Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 21
DV. LAUGARDAGUR 5. MAl 1984.
' ' 1 21
Þau voru færö til yfirheyrslu um leiö
og þau komu til landsins. Þau voru
með fullkominn útbúnaö, svo sem hita-
box, sigáhöld og fleira. Var þeim gert
ljóst að þeim yrði fylgt hvert fótmál
hér á landi. Þau fóru af landi brott
strax næsta dag.
I fyrra voru svo teknir til yfirheyrslu
tveir Svisslendingar. Voru þeir meö
góö sigáhöld. Ekkert var hægt aö
sanna.
Reyndar hafa snöggtum fleiri veriö
teknir til yfirheyrslu vegna gruns um
stuld úr fálkahreiðrum víös vegar um
landið en ekkert komiö út úr því. Þótt
viðkomandi hafi veriö með margnefnd
hitabox, sigáhöld og fleira er þaö eitt
ekki lögbrot.
Eru íslendingar
viðriðnir?
„Mér finnst lögreglan gera rangt í
því að miða allar rannsóknir í svona
málum viö útlendinga," sagöi Ævar
Petersen. Það er mjög brennandi
spurning hvort einhverjir Islendingar
séu ekki viöriönir þetta. Upplýsingar
sem þessir útlendingar hafa eru oft
þannig aö þeir geta ekki hafa fengiö
þær nema frá Islendingum. Mér finnst
gæta nokkurs tvískinnungs í þessum
málum. Til dæmis fengu Chicielski-
feðgarnir og Austurríkismennimir
mikla umfjöllun í blöðum á sínum
tíma. Þaö er mjög gott og til þess eins
aö vekja fólk til umhugsunar. Hins
vegar geröist það 1980 aö Islendingur
var staðinn aö því aö skjóta fálka í
hreiöri. I einu blaöi var örlítil klausa
um þaö en svo ekki meir.”
Þaö er alveg ljóst, aö hér eru gífur-
legir fjármunir í boöi. Þaö sést best á
því hversu mikiö menn á borö viö
Chicielski leggja út í. Það kostar ekki
lítið að senda tvo menn til Islands meö
fullkominn útbúnað í svo og svo langan
tíma eins og geröist nú í vikunni. Ekki
er heldur ólíklegt að þessir menn borgi
vel fyrir allar upplýsingar um feröir
fálkanna. En hversu mikill ætli stuldur
úr fálkahreiörum sé hér á landi?
„Hann er mikill,” sagöi Ævar Peter-
sen. „En hversu mikiU vitum við ekki
nákvæmlega. Auövitað hvarflar það
ekki aö okkur aö viö náum öllum
þessum þjófum og ég er viss um
aö þjófnaöur af þessu tagi er mun
meiri en okkur grunar.”
„Ég hef aldrei á
ævinni séð fálka"
En hver er hann þessi Konrad Chici-
elski? Hann rekur fuglabú í Köln í
Vestur-Þýskalandi meö fjölskyldu
sinni. Þar ræktar hann einkum fálka,
en það er hefö frá miðöldum í Þýska-
landi aö nota fálka í veiðitilgangi.
Menn sem rækta þessa fugla verða aö
hafa nákvæmt bókhald yfir reksturinn
og merkja hvern einasta fugl. Þaö er
hins vegar staöreynd að fálkar verpa
ekki aö neinu marki viö sUkar
kringumstæöur, aö minnsta kosti ekki
nærri eins mikiö og umsvif þeirra
Chicielski-feöga gefa til kynna. Meira
þarf aökomatil.
Samkvæmt heimUdum DV er taUð aö
Chicielski hafi um 25 ára skeið farið í
hreiöur og tekiö þaðan unga og egg.
Erfitt hefur veriö aö sanna á hann
ungastuldinn. Þótt þýska lögreglan
hafi verið að koma honum aö óvörum í
fuglabúið og séð þar marga ómerkta
unga, hefur hann aUtaf svör á reiöum
höndum til útskýringar. Einu sinni var
hann þó tekinn. 1968 var hann staðinn
aö verki þegar hann fór í hreiður eina
fálkans sem eftir var í Neðra-Saxlandi
í Þýskalandi. Hreiðrið, eins og ÖU
önnur í Þýskalandi, var mjög vel
vaktað. Hann var sektaöur um tvö
þúsund mörk og varö aö dúsa átta
mánuði í fangelsi.
Eftir það má rekja slóö hans frá Is-
landi tU Afríku. Hann var tekinn á
SikUey ’68. Árið eftir var hann kominn
til Italíu með félaga sínum, Hugo
Thoma. Þeir voru teknir meö 7 unga og
vísað úr landi. Þeir létu þaö ekki á sig
fá og næsta dag voru þeir enn komnir í
sömu hreiðrin til aö ná í ungana. Þeh-
voru teknir á ný og uröu aö afplána
átta mánaöa fangelsisvist og greiða
háa sekt.
I Túnis í Afríku var Chicielski stað-
inn aö verki áriö 1975. Einnig hefur
hann lagt leiö sína til Spánar, en þaöan
er hann brottrækur.
Fyrir örfáum árum tók svo sonur
hans, Lothar, flugmannspróf í Þýska-
landi. Vakti þaö mikinn ugg í brjósti
Þjóöverja. Hann hefur verið tekinn
Chicielski-feðgarnir þegar þeir voru
hér á landi 78. Sonurinn var aðeins
á táningsaldri þegar þetta var. Þeim
var fylgt hvert fótmál.
meö fálka um borö í vélinni, en erfitt
hefur reynst að sanna neitt.
Það er~ ljóst, aö Chicielski hefur
komist yfir nokkur hundruö unga og
egg á sínum ferli. Hann notar þjálfuö
vinnubrögö og hef ur f ullkominn búnaö,
svo sem til aö unga út eggjum. Hann
hefur tamningamenn á sínum snærum
en nokkra mánuöi tekur aö temja
fálka. Ef vel tekst til má fá fy rir þá um
vera bílasali í Köln og sagði svo: „Eg
hef alið með mér þann draum aö ef til
vill gæti ég sest hér aö og gerst bóndi.”
Þetta voru orð mannsins, sem gjarnan
hefur verið nefndur „frægasti fálka-
þjófurEvrópu”.
Ekki einu sinni til skrá yfir
fáikahreiður hér á landi
Hvemig má bregöast við slíkum vá-
gestum sem f álkaþjófar eru?
I Þýskalandi hafa fuglafriöunar-
menn tekiö lögin í sínar hendur. Gæta
þeir fálkahreiöranna allan sólarhring-
inn. Þá taka þýsku blöðin syrpu annaö
slagið og skrif a um máliö. Ein slík yfir-
ferö var í nóvember á síöasta ári.
Einnig eru þung viöurlög viö brotum á
fuglafriðunarlögunum.
Hér á landi er ekki einu sinni til skrá
um hvar fálkahreiöur er aö finna. Þaö
stendur þó til bóta, en næsta sumar
verður gerð ítarleg úttekt á fálka-
hreiörum hér á landi. Þá er íslenskur
maöur, Olafur Karl Nielsen, sem er viö
nám viö Comell háskóla aö rannsaka
lifnaöarhætti fálkans. Þetta tvennt ætti
aö auðvelda alla gæslu á þessum
hreiðmm, sem er engin í dag. En
auövitað er það fjárveitingavaldiö sem
hef ur úrslitavald þar um.
Hverjar era sektir viö því aö veröa
uppvís aö fálkaþjófnaöi?
Aö sögn Olafs Walters Stefánssonar í
dómsmálaráðuneyti, nær hinn almenni
refsirammi til þess. Þar geta komiö til
sektir sem numið geta allt að einni
milljón króna, varðhald, sem er væg-
ari tegund af innilokun og getur orðið
allt að tvö ár, eða fangelsi sem getur
orðiö allt aö sextán ár. Er þaö dómar-
ans aö meta, hversu mikið brotið er.
Fyrir tæpum tveimur árum féll í
Sakadómi Reykjavíkur úrskurður um
skylt mál. Var þar maður ákærður
fyrir aö stela ýmsum tegundum af
eggjum úr hreiörum. Dómurinn hljóð-
aði upp á 30 þúsund króna sekt, upp-
töku á eggjum og búnaði. Aösögn Hall-
varös Einvarðssonar rannsóknarlög-
reglustjóra þyngist dómurinn sé um
fágæta fugla að ræöa.
Hvers vegna var
ekki eggjunum
skjlað í hreiðrin?
Þaö hefur vakiö nokkra undrun
Þessar myndir eru teknar 1978. Fyrir
ofan er Konrad Chicielski. Hann
sagði i viðtali við Visi að hann
„hefði aldrei á ævinni séð fálka!"
Til hliðar er mynd, sem tekin var
þegar feðgarnir voru handteknir við
Hlégarð eftir að þeim hafði verið
veitt eftirför i fjóra daga. Konrad
Chicielski, sá með alpahúfuna, var
vísað aflandi brott eftir þetta. Syn-
inum hins' vegar ekki, enda átti
hann eftir að koma hingað tíl lands
siðar. Fyrir neðan er svo mynd af
hluta þess útbúnaðar sem
feðgarnir höfðu meðferðis.
tvær milljónir íslenskra króna og eggin
má selja á 80 til 300 þúsund krónur.
Verðiö fer eftir tegundum, framboöi og
eftirspurn.
Það er því orö aö sönnu aö Chicielski
er eins hættulegur fuglalífi og banka-
ræningi er fyrir þjóðfélagið og bank-
ana.
Því má bæta viö eftir þessa upptaln-
ingu að þegar Chicielski var hér á
landi ’78 birtist viö hann viðtal í Vísi.
Þar sagöi hann: „Eg hef aldrei á æv-
inni séö fálka. Eg get stokkið hér út um
gluggann upp á það!” Þá sagðist hann
hvers vegna eggjunum, sem tekin voru
núna í vikunni, var ekki skilað.
„Það er mjög erfitt,” sagði Ævar
Petersen. „Eitt fálkapariö var farið úr
hreiörinu og þegar maður veit ekki
nákvæmlega um útungunarstig eggj-
anna er ekki hægt aö setja egg hjá
ööram fálka. Það getur eyöilagt fyrir
báöum. Þaö hefði veriö mögulegt að
unga þeim út og sleppa svo fálkunum í
haust. En viö værum engu nær. Slíku
fylgdi mikill kostnaður. Viö yrðum aö
fá einhverja aðstööu til þessa og auk
þess y röum viö aö fylg jast með f uglun-
um. Þaö er stórvafasamt að fuglarnir
heföu plummað sig, þar sem þá vantar
foreldra til að herða sig í lífsbarátt-
unni.”
— Var það ekki ómaksins vert?
„Nei, því aö við höfum einfaldlega
ekki fjármagn til þess.”
— Kom ekki til greina að unga út og
setja ungana til dæmis á Sædýrasafn-
ið?
„Þaö er menntamálaráðherra að
ákveða það og ekkert slíkt var gert,”
sagði Ævar Petersen.
Háar sektir
og fangelsi
Þaö er ljóst að eitthvað verður að
gera og þaö strax ef við viljum ekki að
fálkinn veröi útdauöur á Islandi.
Himinháar sektir og fangelsi myndu
ráöa þar miklu um, 30 þúsund krónur
fyrir menn á borö við Chicielski er ekk-
ert. Þá ættu yfirvöld að sjá sóma sinn í
aö fylgja rannsóknunum á fálkanum
eftir með þvi að koma upp strangri
gæslu við þau fáu fálkahreiður sem
eftir eru.
-KÞ