Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNl 1984.
Útlönd Útlönd Útlönd
DEILUR Á FUNDI
COMECON RÍKJA
Fundi aöildarríkja Comecon (efna-
hagsbandalags kommúnistarikja)
lauk í Moskvu í gær.
Á fundinum voru gerð drög að
efnahagsáætlun kommúnistaríkj-
anna sem nær fram til næstu alda-
móta. Samkomulag var um að
nánari samvinna væri nauðsynleg á
milli kommúnistaríkjanna og að
sameiginleg skipulagning efnahags-
mála rikjanna væri það sem stefnt
skyldi að.
Fundinum lauk með því að Leonid
Zamyatin, aðaltalsmaður Sovétríkj-
anna, fór yfir þau helstu málefni sem
tekin voru fyrir og samkomulag varð
um.
Sovéskir f jölmiðlar sögðu í gær að
á fundinum hefðu faríð fram „opin-
skáar viðræður um viðskipta-
málefni”. Vestrænir fréttaskýrendur
segja að þetta orðalag merki að mik-
U1 ágreiningur hafi rikt á fundinum.
Ekki er mikið vitaö um hvað fram
fór á fundi ríkjanna en talið er víst að
heitar umræður hafi orðið um verð á
olíu sem Sovétmenn selja banda-
mönnum sínum. Verðiö hefur verið
töluvert hærra en heimsmarkaðs-
verð og hafa Austur-Evrópuríkin
kvartað mikið undan þessu á síðast-
liönum árum. Boris Gostev, tals-
maður Sovétríkjanna í efnahags-
málum, sagði að Sovétmenn hygðust
breyta stefnu sinni í verðlagningu á
olíu og myndi verðið vera nálægt því
sem gerist á heimsmarkaöi.
Einnig er talið að tækniþróun hafi
verið ofarlega á baugi á fundinum og
rætt um leiðir til að ná því forskoti
sem vesturveldin og Japan hafa
fram y fir austurblokkina á þvi sviöi.
Samkvæmt heimildum frá Austur-
Evrópu urðu töluverðar deilur á
fundinum vegna viöskipta við
Vesturlönd. Samkvæmt sömu
heimildum skáru Austur-Þjóðverjar
og Ungverjar sig nokkuð úr í þeim
viðræðum. Austur-Þjóðverjar hafa á
undanförnum árum hagnast mikið á
viðskiptum við Vestur-Þýskaland og
Ungverjar hafa verið frjálslyndastir
Austur-Evrópuþjóða í afstöðunni til
einkareksturs.
Pólland:
DregurWalesa
sigíhlé?
Lech Walesa, leiðtogi hinna ólöglegu
pólsku verkalýðssamtaka, Einingar,
segir að hann muni hugsanlega hætta
afskiptum af hreyfingunni eftir að úr-
slit sveitarstjórnarkosninga í Póllandi,
á sunnudaginn kemur, liggja fyrir.
Þessi yfirlýsing Walesa breytir tals-
vert bakgrunni kosninganna, sem til
þessa hafa verið taldar átakapunktur
milli stjórnvalda og leiðtoga Einingar,
sem vilja að Pólverjar hunsi
kosningarnar.
I yfirlýsingunni segir Walesa: „I
sambandi viö spumingar varðandi
kosningamar vil ég lýsa því yfir að ég
vil ekki hafa áhrif á afstöðu kjósenda
þar sem ég vil komast aö raun um
hvert hið raunverulega ástand er.”
Pólsk stjómvöld hafa spáð góðri kjör-
sókn, sem muni sanna að þjóðin hefur
öðlast traust á hinum kommúnisku
valdhöfum að nýju.
Walesa hefur lýst því yfir, ásamt 40
öðrum leiðtogum Samstöðu, að hann
muni ekki greiöa atkvæði en hann
hefur forðast að beita sér fyrir því að
menn sitji almennt heima á kjördag.
schlUter slapp
VIÐ RÉTTARHÖLD
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- Fyrir nokkrum vikum kom fram
mannlDVíSvíþjóð: að SchlUter hefði fyrir tveimur og
Paul Schluter, forsætisráöherra hálfu ári selt húsið fyrir 1,1 milljón
Danmerkur, hefur með naumindum danskra króna. Skömmu eftir kaupin
tekist að losna við hneykslismál sem uppgötvaði nýi eigandinn að mikið
upp kom vegna sölu hans á lúxushúsi var um rottur í húsinu og auk þess
sínu í Klabbenborg fyrir noröan stórirhlutarþessmjögfúnir.
Kaupmannahöfn. I gær bauð lög- Fyrir einni viku tilkynnti Sdiliiter
fræðingur forsætisráðherrans að hann væri reiðubúinn að kaupa
kaupandanum 600.000 danskar húsið aftur á sama verði og hann
krónur í skaöabætur vegna kaup- hefði selt það auk kostnaðar við við-
anna. gerðir. Þannig hugðist hann sleppa
Kaupandinn, sem fullyrti að húsið við réttarhöldin en kaupandinn féllst
hefði verið fullt af rottum og illa ekkiáboöhans.Kaupandinnkrafðist
farið af fúa, samþykkti skaðabæt- þess í staðinn að fá 600.000 danskar
umar og þar með var málið gegn krónur í skaðabætur og féllst
f orsætisráðherranum lagt niður. Schltiter í gær á aö greiöa þær. Hann
Danski Ihaldsflokkurinn er mjög sagöi þó að ljóst væri að heföi málið
ánægður með að málið skuli vera farið fyrir dóm hefði hann aldrei
leyst því það var ekki aðeins farið að þurft að greiða slika upphæð en hann
hafa áhrif á vinsældir forsætisráð- hefði þó kosið að gera það vegna
herrans sjálfs heldur einnig fylgi meðferðarinnarerhannhefðihlotiðí
íhaldsflokksins. fjölmiðlum.
Sovétríkin:
Hernaðarút-
gjöld stór-
aukin
Utgjöld Sovétmanna til vamar-
mála jukust hraðar á síðasta ári en
nokkm sinni síðan 1976, að sögn hátt-
setts starfsmanns bandariska varnar-
málaráöuneytisins. Sagöi maðurinn að
áfangaskýrsla frá starfsmönnum
bandarisku leyniþjónustunnar sýndu
aukningu á slikum útgjöldum um 5 til
10% fráárinul982.
Starfsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins sagði að talið væri
að Sovétmenn hefðu eytt 235 mill-
jörðum dollara til varnarmála, fyrir
utan launakostnað, og sagöi aö sam-
bærileg tala fyrir Bandaríkjamenn
væri 180 milljarðar dollara.
Milli áranna 1976 og 1982 jukust út-
gjöld Sovétmanna tii varnarmála um
u.þ.b. 2% á ári, en árið 1983 jukust
þessi útgjöld um 3—4%. Þessi starfs-
maður bandaríska vamarmálaráðu-
neytisins gaf fréttamönnum þessar
upplýsingar þegar öldungadeild
bandaríska þingsins var að hefja um-
ræður um f járframlög til vopnakaupa,
en þar er gert ráð fyrir útgjöldum upp
á 291 milljarð dollara.
Spánn:
Sviðsettu
aftöku
Tveir spænskir liðsforingjar hafa
verið leystir frá störfum eftir að þeir
skipuðu liðsmönnum sínum aö setja á
svið aftöku á borgarstjóra Avena, lítt-
illar borgar í norðausturhluta Spánar.
I yfirlýsingu spænska hermálaráðu-
neytisins sagði að liðsforingjamir
Carlos Aleman Artigues og Jaime
Iniques Andrade yrðu leystir frá
störfum meðan rannsókn á málinu
stæði yfir.
Vitni að atburðunum sögðu að her-
menn undir stjórn liðsforingja heföu
verið aö æfingum þegar þeir handtóku
borgarstjórann og annan mann með
honum og sökuðu þá um að „starfa
með óvinunum”. Þeir voru síðan
leiddir að vegg við aðaltorg bæjarins
og hermennirnir skutu á þá meö púður-
skotum.
Borgarstjórinn, Jose Galindo, segist
hafa fyrirgefið liðsforing junum og liðs-
mönnum þeirra.
Húseigendur
spara
milljónir
GAGNVARÐIR
GLUGGAR
Fullunnið timbrið
gagnverjum við með
olíuuppleystum efnum
við undir og yfir-
þrýsting.
Viðurinn mettast
af olíunni sem
varnar vatni leið
inn í viðinn.
Þessi gagnvarnar-
aðferð ver ekki aðeins
gegn fúa heldur
tryggir stöðugleika
efnis og 1. flokks
yfirborðsáferð.
Með fúavarnarkerfinu
okkar spörum við
íslenskum húseigendum
milljónir króna.
glugga-og huiðaverksmiðja
NJARÐVfK, Sími: 92-1601 Skrifstofa
í Reykjavík: Iðnverk hf, Nóatúni 17.
Símar: 91-25930 og 91-25945.
Hvítir 35 — 46
Svartir 35 - 46
Rauðir 35 - 46
Grair 40 - 46
Kaki 35 — 46 (grænir)
Sendum í postkröfu.
35 - 40 kr. 695.-
41 — 46 kr. 765.-
AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211
Meira en venjuleg verslun!