Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNI1984. 15 * Vestfirðir: HVAR ER HÆGT AÐ VEIÐA? Það er vist aldrei að vita hvar silungurinn tekur, en heldur er það ólíklegt að það gerist á þurru iandi og þó. DV-mynd G. Bender. Sagan segir að líklega séu á Vest- fjörðum tiltölulega meira um straum- vötn en í öðrum landshlutum. Munu vera á svæðinu um sextiu lax- ÓQ silimgsár. I miklum meiriMuta þeirra eru eingöngu göngusilungur, urriði og bleikja, og þá mest bleikja. En sá mikli fjöldi af sjóbirtingum sem gekk í ámar á Vestfjöröum hér áður og veiddist með fjörum fram líka, er alveg horf- inn. Finnst mörgum, sem áttu þess kost að renna fyrir hann foröum daga, þaðmiður. Ástæðan fyrir að silungur veiðist frekar i vestfirskum ám er kannski eðlilegt, þar sem þær eru yfirleitt stutt- ar og með lágt hitastig fram eftir sumri. En margar skemmtilegar veiði- ár bjóða þó upp á laxveiði, eins og Laugardalsá í ögurhreppi, Langadals- á, Staðará og Víðidalsá í Steingríms ■ firði, Laxá í Hrútafirði og Hrúta- fjarðará. Athyglisverðar ræktunartil- raunir fara fram í mörgum ám á svæð- inu og nægir þar að nefna Laxá og Bæj- ará í Reykhólasveit og Þorskaf jarðar- á. En snúum okkur að svæðum þar sem menn geta rennt fyrir fisk með stuttum fyrirvara. Vatnsdalsvatn er í Barða- strandarhreppi í Vestur-Barða- strandarsýslu. Mikill fiskur er í vatn- inu og hefur farið smækkandi með árunum. Eftir að laxastigi var settur í Vatnsdalsána hefur laxinn gengið í vatniö. Töluverð netaveiði er stunduð í vatninu af bændum og mætti eflaust vera meira gert að því til að halda við góðri bleikju. Miðdalsvatn er íHóls- hreppi, Bolungarvík. Mikill silungur er í vatninu og veiðist þar bleikja og urriði. Laxveiði hefur aukist í vatninu, en árlega hefur 10 þúsund laxaseiðum verið sleppt í vatnið, sumaröldum. Veiðihús er ekki, en hjólhýsi við norðurenda vatnsins. Neöra- og Efra- vatn eru í Ögurhreppi, Norður-Isa- fjarðarsýslu. Landeigendur hafa leigt veiðina togarafélaginu ögurvík hf. til 10 ára. Ekki hefur frést hvort þeir ætla að gera út togara sína á vötnunum. Heyrst hefur að þeir hjá Ögurvík hygg- ist reyna að rækta lax í vötnunum og verður spennandi að sjá hvernig það tekst. Laugarbóls- og Efstadalsvatn eru í Laugardal í ögurhreppi, urriöi og bleikja veiðist í báðum vötnunum. Veiðast vænir silungar í þeim og heldur stærri í Efstadalsvatni, allt að 8—9 pundum. Laugardalsá á upptök sin i hálendinu sunnan dalanna og rennur í gegnum bæði vötnin. Landeig- endur nytja vötnin með netaveiði og leyfa þeir vinum að renna fyrir fisk í VEIÐIVON GunnarBender þeim. Langt er aö fara í sum silungs- veiðivötnin á Vestfjörðum, því mörg eru uppi á heiöum og liggja mjög hátt yfir sjó. En það getur verið þess virði að leggja á sig smáferð er veiðin er góð. Sum góð veiðivötn á Vestf jörðum eru lítið nýtt og hægt að fá góða veiði í þeim. Það má nefna nokkrar heiðar með veiðivötn, eins og Ofeigsfjarðar- heiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þorska- fjarðarheiði, Þingmannaheiði og Dynjandisheiði. Á Homströndum eru nokkur veiðivötn og fæst þar oft góð veiði. Nægir þar að nefna vötn eins og í Aðalvík. En fyrr má nú vera að leggja það á sig að f ara þangað til veiöa. Skemmtilegast er líkelga að fá að renna fyrir bleikjur í einhverjum af hinum fjölmörgu veiðiám. Þar má fá á góðum degi mikið magn af fallegum bleikjum. En ekki fá víst allir að renna í þær, en ef þú ert heppinn og býðst veiðileyfi í þeim skaltu ekki hika. Þar er gaman aö renna. Heimildir: Vötn og veiði II. Veiði- maðurinn nr. 98, grein um veiðimál á Vestf jörðum, Einar Hannesson. G. Bender. mildari og drýgri sapa meó barnaolfu fyrir þig og þína 13HJOÍV Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ HAFK) ÞIÐ HUGLEITT hvaö afmœlisgetraun Vikunnar gefur góðar vinningslíkur? Og vinningurinn er ekki af lakari endanum: TOYOTA TERCEL 4WD — og getraunaseðillinn er í blaðinu núna ásamt umsögn um Tercelinn. ÞEGAR ÉG VERÐ STÚR... Umhverfid mótar oft hugmyndir barna um þad hvad þau œtla að verða þegar þau verða stór en stundum er óskastarfið í œsku eitthvað sem þau álíta meira spennandi en hversdagsleikann. . . eða hvers vegna œtli svo margir litlir pollar vilji vera löggurþegarþeir verða stórir? Blaðamaður og Ijós- myndari fóru með nokkrum sex og sjö ára börnum þar sem þau settust í draumastarfið í stuttan HANN ER Á! Nú er laxveiðitíminn að komast í fullan gang og allir sannir laxveiðimenn búnir að yfirfara áhöldin sín — raunar líka þeir sem ,,láta sér nœgja” silunginn. í tilefni af þessurn merkistíma rœðum við nokkuð um stangaveiði almennt og kryddum með nokkrum góðum veiðisögum og ágœtum myndum. ÁSKRIFTARSlMINN ER 27022 ÞEGAR ÉG VAR LÍTIL(L) tíma. . . og ekki er öll sagan sögð þvt Vikan fékk einnig þekkt andlit úr þjóðfélaginu til að Ijóstra upp um draumastarfið t barnœsku og fáum við þá m.a. að lesa hvers vegna menntamálaráðherrann okkar vildi verða hjúkrunarkona og hvað gekk á inni í kollinum á Ómari Ragnarssyni í sveitinni á sumrin og í skólaportinu við Lindargötuna. Bílnum er breytt í vélmenni og í bíl aftur, allt eftir því i hvert hugurinn stefnir hverju j sinni. LEIKFAIMGAHÚSIÐ | SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10, SÍM114806. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Bugðulæk 17, þingL eign Pálínu Lorenz, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., á eigninni sjálfri mánu- daginn 18. júní 1984 kl. 10.45. Borgarf ógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 347 tbl. Lögbirtlngablaðs 1984 á hluta í Hamrahlið 21, þingl. eign Aðalheiðar Björnsdóttur, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjáifri mánudaginn 18. júní 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 347 tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Hraunbæ 106, þingl. eign Sigurðar Thorlacius, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Útvegsbanka íslands og Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 18. júní 1984 kl. 15.15. Borgarf ógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 34. tM. Lögbirtingablaðs 1984 á DeUdarási 20, þingl. eign Tryggva Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Útvegs- banka Islands og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánu- daginn 18. júni 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Vagn- höfða 11, þingl. eign Guðbjörns Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Framkvæmdasjóðs íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 18. júni 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Súðarvogi 327þingl. eign Sedrus sf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 18. júni 1984 kl. 11.00. Borgarf ógetaembættið í Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.