Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 18
i *
,1 islandskort.
aðfjallaomgomu"sla
■pp 8
ýningineingöngu
Upphaflaga
í§landssýnmg í Vínarborg 1984:
GEIRFUGL,
ÍSLENSK ÓPEXt A,
STI5I\4SÖF\...
18 DV. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984.
Eirikur Helgason, Vínarborg, viötal og
myndir.
Rætt vid Ilelmut Neumaim, framkvæmdastjóra sýningarinnar
Hvaö veröur svo á sýningunni?
„Þar kennir ýmissa grasa,” sagði
Helmut. Alls kyns hlutir, í eigu Austur-
ríkis og Austurríkismanna varðandi
Island og Islendinga. Eftir Austur-
ríkismenn sem unnið hafa á Islandi.
Eftir Islendinga sem unnið hafa í
Austurríki og yfirleitt allt sem hægt
var aö grafa upp hér í Austurríki tengt
Islandi. Að sögn Helmut eru ýmsir
fágætir munir á sýningunni. Eg bað
hann að gera grein fyrir nokkrum
þeirra svo lesendur gætu fengið hug-
mynd um hvers konar sýningu hér er
um að ræða.
Verðmætt handrit
,,Það er erfitt að gera grein fyrir
þessu í stuttu máli. Viö veröum meö
handrit, svo eitthvað sé nefnt, mjög
verðmætt, sem Austurríki á og varð til
á Islandi. Þaö er af Jónsbók og talið
vera frá því á 14. öld. Handrit þetta
fengu Austurríkismenn í skiptum frá
Dönum árið 1838. Danir munu hafa
fengið eitthvert austurrískt menn-
ingarverömæti í staðinn. Þama verður
líka annað handrit í eigu Austurríkis.
Þaö er handrit sem austurríska
keisaradæminu var gefið í stjómartíö
Maríu Theresíu árið 1764. Handrit
þetta inniheldur Davíössálma á latínu
og er íslenska þýðingin skrifuö á milli
línanna.
Viö fáum líka á sýninguna, með aö-
stoö stofnunar Ama Magnússonar, tvö
handrit frá Islandi. Jónas Kristjáns-
son, formaður stofnunarinnar, kemur
sjálfur með Njáls-Sögu og Snorra-
Eddu. Við verðum með fleiri stórkost-
leg verðmæti úr fortíðinni og dettur
mér þá í hug aö nefna að Naturhistori-
sches Museum í Vín lánar geirfugl í
eigu stofnunarinnar og má geta þess til
glöggvunar um verðmæti fuglsim; aö
hann er tryggður á 580.000 austurríska
skildinga (Tæplega 900 þús. ísl. kr.)
Geirfuglinn komst í eigu Vínarbúa árið
1831 en eins og kunnugt er var síðasta
eintakiö drepiðálslandi3. júní 1844.”
Alltof langt mál yröi að telja upp
hluti þá sem til sýnis verða á þessari
Islandssýningu. Þeir eru ótrúlega fjöl-
breyttir. Þar má nefna aö allar þær
íslensku bækur sem hafa veriö þýddar
á þýsku úr íslensku og náðst hefur í
veröa hér til sýnis. Þar verða verk
eftir Halldór Laxness, Nonna, Gunnar
Gunnarsson, Benedikt Gröndal svo
eitthvaö sé nefnt. Meira aö segja
veröur íslenska ævintýrið Búkolla til
sýnis í þýskri þýðingu Más Magnús-
sonar, svo sjá má að bókakosturinn
verður f jölbreyttur.
íslensk ópera
Ekki er við öðru að búast en tónlistin
fái ítarlega umfjöllun á sýningu í
höfuðborg tónlistarinnar, Vínarborg.
Hvað getur Hebnut frætt okkur um
þann þátt sýningarinnar?
„Tónlistin fær sinn skerf á sýning-
unni. Við verðum með á sýningunni
tónlist eftir Austurríkismenn sem unn-
ið hafa á Islandi og Islendinga sem
unniö hafa og eða lært í Austurríki. Svo
eitthvað sé nefnt verða á sýningunni
verk eftir Jónas Ingimundarson, Jór-
unni Viðar, dr. Hallgrím Helgason, Jón
Leifs og fleiri Islendinga sem hér hafa
lært eöa tengjast Austurríki á einhvern
hátt. Ásýningunni verða líka verk eftir
Austurríkismenn sem flutt hafa til
Islands og helgað íslensku tónlistarlífi
krafta sína. Má þar nefna þá Pál
Pampichler Pálsson, dr. Viktor
Urbancic og Melitu konu hans og síðast
Helmut Neumann, framkvæmdastjóri sýningarinnar, biaðar isýningarskránni.
I gær, þann 4. maí, var opnuð í
Vínarborg við hátíðlega athöfn Is-
landssýning í tilefni af 40 éra afmæli
lýöveldisins íslands. Fyrir sýningunni
standa Austurrisk-íslenska félagið í
Austurríki og austurríska þjóöarbóka-
safnið. Formaöur Austurrisk-íslenska
félagsins er Islandsvinurinn, sellóleik-
arinn, tónskáldiö og ráðuneytisritarinn
Hehnut Neumann. Hann hefur borið
hitann og þungann af undirbúningi
sýningarinnar. Ég sótti Helmut heim
aö heimili hans i Klosterneuburg, lítilli
borg i nágrenni Vinar, þeirra erinda að
fræðast um sýningu þessa.
„Undirbúningur sýningarinnar
hefur staðiö sl. fjögur ár og hef ég unn-
ið að þessu í öllum frístundum mínum í
langan tíma,” sagði Helmut. Hér er
um að ræða yfirgripsmikla sýningu.
Hún verður haldin í húsakynnum
der „Osterreichischen National-
Bibliothek” við Josefsplatz nr. 1 í
Vínarborg. Salur sá sem sýningin er
haldin í er að sögn Helmut einn sá allra
fegursti af mörgum fögrum í gjörvallri
Vínarborg. Salurinn er um 60 metrar
að lengd og verður í honum komið fyrir
154 sýningarkössum sem hver um sig
er hálfur annar metri að lengd.