Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNl 1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 68Ó61Í. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr.
Helgarblað28kr.
Takmörkuð úrbót
„Þeim þykir allt ómerkilegt, sem ekki er hundleiðin-
legt,” sagði leikari nokkur um forráðamenn Ríkisút-
varpsins.
Menn hefur mikið greint á um rás tvö hjá Ríkisútvarp-
inu.
Margt má finna þeirri stöð til foráttu.
En nú hefur almenningur á Reykjavíkursvæðinu lýst
skoðun sinni í skoðanakönnun DV.
Af öllu úrtakinu í könnuninni sögðust 55 prósent vera
ánægð með dagskrá rásar tvö.
Þetta er mikill meirihluti, þegar tekið er tillit til þess,
hversu margir eru óákveðnir eða kynoka sér við að svara
spurningunni.
Aðeins tæp 10 prósent sögðust óánægð með dagskrá
rásar tvö. Um 26 prósent reyndust óákveðin, og tæp 9 pró-
sent svöruðu spurningunni ekki.
Mikilvægt er að hafa í huga, að meðal hinna óákveðnu
eru þeir, sem ekki hafa hlustað á rás tvö. Þetta eru vænt-
anlega í mörgum tilvikum þeir, sem ekki hafa haft áhuga
á rásinni, vegna þess sem sagt hefur verið um hana. Stór
hluti þessa hóps er því neikvæður gagnvart rás tvö.
En það breytir því ekki, að skoðanakönnunin gefur til
kynna, að hreinn meirihluti aðspurðra er ánægður með
dagskrá rásar tvö.
Skoðun flestra er því sú, að það léttmeti, sem rásin
býður, sé þeim góð afþreying.
Við teljum, að margt megi betur fara á rás tvö.
Þjóðin lagði í talsverðan kostnað til að koma þeirri rás
á laggirnar.
Margir munu telja, að því fé hefði verið hægt að verja
betur, nú þegar að kreppir í efnahagsmálum.
En fólk þarf „brauð og leiki”. Léttmetið á rás tvö stytt-
ir mönnum stundir. Það er til dæmis mjög á boðstólum á
vinnustöðum, kemur í stað „Musak”, tónlistar, sem talin
er auðvelda fólki vinnu, ef unnin eru þjálfuð störf, svo
sem í iðnfyrirtækjum.
Þessi tónlist er einnig góð á veitingastöðum, þar sem
fólk nýtur hennar sem bakgrunns.
Fyrri skoðanakannanir hafa leitt til þeirra niður-
staðna, að mikið sé hlustað á rás tvö.
Spurningunni um, hvernig fólki líkar dagskrá rásar-
innar, hefur verið ósvarað.
Þessi skoðanakönnun svarar þeirri spurningu.
Áður hafa íslendingar hlustað mikið á Keflavíkurút-
varpið, þótt lítið hafi verið um það skrifað.
Nú færist mikið af þeirri hlustun væntanlega yfir á rás
tvö, sem er stórum betri fyrir Islendinga.
Sumir ráðamenn hafa talað um rás tvö sem „grað-
hestastöð”, eða annað í þeim dúr.
Sú gagnrýni er réttmæt, að ýmsir af þulum rásar tvö
eru illa mælandi á íslenzka tungu.
Rásin er of einhæf.
Væntanlega tekst á næstunni að bæta þessa dagskrá.
Þessi gagnrýni breytir því ekki, að skoðanakönnun DV
sýnir, að meirihluti landsmanna er ánægður með rás tvö.
Líklega finnst þessum meirihluta, að fé hafi ekki verið
sólundað, þótt ráðizt hafi verið í stofnsetningu rásarinnar
á tímum, þegar að kreppti í fjármálum.
Rás tvö þarf að bæta sig. En hún er sem stendur góð
viðbót í fjölmiðlun hér á landi. Enda kemur það álit fram
í viðbrögðum almennings.
Haukur Helgason.
Og þess vegna var
ég rekinn frá SVR
Jæja, þá er sagan frá 1951 búin aö
endurtaka sig hjá Strætó. Reyndar
trúði ég því aldrei almennilega aö til
nýrra hreinsana kæmi þó slíkt læddist
aö mér stundum. Og einmitt þess
vegna var ég búinn aö vara við því
innan SVR og utan að þessar einhliða
skýrslugeröir um flestöil fótmál starfs-
mannanna og oröaskak við suma yfir-
menn fyrirtækisins yrðu stöövaöar i
þessari mynd. Sem og reyndar nýi for-
stjórinn hjá SVR, hr. Sveinn Björns-
son, var mér sammála um aö þyrfti aö
breyta, i samtali okkar stuttu áöur en
hann síöan rak mig fyrir að skrifa um
þaö og fleira í DV þann 21. febr. sl.
Stóri bróðir mættur
á staðinn 1984
— En semsagt, hreinsanir voru þá
aftur teknar upp h já SVR á þvi herrans
ári 1984. Eftirlitsráðuneytiö hjá Orwell
um alla hagi þegnanna er mætt á
staöinn í allri sinni dýrð. Allir sem
falla út af línu leiötogans þurfa aö fara
í meðferð áöur en þeir geta fengið störf
á ný. Stóri bróðir gætir þín. Það fáum
við rækilega að vita núna.
Fyrstu kynni við hr. Svein
virtust lofa góðu
Allt saman byrjaöi þetta ósköp
fallega. Stuttu eftir að Sveinn Björns-
son var ráðinn forstjóri hjá SVR þann
1. des. sl. hittumst viö á fundi Um-
ferðarnefndar Reykjavíkur. Hann sem
forstjóri SVR og ég sem kosinn fulltrúi
vagnstjóra SVR. Forstjórinn kallaði til
min og baö mig um aö líta til sín inn á
forstjóraskrifstofuna ef ég mætti vera
aö því viö tækifæri. Sem og ég geröi
nokkrum dögum síöar. Þar talaöi hann
einstaklega ljúflega yfir mér um sína
hagi og hugmyndir sínar um SVR. Og
að viö strikuðum nú alveg yfir for-
tíðina á milli okkar.
Því síöast er við áttum tal saman
var fyrir rúmu ári síöan þegar hann
sem stjómarformaöur SVR skellti á
mig simtólinu og leist mér meira en í
meöallagi vel á þaö. Vissi reyndar
varla hvaöan á mig stóð veöriö þarna
á skrifstofunni.
MAGNÚS
SKARPHÉÐINSSON
VAGNSTJÓRI SVR.
Og forstjórinn nýi
bað mig um að hætta
að skrifa um SVR
Viö ræddum saman þá lengi og aftur
um 2 vikum seinna. Og fór einstaklega
vel á meö okkur. Þegar allt kom til alls
vorum við bara sammála um flestallt í
rekstri SVR. — Nema hvaö Sveinn var
alltaf að málga þaö við mig aö ég
hefði þetta hræðilega vopn pennann!
sem aðrir starfsmenn SVR hefðu
ekki . Og aö nú yrðum við aö vinna
saman en ekki sundur. Og ekki stóö á
mér að taka undir þaö. Nema eftir
langt tal, þegar ég vissi hvaö forstjór-
inn var aö fara, sagöi ég honum þaö á
minn ofurkurteislega hátt að ég gæti
samt, af öllu sem ég vildi fyrir hann
gera, gæti ég alls ekki lofað honum því
að ég hætti að skrifa um SVR eöa
annað eins og hann var aö fara fram á
viömig.
Ekkert minnst á
brot í starfi þá
Og í þessum samtölum okkar var
ekkert minnst á brot í starfi hjá mér.
Hvaö þá aö forstjórinn hugsaði sér aö
reka mig. Um einhver brot var ekkl
minnst einu orði. Utan það aö Sveinn
sagði mér aö hann hefði tileinkaö sér
þá ágætu reglu þegar hann var for-
stjóri hjá Iðntæknistofnun og setja
þurfti ofan í við starfsmenn, aö þá
kallaöi hann þá til sín fyrst. Og ef þeir
létu sér ekki segjast þá sendi hann
þeim bréf og fann aö viö þá. Og ef þeir
létu sér ekki segjast þá, þá gripi hann
til einhverra annarra ráða.
Rekinn strax eftir
DV-greinarnar tvær
En viö mig var ekki eitt orð sagt
áður en ég var rekinn fyrirvaralaust
þann 8. mars sl., eöa rétt nokkrum vik-
um eftir aö fyrrgreint samtal okkar
Sveins átti sér staö. Uppsagnarbréfið
var skrifaö rétt nokkrum dögum eftir
aö ég reit tvær greinar í DV í janúar og
febrúar um þaö hvers vegna ég vildi
veröa forstjóri SVR. En eins og kunn-
ugt er sótti ég um stööu forstjóra um
leið og Sveinn. En var ekki m.a. í
flokknum, eins og forstjórinn virðulegi
var,þvímiöur.
Þá var ég allt í einu
orðinn svo „brotlegur"
Og í uppsagnarbréfinu er síöan sagt:
„vegna samstarfsörðugleika yöar er
yður hér meö sagt upp störfum . .. ” o.
s. frv., o. s. frv. Engar ástæöur voru
gefnar. „Samstarfsörðugleikarnir”
• „En hvers vegna tók það SVR 8 ár að
komast að því að ég væri ónothæfur
starfsmaður? Af hverju var þá ekki löngu búið
að reka mig úr því ég var svona ómögulegur?”
Vamarræða
ómegðarmannsins
Vegna samdráttar sem oröiö hefur í
launavinnu og kaupmætti í kjölfar
aflaleysis og markvissra aögeröa gegn
verðbólgu hafa lífsnauösynjar heim-
ilanna oröið umræðuefni manna, bæði
þegar þeir hittast og svo er dálítið ritað
i blööin. Og það er mönnum nokkur
þyrnir í augum aö mjólk skuli kosta 2—
300 prósent meira á Islandi en á hinum
Noröurlöndunum, en mjólkurdrykkja
er þó meiri á Islandi en í nokkru öðru
landi.
Hér fara um 38% mjólkur til
drykkjar en innan viö 10% í flestum
öðrum löndum. Á Islandi er einokun á
fiestum búvörum og innflutningur er
ekki leyfður en það styöjum við fram-
sóknarmenn þótt þaö hafi, ásamt of-
framleiðslu, oröið til þess að gjöra inn-
lendar búvörur dýrari þar sem sam-
keppnierengin.
33% kjamfóðurgjald er svo lagt á
íslenska eggja-, kjúklinga- og svína-
bændur sem auövitaö hefur gjört
(fugla- og svína-) „kjötiö rokdýrt
miöað viö það sem slíkt kjöt kostar hjá
öðrum þjóöum,” svo haft sé upp
orörétt eftir framkvæmdastjóra
Framleiðsluráðs landbúnaðarins i
grein í Tímanum 5. júní síðastiiðinn,
sem er á móti fuglaketi og svínakjöti,
því þetta kjöt keppir viö sauðaket eins
og smyglað nautakjöt keppir meö svo
sögulegum hætti við íslenskt nauta- og
hrossaket.
Baráttan gegn
vanþekkingunni
Svörin sem almenningur hefur
fengiö, eða ómegöarfólk, er það ritar í
blöðin, er aö forystumenn bændasam-
takanna, ýmist hæðast aö fáfræði al-
mennings um sláturgróða, verðmynd-
un og búfræði, eöa þaö er efast um að
maður sé læs, en þaö síðasttalda fékk
ég nú hjá framkvæmdastjóra Sölu-
félags Austur-Húnvetninga, en mér
hafði oröið það á að birta reikninga
kjötfrystihússins er þeir reka og
græddu á 63 milljónir á tveim árum.
Ekki bjó ég þó til þessa reikninga og
undrast því þennan ofsa, þótt
auðvitjað skilji hver maöur aö þaö
hljóti aö vera öröugt að vera kaup-
félagsstjóri í landi þar sem menn eru
yfirleitt læsir.
Þá eru neytendur sakaðir um aö
„birta oft fáránlegustu staöhæfingar
um landbúnað og oft um þann hóp fólks
um leið sem þennan atvinnuveg stund-
ar,” eins og formaöur Stéttar-
sambands bænda oröar þaö svo
smekklega.
Og svo sakar hann dálkahöfunda og
fleiri um aö gerast iöulega dómarar
um málefni landbúnaöar, augljóslega
án þess aö afia sér þekkingar á málsat-
vikum ... ” en þetta þýöir einfaldlega
aö neytendur eiga að hætta að verja
heimili sín í blöðunum — og borga
þegjandi og hljóöalaust þessa tvo
milljaröa króna sem rétt þekking á
landbúnaði kostar um þessar mundir,
fyrir utan okriö í búðunum á mjólk og
sauöfjárafurðum.
Sannaö hefur verið opinberlega að
Grænmetisverslun landbúnaöarins
lagði 350% á finnsku kartöflumar.
150% auka-okri á kókómjólk hefur ekki
veriðmótmælt (salan 1,3milljónir lítra
á ári) og ekki heldur 80% aukaálagi á
jógúrt, umfram súrmjólk, svo dæmi
séu nefnd, að ekki sé nú talað um siát-
urgróöa og þá arðsemi sem í því viröist
vera fólgin aö geyma ket.
Málin eru einfaldlega afgreidd
meö því aö neytendur hafi ekki þekk-
ingu eða vitsmuni til þess að rita
greinar um þjáninguna og land-
búnaðinn.