Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984.
FUNDARBOÐ
Félagsfundur í Starfsmannafélaginu Sókn verður í Borgartúni
6 miðvikudaginn 25. júlí kl. 20.30.
Fundarefni:
Rætt um uppsögn samninga.
Sýnið skírteini. Stjórnin.
SVÆÐAMEÐFERÐIN
VIÐBRAGÐSSVÆDIA FÚTUM
er góð heilsubót.
Góð heilsa er gulli dýrmœtari.
SVÆÐANUDDSTOFAN.
Lindargötu 38, simi 18612.
• TVEIR GÓÐIR
SAAB 900 GLE ÁRG. 1981, sjálfskiptur með
vökvastýri. Litur: brúnn/metalic, ekinn 39.000
km, plussáklæði.
BUICK SKYLARK ÁRG. 1981, 4 cyl., sjálfskiptur
með vökvastýri, framhjóladrifinn, ekinn 43.000
km. Litur: dökkblár, plussáklæði. Skipti á t.d.
Saab Combi coupé árg. '77—'78 eða japönskum
station (Mazda 929 árg. '79—'81, Toyota
Cressida).
Einnig koma mánaðargreiðslur og skuldabréf til
greina.
UPPLÝSINGAR í SÍMA 12729 OG 28693 Á VINNU-
TÍMA.
SUMARTÍSKAN
í GARNI K0MIN
Nýjar sendingar
af bómullargarni.
\ Nýjar uppskriftir.
verð frá kr. 51,00 50 g.
Slétt 100% bómull verð frá kr. 33,00 50 g.
Bómullíacryl verð frá kr. 41,00 50 g. *
RÍÚ REIMAGARNIÐ
Ennfremur uHargarn og ullarblöndur ýmiss
konar, t.d. ull/silki, ull/acryl og móher-
blöndur alls konar.
Já, listinn er næstum ótæmandi.
Sjón er sögu ríkari.
Póstsendum daglega.
HOF
- INGÓLFSSTRÆTI 1 Sími 16764
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 125. og 12fTtölublaði Logbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Eiöistorgi 7, íb. 3.01, Seltjarnarnesi, tal. élgn Ola Kr. Sigurðs-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri f immtudaginn 26. júli 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Nesbala 24, Seltjarnarnesi, þingl. eign Þór-
unnar Steinarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júlí
1984 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Eins og sjá má er hægt að aka gegnum þrautírnar á hvaða ökutæki sem er.
Ökuleiknin á Akranesi:
Einn mætti á rútu
Nú er farið aö síga á seinni hlutann í
ökuleikni Bindindisfélags ökumanna
og DV. Keppt var á Akranesi þriðju-
daginn 17. júlí sl. og er þá aðeins eftir
að keppa þrisvar í undanúrslitum. Góö
þátttaka var í keppninni á Akranesi en
þó vantaði alveg konumar og var það
miður.
Til að hægt væri að keppa á Akra-
nesi varö að loka Hafnarbraut og var
keppnin haldin þar. Margir fylgdust
meö og var ekki laust við aö sumir
yröu undrandi er stór rúta mætti til
keppni. Töldu ýmsir að slík farartæki
ættu ekki möguleika á að aka í gegnum
það þrautaplan sem sett hafði verið
upp. Það kom þó annaö í ljós. öku-
maður rútunnar sýndi mikla leikni og
sýndi að þetta var hægt þótt ekki næði
hann verðlaunasæti.Sá er sigraði sýndi
mikla yfirburði og er nú í áttunda efsta
sætinu í karlariðli yfir landið. Það var
Haraldur Ásmundsson á Skoda 120 L.
Hann fékk aðeins 134 refsistig. Hart
var barist um 2. og 3. sætið. Ekki
munaöi nema einu refsistigi á þeim
sem höfnuðu þar. I öðru sæti varð Guð-
steinn Oddsson á Mazda 626 með 167
refsistig. 1 þriðja sæti varð Sigurður
Sverrisson á Mazda 121 með 168 refs-
stig. Nokkuð var um það að fólk vildi
vera með en þyrði ekki þegar það vissi
aö fyrst yrði það að svara nokkrum
umferðarspurningum og segja hvað
nokkur umferðarmerki þýddu.
Forráðamönnum ökuleikninnar þykir
bagalegt ef þekking fólks er ekki meiri
en það því þau atriði sem fram koma
eru einungis þau sem allir verða að
kunna.
Gefendur verðlauna á Akranesi
voru Bókaskemman og Hörpuútgáfan
á Akranesi.
EG
Ökuleikni í Grindavík:
Hart barist um
efstu sætin
Tuttugasta keppni Bindindisfélags
ökumanna og DV í ökuleikni var haldin
í Grindavík mánudaginn 16. júlí síðast-
liðinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í
ökuleikni í Grindavík og mættu 13 öku-
menn til leiks. Margir áhorfendur voru
við bamaskólann, þar sem keppnin
var haldin, og ríkti mikil spenna meöal
fólks um efstu sætin. Það var ekki að
ástæðulausu því keppendur voru mjög
jafnir lengst af. Þó fór svo í karlariðli
að einn keppenda ók brautina með
áberandi meira öryggi en aðrir og
skaraði fram úr. Það var Einar Bjama-
son á Saab 99. Hann vann keppnina
með yfirburðum. Hart var barist um
annað og þriðja sætið og fór svo að ekki
munaöi nema einu refsistigi á kepp-
endum sem lentu í ööm og þriðja sæti.
Sá er hafði betur var Einar Dagbjarts-
son á Colt og fékk hann 206 refsistig,
þaö nægði honum í annað sætið. Hins
vegar var Jóhann Þ. Þórisson á
Chevrolet Nova með 207 refsistig og
hafnaði hann í þrið ja sæti.
I kvennariðli sigraði Birna Bjöms-
dóttir á Chevrolet Nova með 397 refei-
'stig. önnur varð systir hennar,
Ashildur Bjömsdóttir, og keppti hún á
sama bíl. Hún fékk 428 refsistig.
Gefandi verölauna 'í Grindavík var
LandsbankinníGrindavík. EG