Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR15. JÚNI1984.
9
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
FRANSKAR
VÖFFLUR
4 dl hveiti
200 g smjörlíki
1dlsykur
tæpur 1 dl vatn
Smjörkrem:
100 g smjör
1 dl flórsykur
1 dl vanillukrem
Hveiti, mjúku smjörlíki og vatni er
hnoðað saman. Flatt út, brotið saman,
pakkaö inn í plast, látið vera í isskáp í
minnst eina klukkustund. Deigið er
flatt út aftur, æskileg þykkt er um
1/2—2/3 cm. Deigiö er skorið út með
glasi sem er 3 1/2—4 cm í þvermál.
Sykri er stráöá borðið, kökunum raðað
á sykurinn og rúllað yfir þær með
kökukefli, þær gerðar ílangar og þunn-
ar. Þá er þeim raðað á smurða ofn-
plötu. Bakaö við 225°—250° hita í 4—5
mínútur. Þegar þær hafa verið þaktar
sykri eru þær fljótar að dökkna til hlið-
anna og þarf því að hafa auga með
þeim í ofninum. Þegar þær eru orðnar
gulbrúnar eru þær teknar af ofnplöt-
unni, látnar kólna á bökunarrist og síð-
an lagðar saman tvær og tvær með
vanillukremi á milli.
Þegar smjörkremið er útbúið, þarf
að þeyta vel saman smjör og sykur,
síðan er vanillukreminu bætt varlega
saman við. Ef frysta skal kökurnar er
betra að frysta þær án kremsins.
Frönsku vöfflurnar skal geyma í kæli.
Franskar vöffíur, með gama/dags
smjörkremi á milli, er fíjótiegt eö
útbúe en deigiö þerf að bíða um
klukkustund i kæli áður en það er
bakað.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
AÓstoÓum viö val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
V 1
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
153UN
Merkingar mjólkurvara eru með misjöfnum hætti og telja margir að gera þurfi þær mun greiniiegri og
auðskiljanlegri á einstökum umbúðum.
DV-myndBj. Bj.
SKÝRAR 00 LÆSILEGAR
MERKINGAR Á MJÓLKINA
Á aðalfundi Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis var sam-
þykkt ályktun þar sem þeim tibnælum
var beint til mjólkursamlaga að þess
sé gætt að upplýsingar um síðasta sölu-
dag séu jafnan skýrar á umbúðum
mjólkurvara og aö þær séu læsilegar
fyrir neytendur. Einnig að á umbúðum
verði jafnframt getið um framleiðslu-
dag.
Samkvæmt reglugerð er skylt að
merkja allar mjólkurvörur síðasta
söludegi. Þessar merkingar eru með
nokkuö misjöfnum hætti.
A eins lítra mjólkurfernur er síð-
asti söludagur stimplaöur á fernuna
með breiðum svörtum stöfum, mjög
læsilegum. Þessi merking er þvi til fyr-
irmyndar og auðskiljanleg. A hálfs
lítra og tveggja lítra femum eru merk-
ingar með öðrum hætti. Efst á þeim,
þar sem þær eru klemmdar saman,
eru stafir greyptb- í umbúðbnar og
þykir mörgum þessar merkingar
nokkuð óljósar. Það getur oft verið erf-
itt að grebia hvaða tölur er um að ræða
vegna þess að tölumar prentast illa á
umbúðbnar. Svo er annað atriði sem
vefst stundum fyrir neytendum.
Það er að í þessum merkingum er
tala mánaðarins fyrst og síðan mánað-
ardagurinn. I íslensku er hins vegar
venja aö 'ita fyrst mánaöardaginn og
síðan tölu mánaðarins. I albnörgum
tilvikum getur þetta valdið misskibi-
mgi og því ekki gott að átta sig á hver
síðasti sögudagur er í raun og veru.
Oddur Helgason, sölustjóri Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík, sagði að
undanfarin ár hefðu veriö gerðar
margar breytingar á þessum merkrng-
um og stööugt væri unniö að endurbót-
um á þeim.
Pökkunarvélarnar væru keyptar er-
lendis og fylgdu með þeim þeir dag-
setningarstimplar sem notaðb væru.
Þrykktu stafimb hefðu sína galla en
það væri erfitt að finna blekstimpla
sem stimpluðu stafi sem héldust á um-
búöunum.
Hvað snerti þá kröfu að stimpla
einnig framleiðsludag á umbúðir væri
einungis skylda að hafa síðasta sölu-
dag á umbúðunum samkvæmt reglu-
gerð. Hins vegar hefði þetta verið gert
í nokkrum nágrannalöndum okkar.
Þar hefði síðan víðast hvar verið fallið
frá því aftur. Talið er að nægilegt sé að
hafa síöasta söludag á umbúöum
mjólkurvara. APH
FÖSTUDAGSKVÖLD
Honda Accord árg. 1980.
Mazda 323 st. 1,4 árg. 1979.
Cordoba árg. 1978.
Dodge Omni árg. 1980.
AMC Eagle4x4árg. 1980.
ÆEKBS
Toyota Starlet árg. 1980.
Blazer árg. 1977, 8 cyl., disil.
Bill í sérflokki.
Oldsmobile Cutlas L5.
M. Benz 250 árg. 1978. Bíll með
öllu.
Opið A LAUGARDAGA
KL.9-19.
KL. 10-18
BORGARTÚNI 24.
SÍMAR 13630 - 19514 - 23718.