Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 9
DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984.
.9
Sjónvarpið upplýsti okkur í
vikunni um bág kjör landsmanna.
Við erum langt á eftir helztu
iðnaöarríkjum í kaupi.
Meöaltímakaup verkafólks var
þannigífyrra:
Bandaríkin 220 krónur á tímann.
Danmörk 185 krónur á tímann.
Noregur 179 krónur á tímann.
Japan, Vestur-Þýzkaland 147 kr.
Svíþjóðl38krónurá tímann.
Bretland 121 króna á tímann.
Italía, Frakkland 105 krónur á tím-
ann.
Island 94 krónur á tímann.
Við þekkjum öll, hvernig kaupið
var skert í fyrra. Island hafði lengi
verið meðal hæstu landa í þjóðar-
tekjum. En við lifðum um efni fram.
Mikill hluti launa okkar byggðist
einfaldlega á „slætti” erlendis. Við
prentuöum peninga, sem ekki var
innstæöa fyrir. Við héldum uppi
kaupi í landinu á þessum forsendum.|
Það hlaut að koma að skuldadögum.
Því er nú svo komið, eftir kjara-
skerðingu ríkisstjórnarinnar, að við
erum komin á bekk með eða niður
fyrir Italíu og Frakkland í kaupi á
hvemtíma.
Hvers vegna?
ítalskir gluggapússarar
Þetta er hart. Eg minnist þess,
þegar ég var í Róm fyrir mörgum
árum, að ítölskum verkamönnum
þótti mikið tU koma kaupsins í
Reykjavík. Þeir spurðu mig í þaula
og hugsuðu sem svo, aö helzt ættu
þeir að flytjast tU Islands tU að njóta
góðs af háu kaupi hér. Eg man sér-
staklega eftu- gluggapússara, sem
var að því kominn að kaupa flugfar-
miða tU Reykjavíkur. En nú er svo
komið, að íslenzkir feröalangar hafa
lítið að bjóða ítölskum gluggapúss-
urum.
Svarið við spurningunni um lága
kaupið er einkum það, að
þjóöartekjur okkar eru einfaldlega
minni en til dæmis á öðrum Noröur-
löndum.
Þjóöartekjur okkar á mann eru um
15—20 prósent lægri en á hinum
Norðurlöndunum.
Og þetta gerist, þótt Islendingar
leggi á sig margfalda vinnu. Þetta
gerist, þótt útgjöld okkar tU fjár-
festingar séu meiri en víðast hvar.
Ef viö setjum útgjöld til fjár-
festingar hér sem 1, þá kemur eftir-
f arandi út í samanburðinum:
Island 1
Danmörk 0,62
Svíþjóð 0,77
Noregurl,15
Finnland0,84
Sem sagt eru útg jöld okkar til fjár-
festingar meiri en á öðrum Noröur-
löndum, nema í olíuríkinu Noregi.
Viö ættum því að hafa grundvöll
tU þess, að tekjur okkar veröi meiri
en á hinum Norðurlöndunum. Hvers
vegna eru þær það ekki?
Við þekkjum svarið.
Fer í vitleysu
Mikiö af okkar fjárfestingu fer í
„vitleysu”.
Við höfum lagt óhemju fé í að
fjölga skipum, sem berjast um tak-
markaðanafla.
Við höldum uppi dýrri „byggða-
stefnu”.
Við eyðum óhemju fé í að viðhalda
offramleiðslu í landbúnaði.
Við verjum mUdu fé í gæluverkefni
í iðnaði í stað þess að byggja upp arð-
bæraniðnað.
Hér er komin skýringin á því,
hvers vegna kaupið er svo lágt þrátt
fyrir mikil útgjöld til fjárfestingar.
Mikið af okkar fjárfestingu er ein-
faldlega óarðbært, það skilar okkur
ekki þeim tekjum, sem vera ætti.
Hverjir bera sökina? Auðvitað
verður ekki hjá því komizt að
minnast á ríkisstjómir undanfarinna
ára.
Þar hefur stuðningur við flokks-
gæðinga ráðið ferð. Með Fram-
kvæmdastofnun og öðrum slíkum
hefur fjármagninu verið sullað í þá,
sem þóknast valdhöfum. Ekki hefur
verið hugsað um, hvaða fyrirtæki
væru arðbærust og færöu þjóðinni
mestar tekjur. Hér hefur aö því leyti
ríkt „velferðarríki fyrirtækja”, þaö
er að ségja þeirra fyrirtækja, sem
valdhafar hafa viljað styrkja.
Dýrar matvörur
Við höfum minnst á hversu lágt
kaupið er miðað við önnur lönd. Til
l.íiiiiiiirtlaiis-
pislillinn
Haukur Helgason
aðstoðarritstjérl
viðbótar kemur, að víðast eru brýn-
ustu lífsnauðsynjar ódýrari en hér.
Það er aö segja, verkamaðurinn þarf
af sínu lága kaupi að eyða meira en
annars staðar til að framfleyta sér.
Samkvæmt sjónvarpinu eru út-
gjöld til kaupa á helztu matvöru
þannig:
Ef við setjum 100 á matvöruútgjöld
íReykjavík:
Reykjavík 100
Kaupmannahöfn 86,6
Stokkhólmur 91,5
Osló 101,6
Við þennan verðsamanburö er
nokkuð að athuga. Reiknað er með
„leiðbeinandi” verði, það er veröi
sem fyrirtækin á hinum Norðurland-
anna legg ja til að vörumar seljist á.
Yfirleitt eru vörurnar ódýrari en
þetta leiöbeinandi verð, kannski 15%
ódýrari. Auk þess hefur í
verðsamanburöinum veriö tekið tillit
til verðs á dilkakjöti. A öðrum
Noröurlöndum kaupa menn þó lítið
af dýru dilkakjöti, heldur spara sér
með því að kaupa ódýrara fæði.
Því segir þessi samanburöur
okkur, að matvöruverð er miklu
lægra á hinum Norðurlöndunum.
Við höfum þvi bæði lægra kaup og
þurfum aö borga meira fy rir fæðið.
Bensín er auk þess um 26% dýrara
hérenþar.
Hjólbarðar eru 107% dýrari hér
en þar.
Minnzt hefur verið á, að þjóðar-
tekjur eru lægri hér. Eitt af því, sem
veldur,, eru miklar erlendar skuldir
okkar.
Hver fjögurra manna fjölskylda
greiðir um fimm þúsund krónur á
mánuði fyrir þessar erlendu skuldir
— bara í vexti af erlendu lánunum.
Enn verður ekki hjá því komizt aö
kenna stjórnvöldum um.
Ríkisstjómir undanfarinna ára
hafa magnað þennan vanda meö því
að leyfa okkur að halda uppi gervi-
lífskjömm með slætti erlendis.
Eitt höfum við fram yfir aörar
þjóðir.
Hér er ekki atvinnuleysi.
I Danmörku er til dæmis 10 prósent
atvinnuleysi.
Við höfum sumpart bægt vofu at-
vinnuleysisins frá á kostnað kaups
þeirra, sem hafa vinnu. En viö
sjáum á samanburðinum, að til
dæmis Danir hafa „efni á” aö greiða
stómm hóp atvinnuleysisstyrki, af
því að þeir hafa hærri þjóðartekjur á
mann en við.
Laun og þjóðartekjur
Okkar laun eru lág. En þrátt fyrir
kjaraskerðingu núverandi ríkis-
stjórnar hefur hlutfall launa af
þjóðartekjum ekki lækkað mikið.
Hlutur launa af beinum þjóöar-
tekjum var 76—77 prósent á áranum
1974—1980. Hann komst árið 1982 upp
fyrir 85%. Nú hefur hluturinn aftur
lækkaö í um 77 prósent.
Þaö er því ekki svo, að „milli-
færslan” í þjóðfélaginu hafi rekið
okkur langt til baka.
Auk framangreindra þátta er til
dæmis rafmagnsverð í okkar landi
orkulinda miklu hærra en á hinum
Norðurlöndunum. Enn beinist at-
hyglin að gerðum stjómvalda. Mikill
hluti rafmagnsverðsins er til kominn
vegna mikillar skuldasöfnunar
Landsvirkjunar á síöustu áram.
Framleiöni er hér slök, það er
framleiðsla per mann. Til kemur, að
vélakostur er ónógur. Til kemur, aö
stjórnvöld hafa ekki séð til þess, að
Islendingar taki nægan þátt í fram-
föramsíöustuára.
Af framangreindu er ljóst, aö
flokkakerfiö fær ekki verölaun.
Ríkisstjórnir í mörg síöustu ár hafa
farið illa með fjármuni okkar.
Flokksapparötunum hefur líklega
fundizt, að ekki gerði til, þótt
nokkrum milljónum sé eytt hér og
nokkrum milljónum þar til að hygla
flokksgæðingum. En við sjáum öll
betur en nokkru sinni, hvert þetta
hefur leitt okkur. Við sáum ekki
jafnvel fyrir fáum áram, að íslenzkir
verkamenn hlytu að veröa lægra
launaðirenítalskir.
Núverandi ríkisstjóm er skárri en
flestar aðrar stjómir síðustu ára.
Hún hefur komiö hinni augljósu
veröbólgu niður, en með mikilli
kjaraskerðingu, kjaraskerðingu sem
við hljótum að hafa búist við um
hríð.
Stjómin hefur séö til þess, að við
lifum ekki miklu lengur langt um
efnifram.
En núverandi ríkisstjóm hefur
ekki tekið af skarið í þeim efnum,
semmestuskipta.
Hún hefur ekki séð til þess, að fjár-
festing okkar gangi nú til arðbærra
hluta. Þvert á móti viðheldur sam-
trygging flokkanna aliri óráðsíunni í
þeim efnum.
Haukur Helgason.