Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARÐAGUR 5. MAt 1984.
Flugmálastjórn kannar atviká Reykjavíkurflugvelli:
Hætta á stórslysi?
Flugmálastjórn kannar nú atvik er
varö á Reykjavíkurflugvelli síðastlið-
inn mánudag. Samkvæmt frásögn
sjónarvotts voru Fokker-vél frá Flug-
leiðum og lítil einshreyfilsvél nærri
ientar í árekstri.
Flugleiöavélin var aö koma yfir
Oskjuhlíð til lendingar á braut 32. Rétt
áður en hún átti aö snerta flugbrautina
stefndi litla vélin inn á flugbrautina
þar sem tvær aöalbrautir vallarins
skerast.
Fokker-vélinni var gefiö inn fullt afl.
Litla vélin snarbeygði út í kant „meö
ægilegu ískri og látum”, aö sögn
manns er sá atvikið úr Oskjuhlíö.
Haukur Hauksson varaflugmála-
stjóri kvaöst sjálfur hafa séö þegar
Flugleiöavélin hætti viö lendingu og
klifraöi á fullu afli. Hann haföi ekki
fengið skýringu á því hvers vegna
Fokkerinn „púllaði upp” en sagði aö
málið yröi rannsakað.
-KMU.
EINMITT
FYRIR ÞIG!
SÝNIIMG UM HELGINA
Sýnum um helgina ýmsar skemmtilegar nýjungar.
Verið velkomin.
OPIÐÍDAG KL. 10-16
OG SUNNUDAG KL. 13-16
Borgartúni 27 Sími 28450
Hægt er aö fá innréttingu í hvaöa eldhús sem er, stór eöa lítil, viö viljum benda þeim á
sem hafa mjög þröng eldhús aö hægt er aö gera þessi litlu ótrúlega „stór"
Hægt er aö fá margskonar aukahluti svo sem
hillur fyrir búsáhöld, brauöbretti, vínrekka, o.fl. o.fl.
Breskt herskip kom til Reykjavíkur igær i fyrstu slika heimsókn siðan fyrir
þorskastrið og að sjálfsögðu tóku ungir menn sig til og fóru að veiða hjá
skipinu við Ægisgarð. Afvarð hins vegar ekki nýtt þorskastrið.
DV-mynd/EÓ.
Hagkaup heldur áfram sölu gleraugnanna:
SÆKJA UM UNDAN-
ÞÁGU TIL RÁÐHERRA
Hagkaup hefur ákveöið aö halda á-
fram sölu á lestrargleraugum þrátt
fyrir aö ný lög um gleraugnasölu hafi
nú öölast gildi meö birtingu þeirra í
Stjórnartíöindum.
Gísli Blöndal hjá Hagkaupi sagöi í
samtali við DV aö þeir myndu sækja
um úrskurö ráðherra um hvort þessi
gleraugu féiiu undir nýju lögin og til
vara sækja þeir um undanþágu til aö
selja þessi gleraugu.
„Þessi gleraugu eru meö jafnan
styrk báöum megin og henta aðeins á-
kveönum hópi fólks og viö teljum
engan mun á þeim og til dæmis
stækkunarglerjum,” sagöi Gísli. -FRI.
Gallerí Langbrók:
Bómull og postulín
Gallerí Langbrók opnar í dag, laug-
ardag, klukkan fjórtán, kynningu á
verkum þeirra Steinunnar Bergsteins-
dóttur og Kolbrúnar Björgólf sdóttur.
Steinunn sýnir handmálaöan
bómullarfatnaö og ullarfatnað. Kol-
brún sýnir skartgripi úr postulíni.
Kynningin veröur opin virka daga frá
klukkan 12 til 18 en um helgar frá 14 til
18. -JGH.
ENGINN STRÆTÓ
í HAFNARFJÖRÐ?
— verkfall hef st á sunnudagskvöld
„Verkfallsboöunin stendur óbreytt.
Við höfum ekki fengið þær undirtektir
viö kröfum okkar sem gefa til kynna að
samningar séu aö takast,” sagði Jón
Svavarsson, formaöur bílstjórafélags
Landleiða, síödegis í gær.
A miönætti á sunnudag hefst tveggja
daga verkfall bílstjóranna. Hafnar-
fjaröarstrætó mun því ekki aka á
mánudag og þriðjudag. Síöasta ferö úr
Reykjavík til Hafnarfjarðar veröur
klukkan 23.30 á sunnudagskvöld.
Síðasti vagn úr Hafnarfirði leggur af
staöámiðnætti,klukkan24. -KMU.
DagurEvrópu 1984:
Evrópuráðið 35 ára
Nú eru 35 ár liöin frá stofnun
Evrópuráösins og veröur þess minnst í
öllum aöildarríkjum þess hinn 5. maí,
á degi Evrópu.
Dagurinn er aö þessu sinni helgaður
grundvallarhugtökum Evrópuráösins,
frelsi og lýöræði.
Evrópuráöiö samanstendur af 21
ríki, þ.á m. Islandi, og tryggir meö
mannréttindasáttmálanum vernd og
þróun frelsis sem yfirstígur landa-
mæri.
Brúðhjónum boðið
til Júgóslavíu
I tengslum viö skipulagöar
hópferðir Samvinnuferöa-Landsýnar
til Dubrovnik í Júgóslavíu hafa þar-
lendir f erðamálafrömuðir ákveöiö aö
bjóöa ungum, nýgiftum, íslenskum
brúðhjónum til árlegrar brúðkaups-
hátíðar í Júgóslavíu. Verður ferðin
þeim alg jörlega að kostnaöarlausu.
Samvinnuferöir leita nú
brúöhjóna sem giftu sig á tímabilinu
1. janúar til 24. maí á þessu ári.
Skilyrðin, sem júgóslavneska
feröamálaráöiö setur, er aö karl-
maðurinn sé ekki eldri en 30 ára, og
kvenmaðurinn ekkieldrien 28 ára.
Bæöi tali 1—2 tungumál utan móöur-
málsins og aö a .m.k. annar aðilinn sé
á einhvern hátt tengdur listum,
menningarmálum, vísindum eöa
öðrum þjóðþrifamálum. -FRI.