Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 23. JOLI1984. 3 Hallbjörn og J. King tilbúnir i slaginn. í baksýn sést Spákonufell. Merkilegur menningarauki — segir Friðrik Þór Friðriksson sem er að gera 80 mínútna langa kvikmynd um kántríhetjuna Kvikmyndagerðarmaöurinn Frið- rik Þór Friðriksson, sem áður hefur gert kvikmyndirnar Rokk í Reykjavík og Njálu, vinnur nú að gerð 80 mínútna langrar kvikmyndar um Hallbjörn kántrí Hjartarson, líf hans og starf. ,,Eg er búinn að vera með þessa mynd í maganum í 4 ár enda lít ég á Hallbjöm og starf hans sem eitt það merkilegasta sem er að gerast í ís- lenskri menningu í dag,” sagði Friðrik Þór. Hann og þrír aðrir aðstoðarmenn hans mynduðu alla kántríhátíðina eins og hún lagði sig og verður úr kvikmynd sem ætluð verður til sýninga í almenn- um kvikmyndahúsum. -EIR. Hallbjörn reynir snörun. Kálfurinn varð þreyttur á þessu, stökk yfir girðing- una og hvarf upp á holt. Friðrik Þór Friðriksson i menningunni á Skagaströnd. Kúreki festur á filmu. SELDIR viö höfum selt meira en 500 notaða bíla þaö sem af er árinu. Þaö sýnir best hversu vinsæl þjónusta okkar er. Hjá AGU eru eingöngu til sölu bílar sem fvrirtækiö á sjálft. Þú kemur og semur um kjör og færö bílinn afhentan strax, engin tilboö fram og til baka, bara samningar á staðnum beint við eiganda bílsins. örugg viöskipti viö traust og áreiðanlegt fyrirtæki. Leiðandi fyrirtæki í verslun meö notaöa bíla. MIKIÐ ÚRVAL BÍLA í ÖLLUM VERÐFLOKKUM. VILHJÁLMSSON HF.I F / / !A / T r Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.