Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Page 6
DV. FÖSTÚDAGUR15. JÖNÍ1984. 6 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Náttúruhamfarir í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld hafa greint f rá alvarlegum skemmdum á mann- virkjum og mannskaöa vegna ský- strokka sem gengu yfir nokkrar borgir í Miö-Rússlandi um síðustu helgi. Upplýsingar stjórnvalda eru ekki nákvæmar en talið er að tugir manna kunni að hafa farist. Vestrænir sendiráðsstarfsmenn í Moskvu segja að viöbrögð fjölmiðla í Sovétrikjunum bendi til þess aö hér hafi verið um meiriháttar náttúru- hamfarir að ræða. Dagblaðið Izvestia sagöi frá því að nokkrir skýstrokkar hefðu gengið yfir svæðið milli borganna Yaroslavl og Gorky, eyðilagt verksmiðjur og fellt hundruð mastra í háspennu- iínum. Múrsteinahús lögðust i rúst undan vindunum, aö sögn Izvestia, og sums staðar stóðu engin hús uppi. Einn skýstrokkurinn, 450 metrar á breidd, skildi eftir sig slóð eyði-, leggingar í borginni Ivanovno en þar býr hálf milljón manna. I frétt blaðsins er þess getið að mannskaði hafi orðið en engar tölur þar aö lútandi gefnar upp. Erlendir sendiráösstarfsmenn segja það benda til þess að hamfarimar hafi verið miklar að stjómvöld tilkynntu að samúðarkveöjur yrðu sendar til aðstandenda hinna látnu en það gera sovésk stjórnvöld aðeins þegar um meiriháttar náttúruhamfarir eða slyseraðræða. Bandaríkin: Nýtt lyf gegn herpes Nýtt lyf hefur verið fundið upp sem dregur mjög úr áhrifum hins ólæknandi sjúkdóms herpes, að sögn rannsóknarstofnunar sem rekin er á vegum Bandaríkjastjórnar. Sjúkdómurinn herpes er mjög smitandi og smitast venjulega við samfarir. Veldur hann sárum og blöðrum en þau einkenni geta horfið og ekki komið fram aftur fyrr en löngu síðar. Flestir sem þjást af sjúkdómnum fá slík útbrot þrisvar til fjórum sinnum á ári en sumir sjúk- lingar fá útbrot tólf til sexán sinnum áári. Rannsóknarstofnun á ofnæmis- og smitsjúkdómum, sem Bandaríkja- stjórn rekur, hefur rannsakað lyf sem dregur úr og stöðvar stundum útbrot. Lyfið er nú framleitt til sölu og kallast Oral Acyclovir. En vísindamenn stofnunarinnar vara við því að mikil notkun lyfsins kunni að kalla fram nýtt afbrigði af vírusnum sem veldur herpes sem væri ónæmur fyrir lyfinu. Rannsóknir stofnunarinnar á lyfinu leiddu í Ijós að útbrot komu fram um leiö og sjúklingar hættu að taka lyfið reglulega. Segja vísinda- menn, sem starfa við stofnunina, að þó að niðurstöður lofi góðu þurfi frekari rannsóknir á áhrifum lyfsins þegar það er tekið lengi. ElSalvador: Lögregludeild lögð niður Duarte, forseti f/ Sa/vador, hreinsar nú til i lögreglulíði rikisins. Jose Napoleon Duarte, ný- kjörinn forseti E1 Salvador, hefur lagt niöur sérstaka deild lög- reglunnar þar í landi sem talin var tengd dauöasveitum hægri manna. Talsmaður lögreglunnar í E1 Salvador sagði að starfsmenn S—2 upplýsingadeildar gjaldeyrislög- reglunnar yrðu fluttir til og settir til starfa utan höfuöborgarinnar San Salvador. Ráðstöfun þessi er liður í til- raunum stjómvalda í E1 Salvador til þess að bæta orðspor það sem fer af lögreglusveitum ríkisins sem gjarna hafa verið sakaðar um mann- réttindabrot. Reagan vill leiðtogafund Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær aö hann væri reiöubúinn til við- ræðna við sovéska leiðtoga til aö bæta sambúð risaveldanna. Sagði forsetinn aö efnisskrá fundarins þyrfti ekki að vera undirbúin í smá- atriðum og er þetta breytt afstaða frá því sem verið hefur til þessa hjá bandariskum stjórnvöldum. Forsetinn sagði að hann væri reiöubúinn að hitta Konstantin Chernenko, þó svo að Sovétmenn tækju ekki upp að nýju viðræður við Bandaríkjamenn um takmörkun á kjamorkuvopnabúnaöi. Sagði Bandaríkjaforseti að sér nægði að þeir leiðtogarnir ræddu málin al- mennt ef það mætti leiða til betri sambúöar. Fram að þessu hefur þaö verið ófrávíkjanleg stefna bandarískra stjórnvalda að leiðtogafundur kæmi því aðeins til greina aö hann væri vandlega undirbúinn fyrirfram og allar líkur væru á raunhæfum niður- stöðum. Á blaðamannafundinum í gær- kveldi sagöi Reagan aö bandarisk stjórnvöld hefðu verið að þreifa fyrir sér með það hvort ekki væri viðræðu- grundvöllur við Kremlverja og að hann hefði beitt sér persónulega í því máli. Hann sagði einnig að leynst gætu hættur bak við leiötogafund og hugsanlegt væri að í stað þess aö leiöa til samkomulags gæti slíkur fundur leitt til frekari spennu. Talsmaöur stjómvalda í Sovét- ríkjunum hafði fyrr um kvöldið sagt að Chemenko væri reiðubúinn að hitta Reagan en tók skýrt fram að Sovétmenn teldu enn langt í leiðtoga- fund og mikils undirbúnings þyrfti viö ef gagnleg niðurstaða ætti aö nást. Reagan neitaði bví á blaöamanna- fundinum að yfirlýsing hans hefði nokkuð að gera með forsetakosning- amar sem framundan em. Hann sagði að dyrnar stæðu Sovétmönnum opnar og stjóm sín myndi halda áfram þreifingum bak við tjöldin til þess að reyna aö koma leiðtogafundi á. Hann sagöi einnig aö stjórn sín hefði átt í erfiðleikum því leiðtoga- skipti heföu orðiö þrisvar sinnum í Sovétríkjunum frá því hann tók við forsetaembætti Bandaríkjanna. Andstæðingur Gadd- af is skotinn í Grikklandi Andstæðingar Gaddafis eru hvergi óhultir. Grískur búðareigandi, fæddur í Libýu og andstæðingur stjómar Muammar Gaddafis, særðist í skotá- rás í Aþenu í fyrradag. Gríska lög- reglan handtók líbýskan ríkisborgara vegna þessa atburðar. Búðareigandinn, Manolis Hiladakis, fluttist til Grikklands frá Líbýu 1970 og hafði um tíma dreift arabísku tímariti sem andstæðingar Gaddafis gefa út. Okunnur maður gekk inn í verslun Hiladakis í fátækrahverfi í Aþenu, öskraði til hans nokkrum orðum á ensku og skaut hann með skammbyssu búinni hljóðdeyfi. Lögreglan í Aþenu handtók Libýu- mann skammt frá versluninni og hafði maðurinn þá á sér skammbyssu sem nýlega hafði verið skotið úr. Hann neitaöi aö eiga þátt í árásinni á Hiladakis. BorisSpassky: HÆTTUR AÐ TEFLA FYRIR SOVÉTMENN Júgóslavneska fréttastofan skákmóti í Linares á Spáni fyrir ári. Hann tók þó fram að hann væri Tanjug hafði það eftir Boris Spassky Spassky lýsti því yfir við frétta- ekki andófsmaður og vildi ekki aölit- aðhannmyndialdreiafturteflafyrir mann Tanjug, eftir alþjóðlegt skák- ið yrði á sig sem slíkan þrátt fyrir Sovétríkin. Þetta fylgir í kjölfar mót í Bugonjo í Júgóslavíu, að þetta pólitísk áhrif ákvöröunar sinnar. deilna Spasskys við íþróttayfirvöld í væri í síöasta sinn sem hann tefldi Spassky býr í Frakklandi með konu Sovétríkjunum. Heimsmeistarinn undir fána Sovétríkjanna. Spassky sinni sem er frönsk. Hann sagði að fyrrverandi sagði að samband hans sagði að hann hefði árum saman hann myndi líklega tefla fyrir Frakk- við iþróttayfirvöld í Sovétríkjunum reynt að sættast við valdamenn í land á ólympíuskákmótinu í Thessa- hefði vemsað mjög eftir að hann sovéskum íþróttum en enginn hefði loniku í Grikklandi í nóvember. ^ vann skák sína við Anatoly Karpov á viljað koma til móts við sig. Boris Spassky, hætturað tefía fyrir Soyétrikm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.