Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 32
32
DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984.
Boltinn
Boltinn
Boltinn
Graham Taylor: Otrúlegur árangur.
Graham Taylor, framkvæmdastjóri
Watford, hlýtur aö teljast eitt af furðu-
legustu fyrirbærum ensku knattspyrn-
unnarídag.
A sjö árum hefur hann rifiö Watford-
liöiö úr knattspymukjallaranum í
fjóröu deild upp í annaö sæti fyrstu
deildar og hefur nú komiö liöinu nett-
lega fyrir í úrslitum virtustu bikar-
keppni í heimi, FA-bikarsins.
Þaö var áriö 1977 sem Tayior, þá
framkvæmdastjóri Lincoln City,
ákvaö að taka tilboði poppstjömunnar
Elton John um aö gera þaö úr liðini
semþaö eridag.
Um leiö og Watford tryggöi sér
annað sætiö í 1. deild í fyrra krækti
þaösér í sæti í UEFA-bikarkeppninni.
Liöiö var í talsverðri lægö í upphafi
keppnistímabilsins en náöi þó aö
slumpast í þriöju umferö UEFA-
keppninnar þar sem það valt út eftir
tap gegn Tékkunum í Sparta Prag.
Liðið náöi sér á strik rétt fyrir jólin
og hefur síöan ekki litið aftur og er nú
rétt fyrir ofan miðja deild og eins og
fyrr er sagt í úrslitum bikarsins.
En þrátt fyrir alla þessa velgengni
aö undanfömu hefur Taylor ekki tapað
ró sinni og yfirvegun, staðreynd sem
hlýtur aö gefa áhangendum liðsins
meiri von um aö því takist aö leggja
síöasta óvininn að velli á leið upp hinar
frægu tröppur á Wembley til aö taka á
móti bikarnum fræga.
Hrokafullar setningar sem auövelt
er aö skella upp í stríösletur í ensku
blöðunum eru ekki hans stíll, til þess
þekkir hann blaöamennskuna of vel.
Faöir hans starfaði sem blaðamaöur
og Taylor hefur alla tíð boriö mikla
virðingu fyrir því starfi og ef hann á aö
Spútnikliðið Watford:
Töframaðurinn
Graham Taylor
— tók liðið úr fjórðu deild
í úrslit bikarsins ásjö árum
tala við blaöamenn þá vill hann annað-
hvort gera þaö almennílega eöa ekki
neitt.
Afstaða og viðhorf Taylor gagnvart
knattspymunni hafa alltaf þótt ákaf-
lega gamaldags, enda sést þaö best á
leikaöferöinni sem liöiö leikur. Þaö
notast viö tvo kantmenn og tvo
miöframherja sem aöferð sem datt úr
tísku eftir að enska landsliöinu hafði
tekist að krækja sér í heimsmeistara-
titilinn áriö 1966 meö leikaðferðinni 4—
4—2 þ.e.a.s. með aöeias tvo framveröi.
Sem knattspymumaður var Taylor
aldrei sigursæll, hann lék með
Grimsby Town frá 1962—68, sem þá
var í annarri deild og seinna í þriöju.
Er liöiö féll niður í þá fjóröu áriö 1968
var Taylor seldur til Lincoln, sem
einnig gisti fjóröu deild. Þar var hann
þar til 1972 er skónum var sveiflaö upp
í hillu meö þeim orðum aö þar skildu
þeir vera.
A þessum tíu ámm sem leikmaöur
lék Taylor 333 leiki og geröi þrjú mörk
enda alltafívöm.
En þó hann heföi hætt aö spila með
Lincoln þá var hann áfram á staönum
sem framkvæmdastjóri. Og eftir
f jögur ár viö stjómvölinn þar var liðið
komið upp í 3. deild sem meistarar.
Hann hélt áfram meö Lincoln-liðið
og fíraöi því upp í níunda sæti. Þaö var
þá sem Elton John kom inn í myndina
og í júní 1977 færöi Taylor sig aftur
niöur í 4. deild til Watford. Taylor
sagöi popparanum, sem var fariö aö
leiðast aö sjá uppáhaldsliöiö sitt svona
neðarlega, að hann þyrfti aö minnsta
kosti eina milljón sterlingspunda til aö
koma liðinu upp á toppinn og inn í
Evrópukeppnina. John sagöi það
minnsta mál í heimi og af staö héldu
félagarnir.
Fyrsta keppnistímabilið lofaöi góöu,
sjöunda sætiö varö þeirra. Þá voru
leikmenn eins og Ross Jenkins og
Steve Sherwood aö spila sína fyrstu
léiki meö liðinu og Luther Blisset var
rétt aö gægjast upp á yfirborðiö.
John Barnes er einn efnilegasti leik-
maður sem Englendingar hafa eignast
í langan tima.
Keppnistímabiliö á eftir, ”77—’78,
var deildin svo tekin meö trompi, Wat-
ford-liðiö leiddi allan tímann og var
aldrei í hættu meö aö missa þá forustu.
Joe Bolton bættist í hópinn.
Ekkert stopp var gert í þriöju deild,
annaö sætiö var nokkuö öruggt, vörnin
ein sú besta í deildinni meö Bolton og
nú Steve Sims sem klettana í miðjunni.
Áður en þeir lögöu í ’ann í annarri
deild var Wilf Rostron (nú fyrirliði)
keyptur frá Sunderland til aö styrkja
vömina enn frekar. Þeir fóru hægt af
stað, en tókst þó aö foröast fall, lentu í
18. sæti.
Ljóst var aö reynsluna vantaöi og
því var náö í Pat Rice frá Arsenal og
Gerry Armstrong frá Tottenham.
Nigel Callaghan, Les Taylor og Steve
Terry bættust líka í hópinn fyrir
keppnistímabiliö ’80—’81 og Watford
fékk á sig gott orö og haf naöi í 9. sæti.
A sama tíma rauk Swansea-liðiö upp
í fyrstu deild, en þessi tvö liö höföu
komið saman upp úr fjórðu deild í þá
þriöju og aftur í aöra, svanasjó-
mennirnir sem þriöja liöiö í bæði
skiptin.
Og á meöan Watford-liðinu tókst að
tryggja sér 2. sætiö í annarri deiid
geröi Swansea stóra lukku á toppi
fyrstu deildarinnar. En leikmenn Wat-
ford fögnuðu engu að síöur og skruppu
á næsta pöbb. Allir nema einn. Þaö var
John Bames sem bæst haföi í hópinn
um veturinn ásamt Hollendingnum
Jan Lohman. Bames greyið varð aö
sitja eftir því hann var ekki orðinn
nógu gamall til að drekka hinn sterka
BRYAN ROBSON
Bryan Robson hefur á undanförnum
árum unnið sér nafn innan knattspyrn-
unnar um allan heim sem klassaleik-
maður. Hann er í dag, og verður senni-
lega í langan tíma, dýrasti leikmaöur
Bretlandseyja. Ron Atkinson snaraöi
fram litlum 1.275.000 punda til að fá
hanntil liös viðsig.
Hvort Robson er þeirra peninga viröi
skal ósagt látið en hann hefur staöiö
sig vel, strákurinn. Hann er fyrirliöi
liösins og auðvitað enska landsliösins
líka. Hann hefur nú leikiö 34 landsleiki
fyrir liö sitt og ólíklegt er aö lát verði á
landsleikjaspiliríi hans á komandi
árum.
Itölsk liö ganga á eftir Robson meö
gras í skóm og sokkum og vel gæti
fariö svo að hann yfirgæfi United fyrir
einhvern af milljónaraklúbbunum þó
aö aðrir. breskir leikmenn hafi ekki
gert þaö alltof gott á Italíu hingaö til.
Robson hefur oröiö bikarmeistari
meö United (1983). Fleiri meiri háttar
„önnörar” eru þaö ekki í bili.
-SigA.
Keppnis- Uð Deild Leikir mörk Ueíkir mörk Leikir mörk Leikir mörk
tímabil deild MilkCup FA Cup Alls
1974-75 WBA 2 3 2 3 2
1975—76 WBA 2 14+2 1 1+1 1 15+3 2
1976-77 WBA 1 21+2 8 1+1 0+1 22+4 8
1977-78 WBA 1 35 3 3 2 40 3
1978-79 WBA 1 40 6 1 6 2 47 8
1979-80 WBA 1 35 9 5 2 40 11
1980-81 WBA 1 40 10 5 1 2 47 11
1981—82 WBA
/Man. U 1 5/32 0/5 0/2 0/1 45 5
1982-83 Man.litd 1 33 10 8 1 6 3 47 14
1983—84 Man. Utd 1 31 4 6 . 1 38 4
Samtals:
1974—80 WBA 2/1 193+4 39 16+2 4 8+1 2 217+6 45
1980-84 Man. Utd. 1 96 19 _ 16 1 8 3 120 23
Alls 289+4 58 32+2 5 18+1 5 337+6 68
Elton John: Skaffar peningana.
mjöö sem jafnan er kneyfaöur á
stööum eins og pöbbunum bresku.
Ollum til mikillar furðu geröi
Graham Taylor engar meiriháttar
breytingar á liði sínu fyrir stóra slag-
inn. Fyrir vikiö var þeim spáö slæmu
gengi, en enn einu sinni stungu leik-
menn Watford og framkvæmdastjóri
laglega upp í gagnrýnendur sína.
Og á meöan svanirriir lækkuðu flugiö
ískyggilega lyfti Watford þotan sér
tignarlega af brautarendanum af staö
í flug sem ennþá er í uppvegi.
11. september náöi liðið fyrsta sæti
eftir fimm leiki og þótt kúla Watford-
ara heföi hjaönað öriítið þá sprakk hún
ekki eins og flestir spáöu.
Liðið var allan veturinn í topp fimm
og er upp var staðið reyndist aðeins
Liverpool hafa staöiö sig betur, meira
aö segja peningakallamir í Manchest-
er Utd áttu ekkert svar viö töfraleik
Watford-liösins og höfnuðu einu sæti
neöar.
Fyrir stuttu undirritaði Taylor nýjan
samning viö Watford-liðiö, samning
sem mun binda hann hjá liöinu fram til
1990.
Þessi samningur kom mörgum á
óvart þar sem frekar var búist viö að
hann héldi á vit miöa sem innihéldu
feitari bita og þykkari seölaveski, enda
er það gefið aö liö sem aöeins fær um
19.000 áhorfendur á heimaleiki sína aö
meöaltali getur ekki staöið í sam-
keppni viö stóru klúbbana.
Og þaö sama gildir um hina efnilegu
leikmenn liösins. Peningafúlgan
heiliar og víst er þaö aö hellingur af
liðum er tilbúinn til aö borga ansi vel
fyrir leikmenn eins og John Barnes,
Nigel Callaghan og Mo Johnston.
En ef Taylor tekst aö halda í megnið
af þessum mönnum er nokkuð ljóst að.
þama er á ferðinni liö fyrir framtíðina,
meðalaldurinn er enn ekki nema 20 ár.
Hér skal ekkert fullyrt um hvemig
úrslitin veröa í leiknum gegn Everton
sem háður veröur þann 19. maí. Hitt er
svo aftur staðreynd að Watford-liðið
færist í aukana með hverjum leiknum
og þó þeir hafi nú misst fyrirliða sinn,
Wilf Rostron, út vegna leikbanns þá er
nóg af ungum leikmönnum sem gera
mundu ýmislegt sem þeir ekki geröu
dags daglega til að fá aö spila á
Wembley.
Graham Taylor á lokaoröið: Svo
lengi sem bikarúrslitin eyðileggja
strákana ekki fyrirfram áður en þeir
geta byr jað þá eigum við góðan séns.
Og Taylor heldur áfram: Egóið mitt
krefst þess að við reynum að vinna
deildina. Eins og á stendur er allt sem
ég geri fyrir Watford. ’I fyrsta skipti’
því liðið hefur aldrei lifaö tíma líka
þessum. Og þegar ég hætti þá get ég
sagt,,reyniðaðnáþessu”. SigA
Boltinn
Umsjón:
Sigurbjörn
Aðalsteinsson
Boltinn
Boltinn
Boltinn
a 999999 1^19 v tii mmj*- w ji jt. m m 3 jþm 9M MM 99 Jm-N m Íá