Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 PONTIAC 1980. Sjálfskiptur, vökvastýri, topplúga. Glæsilegur bíll. VOLVO 1023 TURBO 1980. Alls konar skipti. TOYOTA HI-LUX1982. Dísii, 4x4 pickup. DAIMLER BENZ1979. Rúta, nýinnflutt, 46 manna. eíLASAUi Alla RÚTS Hyrjarhöfða 2 Sími: 81666 Kvöld- og helgarsími: 72629 1. Verð kr. 1.425,- 2. Verð kr. 680,- 3. Verð kr. 984,- Litir: grár og svartur 4. Verð kr. 755,- Litir: rauður og grár. 5. Verð kr. 1.155,- 6. Verð kr. 240,- Litir hvítur og svartur. 7. Verð kr. 240,- Litir: hvítur og svartur. 8. Verð kr. 295,- Litir: rauður, svartur og blár. Menning Menning Menning Hagfræði og stiómmál Magni Guðmundsson, Ph.D.: HAGFRÆÐI OG STJÓRNMÁL 135 bls. Reykjovík 1984. Nýverið barst mér í hendur bók, varla þornuð úr þrykki; Hagfræði og stjórnmál, eftir dr. Magna Guð- mundsson hagfræðing, en höfundur hefur um nokkurra ára skeið borið aðrar skoðanir á peningamálum og hagfræði en þeir sem aðeins hafa orðiö aö þola völd og hina daglegu stjórn lýðveldisins. Um margt annaö er höfundur líka sérstæður, fyrir utan góðar gáfur. Hann lauk ungur viðskiptafræðiprófi í París, rétt áður en stríðiö skall á, þar sem hagkerfin sprungu, lauk síö- an BA-prófi í hagfræði og stjórnvís- indum í Kanada, eftir stríð. Og enn, eftir margvísleg störf í atvinnulífi og í Seðlabankanum, í um tveggja ára- tuga skeið, tók Magni sig upp og hélt til Kanada og efnaði í doktorsgráðu við Manitobaháskóla (1977), en sér- greinar hans voru ríkisfjármál, verðlags- og bankamál, markaðsmál og peningamál. Magni Guðmundsson er kunnur maöur meðal þeirra er gerst þekkja f jármálastjórn á háu plani þótt f rem- ur lítiö hafi fariö fyrir honum í opin- beru h'fi og því er þessi ferill tíundað- urhér. ísland og vísindin Bók sinni skiptir dr. Magni Guð- mundsson í fjóra kafla, auk formála, en þar er fjallaö um Verðlagsstjóm, Stjóm peningamála, Skattakerfið og að lokum koma ályktunarorð, töflur og heimildaskrá, en bókin er samin sérstaklega. Þaö skal í upphafi játað að þaö er fremur öröugt fyrir fátæka menn og reynslulausa í stórum fínans aö lesa svona rit því höfundur velur sér þá aðferö aö upplýsa fremur en aö halda skoðunum að lesandanum. Hann velur leið kínverska leik- hússins, eða ætlar með öðmm orðum lesandanum, eða áhorfandanum, að vera skáld líka. Og þegar á hður bókina þá fellur launavinnumanni þessi aðferð vel því satt að segja þá hefur hagfræði aldrei hrinið á íslend- ingum, þjóö hinna stöðugu undan- bragða, og í það heila tekið hafa vís- indi víst alltaf átt fremur iha vist á Islandi. Þjóöhagsspár em yfirleitt rangar, að því er virðist, spár fiski- fræöinga rætast sjaldan — og þeir sem annast fjárfestingu á vísinda- legum gmnni og póhtískum hafa náð ömurlegum árangri, aö ekki sé nú minnst á landbúnaðinn sem eftir ellefu alda þróun, eða frá því að NjáU fann upp skítinn, er kominn í slíkt öngþveiti, að upphæö, sem nemur öU- um tekjuskatti landsmanna, fer í að snúa skilvindum offramleiðslunnar eöa til aö knýja bænavélar vinnslu- hofa og í kjúkhnga og eggjavörn, meö þeim einfalda árangri að ódýr matur er ekki lengur til á Islandi. Búvara kostar tvöfalt meira en á hin- um Norðurlöndunum þótt launatekj- ur almúga séu mun lægri hér. Dr. Magni Guðmundsson. Bókmenntir Jónas Guðmundsson Nú veröur hver og emn auðvitaö að ráða það við sig hver ber sökina, sér- fræöin, eða þjóðin. Hinu er hins veg- ar ekki að leyna að við lestur hag- fræðibókar Magna Guðmundssonar fellur manni satt aö segja aUur ketill í eld því svo viröist að eftir að hag- fræði á háskólastigi og lærð við- skiptafræði tók við brjóstviti og hyggindum í stjórn landsins hætti kerfið að láta að stjóm. Frá ráðdeild til lærðrar hagfræði Dr. Magni tekur tvö tímabil til við- miðunar, eða áratugina 1919—1939 og 1960-1980. Á fyrra tímabihnu var yfirleitt kreppa. Á hinn bóginn voru peninga- mál þá í jafnvægi og þjóðin hafði ekki ráð á verðbólgu. Erlend lán voru ekki tekin, hvorki fyrir munaði, útflutningsbótum né bamsmeðlög- um. Menn litu til nauðþurfta. Og það einkennilega er aö þrátt fyrir vos- klæði fátæktarinnar þá átti þjóðin þó á þeirri tíö áform til aö starfa að, og gjörði. Hitt tímabihð er stjórnarfar stofn- ana og vísindalegrar meðferðar á gjaldvöru og penmgum. Á þessu tímabili feUur Bandarík jadalur hins- vegar úr kr. 35,06 í kr. 480,09, enda stofnanaveldið þá í miklum blóma. Bókarhöfundur bendir þó réttUega á að samanburöur á hagstjóm sé ekki einhlítur meö því að einblína á verðbólgu, eöa gengisfelUngu, og hann áréttar að á báðum tímabilun- um gætir erlendra áhrifa, sbr. hrun Spánarmarkaðarins í borgarastyrj- öldinni, og svo hmn afurðaverðsins 1967-68. Ef til vUl er þetta háttvísi höfundar því auðvitað er öUum það Ijóst að síð- ara tímabUið einkennist af fræða- vanda. Þjóöin hefur þá eignast tvö mikU hagstjórnartæki, Seðlabanka Islands og Þjóöhagsstofnun (áður Efnahagsstofnun), og þótt stjórnvöld hafi aldrei gengið í berhögg við þess- ar stofnanir, svo vitað sé, er hinn ömurlegi árangur eigi að síður stað- reynd. Og við lestur bókarinnar fær maöur það á tUfinninguna að laga- setning um peninga, skatta og verð- lagsmál hafi komið aö Utlu haldi. Svo til öll náðarmeðöl virðast þó hafa verið reynd, hömlur, einokun og frelsi. Eftir situr þjóð án drauma og áforma, örmagna eftir fjárfestingu í ofbeit og erlendar skuldir. Bókin Hagfræði og stjómmál er því ekki síður bókin um þjáninguna en bókin um hagfræðina og stjórn- máUn. Og ég tel aö hún henti fólki i innvolsi og launavinnu eins vel og hinum lærðu og ef til viU ættu ungir stjómmálamenn að lesa hana tvisv- ar. Bók Magna er þó ekki æsirit heldur yfirveguö bók manns sem hefur reynslu úr atvinnuUfi og mikil próf Uka frá virtum háskólum. Hann þekkir því málrn frá báðum hliöum. Jónas Guðmundsson ÖNKYÖ 9. Verfl kr. 398,- Litir: rauflur og blár. Póstsendum. 10. Litir: blár m/hvítum og hvítur m/rauflum. Stœrðir 21 til 39. Verð kr. 195,- Kaupgarður í leiðinni heim Engihjalla 8, sími 46866. H Jk GÆÐATÆKI Týsgatal. Pósthðlf 1071.121 Reykjavik. Simar 10450 & 20610. Sími (96) 23626 Glerárgötu 32 • Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.