Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 22
22 DV. LAUGARDAGUR 5. MAI 1984, Holl íþrótt er gulls ígildi Hestamennska er víst göfug íþróttagrein þótt hún sé kannski ekki eins göfug og knattspyman sem er svo merkileg að hún er sýnd í beinni útsendingu rétt eins og verið væri að útdeila nóbelsprísum eða syngja dægurlag sem á ekki annað eftir en að verða heimsfrægt eftir svo sem hálfanmánuð. Þegar ég var að alast upp var hesturinn kallaður þarfasti þjónninn og maður sótti á honum kýrnar sem var mér vitanlega ekki kallað göfug íþrótt jafnvel þótt skellt væri á skeið og tölt, þetta var einfaldlega kallað aö sækja helvítis beljumar því að í þá daga voru þær yfirleitt alltaf ein- hvers staöar langt í burtu enda ekki farnar að framleiða kókómjólk og mangósopa á verði sem enginn skilur nema þeir sem hafa lært nýju margföldunartöfluna sem var víst fundin upp fyrir austan fjall. Menn fóru að vísu í útreiöartúra og héldu kappreiöar og það var farið í smalamennsku en ég man ekki til aðmönnumhafiþóttneitt göfugtvið það en hins vegar þótti mörgum gott að eiga hest sem rataði heim til sín þegar réttum var lokiö á haustin. I þá daga drukku menn mikiö söng- vatn í réttum og gerðu upp sakir undir réttarveggnum. Að því búnu riðu menn heím og sungu svo hátt að óhljóðin heyrðust um alla sveitina og sjálfsagt heföi blessuð skepnan sem þeir sátu á gripið fyrir eyrun ef hún heföi ekki átt fullt í fangi með aö halda húsbóndanum á bakinu á sér. Svo liöu árin og vélarnar tóku við hlutverki hestsins og þá fundu menn það upp í þéttbýli að það væri hollt að stunda útreiðar, þær væru ekki einungis holl og góð hreyfing fyrir hestinn heldur einnig fyrir knapann að minnsta kosti ef hann datt ekki mjögoftaf baki. I fyrstu voru hestamenn fámenn stétt en síðar f jölgaöi þeim og nú er svo komið að hér um bil annar hver maður sem ég þekki á hesta og í hvert sinn sem ég kem í heimsókn til þeirra vilja þeir endilega koma mér á bak þessum skelfilegu skepnum sínum þótt þeir viti það ósköp vel að ég þyröi ekki einu sinni a ð fara á bak á olíutunnu ef ég hefði hinn minnsta grun um að hún myndi hreyfast úr stað. Síðan vitna þessir vinir mínir til liöins tíma þegar maður var ungur og óbrjótandi og þar að auki miklu kjarkmeiri en talist gat hollt þótt það kæmi sem betur fer ekki oft aðsök. Auðvitað kom að því aö ég varð að láta undan þessum þrýstihópum svo að ég yrði ekki álitinn slappari en ríkisstjórn en þegar við nálguðumst Signr ■ Sarajevo en misgengl í London Það hefur varla farið framhjá nokkrum skákunnanda að heims- meistarinn Anatoly Karpov og fyrrum áskorandi, Viktor Kortsnoj, eru báðir meðal þátttakenda á stór- mótinu í Lundúnum, ásamt tólf öðrum stórmeisturum. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar tefla í sama mótinu síðan þeir deildu efsta sætinu í bróðemi á millisvæðamótinu í Leningrad 1973. Síðan hafa þeir þrisvar háð löng og ströng einvígi og Karpov jafnan farið með sigur af hólmi. Auövitað var fyrirfram búist viö því að heimsmeistarinn Karpov, nýkominn frá „upphitunarmótinu” í Osló, og Kortsnoj myndu heyja hat- ramma baráttu um sigurlaunin í London. Karpov á að baki stórkost- legan feril sem heimsmeistari: Frá því á árinu 1975 hefur hann tekið þátt í 31 skákmóti og orðið efstur 26 sinnum! Þó eru mótin svo til ÖU afar sterk, allt upp í 15. styrkleikaflokk (einvígi og sveitakeppnir eru ekki í þessum tölum). Sigurskákir Karpovs eru 158, jafntefli 204 og töp- in einungis 17 talsins, skv. saman- tekt Norömannsins Oystein Brekke. Enginn annar heimsmeistari hefur náð svo jöfnum og góðum árangri. Arangur Kortsnojs er mun sveiflu- kenndari og hann á þaö til að vinna mót með yfirburðum en þess á milli dettur hann niöur. Annars hefur hann ekki fengið tækifæri til þess að tefla í jafnsterkum mótum og Karpov hin síöari ár þar sem Sovét- menn hafa sniðgengiö þau mót þar sem hann hefur verið meðal þátttak- enda. „Banninu” var aflétt um ára- mótin og á skákmótinu sterka í Wijk - aan Zee í Hollandi í janúar sigraði Kortsnoj meö yfirburðum ásamt Sovétmanninum Beljavsky. Síðan var för hans heitið til Beer- Sheva í Israel, þar sem móðir hans háöldruð býr og þar varð hann efstur á allsterku móti ásamt Kudrin (Bandaríkjunum) með 9 v. af 13 mögulegum. I apríl lauk svo sterku móti, af 12. styrkleikaflokki, í Sara- jevo í Júgóslavíu og enn varð Kort- snoj efstur, nú með Hollendingnum Timman, með 9 v. af 13 mögulegum. Næstu menn, Jusupov (Sovétríkjun- um) og Van der Wiel (Hollandi) hlutu 7 1/2 v. I Lundúnum á Kortsnoj hins vegar í meiri erfiðleikum, eftir fregnum að dæma. Hann tapaði óvænt fyrir Seirawan frá Bandaríkjunum og þarf verulega að sækja í sig veðrið í seinni hluta móts- ins ef hann ætlar að halda heims- meistaranum í skef jum. En víkjum nánar að mótinu í Sara- jevo. Kortsnoj tefldi að vonum margar góðar skákir og sem fyrr geröi endataflskunnáttan útslagið. Skák hans við júgóslavneska sóknar- skákmanninn Velimirovic er ein- kennandi. Velimirovic fómar tveimur peðum og lætur öllum illum látum en Kortsnoj sniðgengur flækjumar með því að gefa peðin aftur og yfirspilar síðan Júgóslav- ann í endatafli. Fyrst sækir hann að veikum peðum og eftir hagstæð upp- skipti er riddari Kortsnojs tífalt sterkari en biskup andstæðingsins og snoturt gegnumbrot leiðir til vinn- ings. Hvítt: Velimirovic Svart: Kortsnoj Frönsk vörn. 1. e4e62.d4d53. Rc3 Tarrasch-afbrigðið, 3. Rd2 er öllu rólegra og traustara framhald sem fellur náttúrlega ekki í kramið hjá júgóslavneska sóknarbrýninu. Auk þess sem Kortsnoj ætti að vera öllum hnútum kunnugur eftir óteljandi einvígisskákir við Karpov. 3. — Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Rf3 Rbc6 8. Bd3 Da5 9.0—0 c4 Auðvitað fellur Kortsnoj ekki í gildmna 9. -Dxc3?? 10. Bd2 Db2 11. Hbl Dxa3 12. Hb3! Da2 13. Dcl og svarta drottningin á ekki aftur- kvæmt. 10. Be2 Bd7 ll.a4Rc8!? Riddarinn er í veiðihug og hyggst hremma a-peðið meö Rb6xa4. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en svo snemma tafls er hún óvenjuleg. Stundum hrókar svartur langt í frönsku vörninni, leikur Kb8 og eftir fyrirbyggjandi aðgerðir á kóngs- vængnum kemur Rc8—b6xa4. I þessu tilviki á Kortsnoj eftir að finna kóngi sínum skjól og því virðist þetta nokkuð djarft. 12. Dd2Rb613.Df4(?) Þaö er rétt hjá honum að fara meö drottninguna í sóknina en betra er 13. Dg5. 13. —Dxc3! Nú er þetta peð ekki „eitrað” lengur. Kortsnoj hræðist ekki 14. Bd2 Dxc2 og drottningin sleppur út til e4, f5, eða g6 og 14. Rg5 getur hann að því er virðist sér að meinalausu svarað með 14. —Dxal 15. Dxf7+ „áskorandinn”, Viktor Kortsnoj, tekur nii þsitt í hverju mótinu á fætur öðru Kd816. Rxe6+ Kc8. 14. Ha3! Dxc215. Bdl Df516. Dd2 Hvítur hefur fómað tveimur peðum, eða réttara sagt einu „ómerkilegu” tvípeði, og hann hefur spil. Nú bíður hann eftir því aö svartur hróki svo hann geti ráðist aö kónginum. En Kortsnoj leggur strax lón L. Ámason til atlögu á miðborðinu, minnugur spakmælis skákmeistarans Reti: „Ekki hróka nema þú íinnir engan betrileik!” 16. — f6!?17. Bc2 Dh5 18. exf6 gxf6 19. a5 Rc8 20. Df4R8e7! Eftir 20. —Df7 gæti heimsóknin 21. ]\ý bék eftir hlnn fræga bridge rithöf und9 Victor Mollo I gær kbm út í London nýjasta bók hins kunna bridgemeistara, Victor MoOo, sem nefnist á frummálinu „I Challenge You”. Það er Methuen London Ltd. sem gefur bókina út og er hún hin aðgengilegasta til lestrar. Mollo slær tvær flugur í einu höggi í þessari bók — annars vegar er hún kennslubók í úrspili og hins vegar leysir lesandinn 200 viðfangsefni. Gefin eru stig fyrir að leysa hvert viðfangsefni og lesandinn getur mælt árangur sinn jafnóðum. Bókin er í tveimur þáttum og sama á hvorum þú byrjar. Ef þú byrjar á seinni þættinum færðu áreiðanlega betri skor í þeim fyrri. Alla vega batnar spilamennska þín eftir hverja blaðsiðu og þú getur sannað þaö með stigag jöfinni. Hér er gott dæmi úr heimsmeistara- keppninni á Taipei árið 1971. Eftir erfiöa sagnseríu, þar sem norður komst alla leið í fimm tígla, varð Frakkinn Roger Trézel sagnhafi í fimm spööum. Norður spilaði út tígulkóng. Nordur A * V, . i uii AtJ-Tl'R A ADG975 A K1084 V A102 í1 K9876 O 3 O A2 A K76 + 43 Sl.DIjH A O * sem kemur oftar fyrir en marga grunar. Hér er annaö gott dæmi. iS'ÖRHUK 4k > * Vl+H K Ausmi + K87 + G109 / K10 A72 O ADG1063 ' A2 + D6 * G9432 SlDl’R 4k TBK Síöastliðinn fimmtudag, 3. maí, lauk 36 para barómeterkeppni félagsins, sem var jafnframt síöasta keppni vetrarins. Röðefstupara varðþessi: 1. IngvarHauksson — Orwell litli'v 347 2. Sigurftur B. Þorsteinssou — Gylfi Baldursson 264 3. Sigtryggur Sigurftsson — Sverrir Kristinsson 210 4. Anton R. Gunnarsson — Friftjón Þórhallsson 194 5. SveinbjörnGuftmundsson — Brynjólf ur Guðmundsson 171 6. Gunniaugur Óskarsson — HelgiEinarsson 138 7. Guftjón Jóhannsson — Þórhallur Þorsteinsson 136 Meðalskor O. TBK þakkar öllum spilurum þátt- tökuna á liðnum vetri, sem var frábær, og við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest aftur í haust. Nýir spilarar eru velkomnir. TBK þakkar einnig vinafélögum sínum, sem spilað hafa við okkur, ánægjulegar sam- verustundir. Seinna veröur auglýst um aðal- fundinn og starfsemi félagsins eftir sumarhléið. Bridge er skondið og skemmtilegt, sjáumst við græna boröið. Og Mollo spyr: Hvaða tvo slagi gaf vestur? Þú færð 10 stig fyrir að svara tígul- kóng og laufaás. Trézel varð að fría hjartað án þess að hleypa suðri inn í spilið. Að gefa noröri hjartaslag er sjálfsögð spila- mennska, en það misheppnast ef suður á DGX. Þaö var tilfellið í þessu spili. • Trézel tryggði sig hins vegar gegn því með því aö gefa tígulkóng í fyrsta slag. Síðan gat hann kastaö hjarta í tígulás og fríaö litinn án þess að hleypa suðri inn. Þetta er afbrigði af algengri stöðu + Vest ur spilar þr jú grönd. Norður spilar út spaðafjarka, nían, ásinn og sjöan. Spaðatvistur kom næst. Þótt tígulkóngur lægi rétt tapaöi vestur spili sem hann hefði átt að vinna. Hvaða vitleysu gerði hann? Þú færð 10 stig fyrir að benda á aö vestur gerði vitleysu í fy rsta slag. Samningurinn er frekar vonlaus nema tígulkóngur liggi rétt. Og sé hann ekki annar þarf tvær innkomur til þess að geta svínað tvisvar. Vestur á því að kasta spaðakóng í ásinn og tryggja sér þar með aöra innkomu á blindan. Ohætt er að mæla með þessari skemmtilegu bók fyrir alla þá sem vilja endurbæta úrspilið hjá sér og ég fullyrði að allir munu bæta sig á lestri hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.