,”
sagði Magnús Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Björgvin
Schram hf„ í viðtali við DV. Þetta verð
er án niðurgreiðslna.
„Viö erum árið um kring í sam-
böndum nánast um allan heim vegna
ávaxtainnflutnings en aldrei hefur
Grænmetisverslun landbúnaðarins
leitað til okkar. Vegna ummæla, sem
höfð voru eftir forstjóra Grænmetis-
verslunarinnar í útvarpi, að nýjar
erlendar kartöflur yrðu mjög dýrar
hér, leituðum við upplýsinga hjá okkar
erlendu aðilum. Forstjórinn nefndi að
kílóið af nýjum kartöflum myndi kosta
á milli 30 og 40 krónur. Nýjar kartöflur
eru komnar frá Grikkiandi, það er
verð á þeim sem ég nefndi hér,” sagði
Magnús ennfremur. Nýjar ítalskar
kartöflur eru einnig komnar á markaði
erlendis og einnig frá Möltu og Israel.
Fáanlegar eru svo hollenskar kartöfl-
ur, haustuppskera, á mjög góðu verði.
Við höfum haft samband við fleiri inn-
flytjendur sem hafa sambönd erlendis
við ávaxta- og grænmetiskaupmenn og
hafa þeir sömu sögu að segja og fram-
kvæmdastjóri Björgvins Schram hf.
-ÞG
Söngvakeppnin
íbeinni
útsendingu
fkvöld
KJÓSIÐ
SJÁLF
HEIMA
í STOFU
Eins og kunnugt er veröur
Eurovision söngvakeppnin í
beinni útsendingu í kvöld. Fer
keppnin fram í Luxemburg
og hefst útsending klukkan
19. Af þessu tilefni höfum viö
útbúið töflu fyrir lesendur
blaösins, svo þeir sjálfir geti
gefið einkunnir þeim þátttak-
endum sem fram koma og
svo borið saman við endanleg
úrslit keppninnar. Við höfum
gert töfluna þannig úr garði
að fleiri en einn á heimilinu
geti tekiðþátt.
-KÞ
Land Nafn á lagi Flytjandi Ykkar einkunnagjöf Endanleg úrslit
Svíþjóð Diggi-Loo Diggi-Ley Herrey's
Luxemburg 100% d'amour Sophie Carle
Frakkland Autant d'amoureux que d'étoiles Annick Thoumazeau
Spánn Lady,Lady Bravo
Noregur Lenge Leve Livet Benedikte Adrian & Ingrid Björnov
Bretland Love Games Belle and the Devotions
Kýpur Anna Mari-Elena Andy Paul
Belgía Avanti la Vie Jacques Zegers
írland Terminal 3 Linda Martin
Danmörk Det Lige Det Hot lce
Holland Ik Hou Van Joui Maribelle
Júgóslavía Cao Amore Ida and Vlado
Austurríki Einfach Weg Anita
Þýskaland Aufrecht Gehen Mary Roos
Tyrkland Halay Bes Yil Once on Yil Sonra
Finnland Hengaillaan Kirka
Sviss Welche Farbe Hat der Sonnenschein Rainy Day
Ítalía I Trendi di Tozeur Alice & Franco Battiato
Portúgal Silencio e Tanta Gente Maria Guinot