Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 28
28 íþróttir DV. MANUDAGUR 23. JOLI1984. íþróttir Iþróttir íþróttir Jafnaði heimsmet í gölluðu hlaupi! — Marta Koch hljóp 200 m á 21,71 á miklu frjálsíþrótta- móti í Potsdam þar sem snjall árangur náðist Austur-þýska hlaupadrottningm Marita Koch jafnaöi eigið heimsmet í 200 m hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti í Potsdam í Austur-Þýskalandi á laugardag, hljóp vegalengdina á 21,71 sek. Þaö var í 14. sinn sem hún haföi sett eða jafnað heimsmet og eldra met hennar á vegalengdinni var sett fyrir fimmárum. Hörkukeppni var í hlaupinu milii Koch og Barbel Wöchel, sem hljóp á 21,85 sek. „Ég fékk slæmt viðbragð og tapaði einnig tíma á síöustu 10—15 metrunum. Eg leit aftur til aö fylgjast meö Marlies Göhr (þriöja á 22,22 sek.) en vissi ekki aö Wöchel var svona nálægt mér hinum megin á brautinni. Ef aöstæöur heföu verið betri hér álít ég aö tími minn heföi veriö um 21,6 sek.,” sagöi Koch eftir hlaupið. Hún er 27 ára og miklar h'kur eru á aö hún hætti eftir þetta keppnis- tímabil. Giftist þá þjálfara sínum, Wolfgang Meyer. Mjög góður árangur náöist á mótinu í Potsdam en mesta athygh fyrir utan árangur Koch var spjótkast Petru Felke, Austur-Þýskalandi. Hún kastaöi spjótinu 74,24 m. Hálfum metra frá heimsmetinu. Helstu úrslit: Kúluvarp karla 1. Ulf Timmermann, AÞ 21,75 2. UdoBeyer, AÞ 21,71 200 m hlaup karla 1. F.Emmelmann, AÞ 20,46 2. V. Moraveve.Sovét 20,53 3. A. Yevgenev.Sovét 20,56 800 m hlaup kvenna 1. N.OUsarenko.Sovét 1:56,37 2. K. Podkopayeva, Sovét 1:57,07 3. L. Borisova, Sovét 1:57,53 Kringlukast karla 1. ImrichBugar, Tékk. 69,18 2. JiirgenSchuldt, AÞ 66,92 Kúluvarp kvenna 1. I. Brisenick, AÞ 21,61 2. N. Lissovskaya, Sovét 21,59 3. H. Knorscheit, AÞ 21,10 Þrístökk 1. Alex. Jakovlev, Sovét 17,15 2. WolkerMai, AÞ 17,12 3. Christo Markov, Búl. 17,03 400 m hlaup karla 1. M. Schersing, AÞ 44,86 2. JensCarlowitz, AÞ 44,95 3. Th. Schönlebe, AÞ 45,05 1500 m hlaup karla 1. AndreasBusse, AÞ 3:34,10 2. Igor Lotoryev, Sovét 3:34,88 3. UweBergmann, AÞ 3:40,45 800 m hlaup karla 1. ViktorKalinkin, Sovét 1:45,19 2. LeonidMasunev,Sovét 1:45,76 2. VassilyMatvetev, Sovét 1:45,77 Alexander Demyanyuk, Sovét, sigraði í hástökki, 2,31 m. Margita Ponomaryova sigraði í 400 m grinda- hlaupi kvenna á 54,36 sek. eftir hörku- keppni viö Marina Stepanova, báöar sovéskar, sem hljóp á 54,40 sek. Ungverjinn Gabor Markos sigraöi í 3000 m hindrunarhlaupi á 8:17,97 mín. en keppendur frá 18 þjóöum tóku þátt í mótinu. -hsím. Marita Koch—fjortan heimsmet. „Vissi að þetta yrði langt kast” — sagði U we Hohn eftir að hafa kastað spjótinu 104,80 m í Austur-Berlín „Þegar allt heppnast á hinu afger- andi augnabliki á hið 800 gramma spjót eftir að fijúga yfir 100 metra — jafnvel 104—105 metra — og þaö fyrr en síðar,” skrifaöi undirritaöur hér í blað- ið fyrir rúmum mánuöi, 18. júní. Og sl. föstudag var afrekið unniö. Austur- Þjóðverjinn ungi, Uwel Hohn, þeytti spjótinu 104,80 m á móti í Austur-Ber- lin. Hann bætti heimsmet Tom Petra- noff, USA, um rúma fimm metra. Það var 99,72 m, sett í Los Angeles í fyrra- sumar. Uwe Hohn var nærri þeim árangri fyrr í sumar, kastaði 99,52 m, sem þá var nýtt Evrópumet. „Þegar ég haföi sleppt spjótinu vissi ég aö um langt kast yröi aö ræða. Ég bjóst þó ekki viö því svona löngu,” sagöi Hohn eftir metkastiö. Afreki hans var fagnað gífurlega en talsvert hvasst var þarna í Austur-Berlín. Tíu mínútum eftir metkast Uwe Hohn var annaö heimsmet sett á vell- inum. Hin 24 ára Ludmilla Andonova, sem fyrir sex mánuöum eignaöist barn, dóttur, sem var skírö Yana, stökk 2,07 m í hástökki kvenna, bætti heimsmet Tamara Bykova, Sovét- ríkjunum, um tvo sentímetra. Þessi árangur kom mjög á óvart því Lud- milla haföi ekki stokkið yfir tvo metra áður. Átti bestl,99m. „Veöriö háöi mér ekkert. Eg er vön þessu og ég veit aö ég get stokkið 2,08 m, kannski þó ekki á þessu ári. Ég vil ekki stökkva 2,10 strax og takmark mitt er aö stökkva 2,11 m,” sagöi sú búlgarska eftir keppnina. Hún reyndi viö 2,10 m í Austur-Berlín en tókst ekki aö stökkva þá hæö. Maður hennar er búlgarskur methafi í tugþraut. Þegar Ludmilla reyndi viö heims- metiö var ráin sett í 2,06 metra. Eftir heimsmetiö var hæöin endurmæld og reyndist þá 2,07 m. Bykova varð önnur í hástökkskeppninni, stökk aðeins 1,98 m. Þá vakti verulega athygli aö Lutz Dombrowski stökk 8,26 m í langstökki á mótinu. hsim. Heimsmet í lyftingum Andreas Behm, Austur-Þýskalandi, setti nýtt heimsmet i léttvigt á móti í Schwedt á föstudag. Hann lyfti samtals 352,5 kg. Fyrra heimsmetið átti landi hans Joachim Kunz, 345 kg, sett í Ode’ssa i mars. í keppninni á föstudag, sem var liður í austurþýska meistaramótinu i lyftingum, setti Kunz nýtt heimsmet í jafnhöttun í létt- vigtinni. Lyfti 198 kg og bætti þar met Behm, 197,5 kg, fyrr í keppninni. Sam- kvæmt því hefur Behm snarað 155 kg þegar hann setti heimsmetið saman- lagt. -hsim. Mál Strachan til FIFA Knattspyrnusamband Evrópu — UEFA — tilkynnti Man. Utd. og Köln aö fara meö ágreining sinn vegna skoska landsliðsmannsins Gordon Strachan til FIFA. Þetta mál væri í þess verkahring. Strachan hefur undirritað samning viö Man. Utd. en þýska féigiö heldur því fram aö hann hafi skriflega tilkynnt Köln aö hann mundi gerast leikmaður hjá því félagi. -hsím. — og Ulrika Meyfarth stökk aðeins 1.91 m íhástökki Vestur-Þjóöverjar héldu stórmót í frjálsum íþróttum í Stuttgart á laugar- dag en það féll mjög i skuggann af stór- mótunum tveimur sem Austur-Þjóö- verjar héldu í Austur-Berlín og Potsdam. Þó voru ýmsir kunnir íþróttagarpar á Stuttgart-mótinu, meira aö segja frá Austur-Evrópu. Hvað mesta athygli vakti Banda- ríkjamaöurinn August Wolf þegar hann varpaöi kúlunni 21,52 metra. Annar Bandaríkjamaöur, Marty Krulee, lenti í hörkukeppni í 100 m hlaupi viö Spánverjann Jose Arques. Sá bandaríski sigraöi á 10,43 sek. en Spánverjinn hljóp á 10,46 sek. Áhorfendur uröu fyrir miklum von- brigöum meö Ulrika Meyfarth í há- stökki kvenna, en hún er nú helsta von Vestur-Þjóöver ja aö hljóta guli í f rjáls- íþróttakeppninni í Los Angeles. Ulrika stökk aöeins 1,91 metra og sigraöi ekki einu sinni. Búlgarska stúlkan Danuta Buikowska sigraöi og stökk sömu hæö. Jiirgen Schoch sigraöi í 100 m grindahlaupi á 13,87 sek. en landi hans, vestur-þýski tugþrautarkappinn Guido Kratsehmer, varö annar á 13,95 sek. Af öörum árangri má nefna aö Peter Scholz, V-Þýskalandi, sigraði í 400 m grindahlaupi á 49,45 sek. Karl Hans Riehm, V-Þýskalandi, kastaði sleggju 79,20 m. Lucyna Kalek, Póllandi, sigraði í 100 m grindahlaupi á ágætum tíma, 12,68 sek. Marlies Harnes, V- Þýskalandí, sigraöi í 400 m grinda- hlaupi kvenna á 57,20 sek. og Dariusz Zielke, Póllandi, sigraöi í hástökki karla. Stökk 2,26 m. -hsím. Uwe Hohn, fyrstur yfir 100 m í spjótkasti. MÓT V-ÞJÓDVERJA FÉLLí SKUGGANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.