Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Qupperneq 4
4
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNI1984.
Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós —
Umsjón:
Friðrik Indriðason
Samdráttur og harðnandi sam-
keppni einkenna íslenska mynd-
bandamarkaðinn um þessar mundir.
Margar myndbandaleigur eru til
sölu og allt bendir til þess aö
markaðurinn sé mettaður. Nýjar og
litlar leigur munu sennilega ekki lifa
af sumarið og flest bendir til þess aö
hér verði sama þróun og verið hefur
á Norðurlöndunum, markaðurinn
dregst saman eftir því sem nýja-
brumið fer af honum þar til hann
kemst í jafnvægi, svipað og átti sér
stað til dæmis er sjónvarpið fór af
stað. Er frá líöur fara menn að velja
og hafna og annað afþreyingarefni
þrýstir sér inn á það svið sem mynd-
böndin tóku yfir í byrjun.
Á sama tíma og þetta gerist stefnir
í harða rimmu milli þeirra sem eiga
myndbandaleigur og þeirra sem
dreifa efninu í þær. Stofnun Samtaka
íslenskra myndbandaleiga má
þannig rekja beint til aðgerða Sam-
taka rétthafa myndbanda sem beind-
ust að ólögmætum myndböndum á
leigunum en eins og kunnugt er hétu
SRM hverjum þeim sem komið gæti
ólöglegu myndbandi til þeirra
launum sem námu 2000 kr. fyrir
hvert ólöglegt myndband og 4000 kr.
fyrir kóperingu.
Vegna þessara aðgerða SRM komu
myndbandaleigueigendur saman og
stofnuðu sín eigin samtök, SIM, en
slík samtök hafði áður verið reynt að
stofna a.m.k. þrisvar sinnum á
síðustu tæpum þrem árum.
Engar opinberar tölur
En hve stór er íslenski mynd-
bandamarkaðurinn? Erfitt er að
svara þeirri spurningu nákvæmlega
þar sem engar opinberar tölur eru til
um innflutning á myndböndum sér-
staklega, þ.e. myndbönd eru flokkuð
með tónböndum (segulbandsspól-
um) og er þetta tvennt undir sama
tollskrárnúmeri. Hið sama á við um
auðar spóiur og ekki er vitað um
umfang óiöglegs innflutnings, þ.e.
þess sem menn flytja inn á eigin
vegum í ferðatöskum sínum.
Innan SlM eru nú 60 myndbanda-
leigur víösvegar um landið en alls
munu vera hérlendis rúmar 150
myndbandaleigur. Að sögn Gunnars
Guðmundssonar, lögfræðings SRM,
eru um 700 myndbönd á meöalieigu,
sumar hafa fleiri sumar færri og þær
„Það sem verður eitt af baráttu-
málum okkar, og þarf að koma, er að
setja þarf reglur og gera kröfur til
þeirra sem stunda þennan rekstur,
svipað og til dæmis gerist meö fast-
eignasölur. Þær reglur eru ekki fyrir
hendi núna,” sagði hann.
Ingimundur Jónsson sagði í sam-
tali við DV að samkeppnin nú væri of
hörð. . . „litlir og nýir aöilar á þessu
sviði munu deyja. Það er einfaldlega
alltof mikið af leigum á
markaðinum.”
Ragnar Guðmundsson í Texta
sagöi í samtali við DV að síðasta ár
hjá þeim heföi verið toppurinn en þá
Samdráttur og harðnandi samkeppni á myndbandamarkaðinum:
Til eru um 90 þús-
und myndbSnd hér
engar opinberar tölur að hafa um magnið
litlu eru í meirihluta. Þvi er ekki van-
reiknað að segja aö um 90.000 mynd-
bönd séu til á leigunum í landinu til
útlána en titlamir eru miklu færri.
Sem dæmi má nefna Texta sem til
skamms tíma var eina fyrirtækið
sem framleiddi myndbönd hérlendis,
þ.e. fjölfaldaði og textaöi myndbönd.
Samkvæmt upplýsingum hjá Texta
voru fjölfaldaöir um 350 titlar hjá
þeim á siðasta ári, að meðaltali 40
myndbönd af hverjum titli eða um
14000 myndbönd ails.
Viðskiptabann
Nýlega voru samþykkt á Alþingi
ný lög sem ná yfir höfundarrétt á
myndböndum og telja SRM sig
standa með pálmann í höndunum
eftir það. Samningaumleitanir
standa nú yfir milli SMR og SlM.
SMR hefur gert SIM tilboð um eins
mánaðar aðlögunartíma að nýju lög-
unum, þ.e. leigumar fái mánuö til að
hreinsa út hjá sér ólöglegt efni en
ekki munu allir innan SIM vera jafn-
hrifnir af því fyrirkomulagi og á
fundi hjá þeim hefur m.a. verið
viðmð sú hugmynd að setja
viðskiptabann á aðila innan SRM.
Raunar var eitt óformlegt viðskipta-
bann í gildi um skeið gagnvart
Myndböndum eða því fyrirtæki sem
dreifir efni frá Regnboganum.
Að sögn eins stjórnarmanns í SlM
var forsaga þess máls sú að sá sem
sá um söluna var svo óvinsæll hjá
myndbandaleigunum aö útilokaö var
fyrir hann aö selja nokkurt efni. Þá
kom kúvending og nýr maöur var
fenginn til að annast verkið. Var sá
talinn samningaliprari og hefur
ýmislegt breyst til batnaðar síöan að
dómi aðila innan SIM.
'Viðskiptabann á aðila innan SRM
er þó nokkuð fjarlægur möguleiki í
sjálfu sér því mótleikir SMR gegn
því em margir. Sá einfaldasti er sá
að SMR setji upp leigur eða útibú
meö efni frá sér í beinni samkeppni
viö aöila innan SlM. Þessu ætti StM
erfitt með aö svara því SRM hefur
lögin sín megin.
Hvað varðar erfið samskipti milli
Regnbogans og myndbandaleiga
sagöi Ingimundur Jónsson, for-
maöur SlM, í samtali við DV að...
,,menn hafa lært þann einfalda
boðskap að ef um dóna- og mdda-
skap er að ræða verslar enginn við
þig. Nú fá allir myndbönd jafnt hjá
þeim en áður voru þeir kannski að
mjólka myndböndin í eigin leigu í
hálfan mánuð áður en þeir seldu þær
öðrum leigum.”
Gjaldþrotamenn
í viðskiptum
Ef vikið er aftur að hbni hörðu
samkeppni og samdrætti sem nú
ríkir á vettvangi myndbandaútleigu
hérlendis þá kemur þar fleira til en
mettaður markaður og almennur
samdráttur í þjóðfélaginu því
margir hafa talið þetta auðvelda leið
til að ná sér í aura og sumir þeirra
kunna lítið til þess rekstrar sem hér
um ræðir, eða þá rekstrar almennt.
Gunnar Guðmundsson sagði aö í
sumum tilfellum vissu þeir um menn
sem stæðu í þessum rekstri sem sam-
kvæmt opinberum plöggum kynnu
ekki að fara með eigin fjárreiður,
þ.e.a .s. hefðu veriö lýstir gjaldþrota.
fjölfölduðu þeir um 350 titla.. .
„menn halda að sér höndunum núna
og dreifa meira hjá sér framleiðsl-
unni og sölunni. Markaðurinn er í
greinilegum öldudal og mér sýnist
þetta stefna í sama far og gert hefur
á hinum Norðurlöndunum en þar
hafa á milli 30 og 40% myndbanda-
leiga lokað á sl. ári og af þeim sem
eftir eru hefur mikiö verið keypt upp
af stærri fyrirtækjum sem eru í
öðrum rekstri. Neyslan hér er að
komast á ákveðið stig, fólk er farið
að velja og hafna meira en það
gerði,”segirhann.
Hjá þeim sem DV ræddi við var þó
almennt sú skoðun rikjandi að ofan-
greint ástand ætti fremur við um
höfuðborgarsvæðið heldur en lands-
byggðina. A landsbyggðinni væri
markaðurinn enn stækkandi þótt
dregið hefði aðeins úr þeim vexti
undanfarið. Þar væru enn mögu-
leikar, einkum vegna þess að
afþreyingarefni er almennt mun fá-
brotnara á landsbyggðinni og fólk
hefur ekki úr eins miklu að moða á
þeim vettvangi og fólk á höfuö-
borgarsvæðinu. -FRI.
Gisli Halldórsson tók fyrstu skóflustunguna að félagsmiðstöðinni /:
vesturbænum. DV-mynd: GVA.
Fyrsta skóflustunga
að félagsmiðstöð
Fyrsta skóflustungan var tekin í
fýrradag að nýrri félagsmiðstöð við
KR-heimiIið í vesturbæ Reykja-
víkur. Það var Gísli Halldórsson,
heiðursforseti ISI og einn af „elstu
sonum KR”, sem tók fyrstu skóflu-
stunguna.
Sveinn Jónsson, formaður KR,
sagöi í stuttu ávarpi sem hann flutti
við þetta tækifæri að nú væri lang-
þráður draumur KR-inga aö rætast á
85 ára afmæli félagsins. Þama mun
rísa miðstöð fyrir félagsstarf allra
félagsmanna og sagðist hann vonast
til að í framtíðinni færi þar fram
mannbætandi og gott starf svo sem
hingað til innan veggja KR-
heimilisins. Nýja félagsmiðstöðin er
byggð í samvinnu við Æskulýösráð
Reykjavíkur og borgarsjóð en á efri
hæð nýbyggingarinnar mun Æsku-
lýðsráð reka félagsmiðstöð fyrir
unga vesturbæinga.
-ÞG.
Þörff á að sam-
ræma og miðstýra
aðgerðum til vemdar sjaldgæf um dýrategundum
—segir í tilkynningu f rá vestur-þýska sendiráðinu í
kjölfar fálkaeggjastuldarins
Heinz Pallasch, sendiráðunautur
vestur-þýska sendiráðsins hér á landi,
hefur sent frá sér eftirfarandi greinar-
gerð vegna þýsku fálkaeggjaþjófanna
sem voru teknir á Norðurlandi 30. apríl
síðastliðinn. Eins og kunnugt er voru
þeir með átta fálkaegg í fórum sínum
auk mjög f ullkomins búnaðar til eggja-
töku og fleira í þeim dúr. Þetta voru
ung hjón um tvítugt og hlutu þyngsta
dóm sem felldur hef ur verið hér á landi
í máli af þessu tagi.
-KÞ.
Aö lyktum hins leiöa atviks hinn 30.
apríl sl. langar mig til að skýra yöur
frá því frá sjónarhóli sendiráðsins, að
þetta atvik hefur einnig vakið mikla
athygli í fréttaflutningi í Þýskalandi.
Af því varð ljóst, að um var að ræða
braskara, sem þegar hafa valdið áliti
iÞýskalands erlendis miklu tjóni. En
ieinmitt þetta nýliðna atvik og sú
athygli, sem það hefur vakið, hafa fært
okkur heim sanninn um, að þörf er á að
samræma og miðstýra enn betur en
áöur gagnráðstöfunum gegn slíku
framferði, þar sem ljóst er, að einstak-
ir löggæsluaðilar hafa ekki ráðiö viö
gróf brot af þessu tagi gegn alþjóða
náttúruvemdarsamþykktum fram að
þessu. Því er nú ástæða til þess að
vona, að gengið verði hart eftir því
framvegis, að verndunarákvæði
þessara samþykkta verði haldin, eftir
það tjón, sem þessir hópar hafa þegar
valdið, einnig í öðrum löndum. Sú
tilhugsun, að við glötuðum sjaldgæfum
dýrategundum okkar fyrir fullt og allt,
er einnig óbærileg fyrir okkur.
Að því er snertir ofangreint atvik
sjálft vil ég láta þess getiö frá persónu-
legum sjónarhóli mínum, að hér hefur
komiö upp mannlegt vandamál af sér-
stöku tagi, nefnilega vandamál
verndar lítt sjálfstæðrar eiginkonu
gegn misneytingu af hálfu eiginmanns
hennar. Eftir að umrædd stúlka gekk
að eiga eiginmann sinn fyrir ári, án
vitundar foreldra hennar og hann tók
hana með sér í ævintýraleiðangur
þennan þrátt fyrir mjög varhugavert
heilsufarsástand hennar, er mér með
öllu óskiljanlegt, hvemig hann gat
fengið af sér að stinga hinum rændu
eggjum inn á hana, er hann sá fram á
handtöku sína, til þess aö firra sjálfan
sig ábyrgð á hennar kostnað. Þó ætla
ég mér ekki þá dul að ætla að leggja
dóm á, hvernig litið er á slíka mann-
lega sök frá réttarlegu sjónarmiði, en
mér veldur hún hugarangri, þar sem
ég geri mér gjörólíkar hugmyndir um
það, hvemig framkoma manns gagn-
vart maka sínum eigi að vera að réttu
lagi. Þvi var það, að ég gekkst fyrir
því, að stúlkan yrði send sem bráðast
heim til foreldra sinna með hliðsjón af
heilsufari hennar.