Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Page 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JOLl 1984. 3 Skattskráin í Reykjavík lögð f ram í dag: Landsbankinn greiðir mest Skattskráin í Reykjavík fyrir árið 1984 verður lögð fram i dag. Heildar- álagning í borginni nemur rúmlega 4,2 milljöröum króna, þar af er tekju- skattur um 1,7 milljarðar og útsvar um 1,2 milljarðar. Alagningin skiptist þannig að einstaklingar greiða tæplega þrjá milljarða, lögaðilar um 1,3 milljarða og böm undir sextán ára aldri greiöa um2,5milljónir. Framteljendur eru alls 73.486, þar af eru einstaklingar 66.310, lög- aöilar 5.049 ogböm 2.127. Birgir Einarsson lyfsali greiðir hæstu skatta einstaklinga í Reykja- vík aö þessu sinni, rúmlega þrjár milljónir króna. Næstur á eftir hon- um kemur Gunnar Snorrason kaup- maður með 2,6 milljónir og þriðji er Gunnar B. Jensson húsasmíðameist- arimeð2,5milljónir. Landsbanki Islands greiðir hæstu heildargjöld lögaðila í ár, um 73,8 milljónir. Sambandið er í öðru sæti með 48,6 milljónir og Reykjavíkur- borg kemur þar á eftir með 30,5 milljónir Á eftirfarandi töflum má sjá hæstu heildargjöld einstaklinga og fyrirtækja í Reykjavfk samkvæmt skattskránnifyriráriðl984. -EA Einstaklingar: 1. Birgir Einarsson, Melhaga 20 (Tsk. 2.159.403,-: Útsv. 570.580,-) Kr. 3.287.834,- 2. Gunnar Snorrason, Lundahólum 5 (Tsk. 1.165.218,-: Útsv. 311.530,-) Kr. 2.699.932,- 3. Gunnar B. Jensson, Suðurlbr. Selásd. (Tsk. 1.633.402,-: Útsv. 422.310,-) Kr. 2.582.388,- 4. Ragnar Traustason, Mýrarási 13 (Tsk. 1.757.640,-: Útsv. 460.800,-) Kr. 2.398.668,- 5. Christian Zimsen, Kirkjuteigi 21 (Tsk. 1.503.820,-: Útsv. 424.020,-) Kr. 2.381.469,- 6. Ingólfur Guðbrandss. Laugarásv. 21 (Tsk. 174.593,-: Útsv. 69.900,-) Kr. 2.283.340,- 7. Kjartan Gunnarss., Smáragötu 9 (Tsk. 1.207.466,-: Útsv. 319.960,-) Kr. 2.131.647,- 8. Ivar Daníelsson, Álftamýri 1 (Tsk. 1.256.915,-: Útsv. 335.050,-) Kr. 2.070.846,- 9. Mogens A. Mogensen, Grenimel 32 (Tsk. 1.187.047,-: Útsv. 315.280,-) Kr. 1.906.529,- 10. Karl Lúðvíksson, Háteigsvegi 10 (Tsk. 926.039,-: Útsv. 264.010,-) Kr. 1.900.892,- 11. Skúli Þorvaldsson, Espigerði 12 (Tsk. 782.476,-: Útsv. 221.480,-) Kr. 1.840.704,- 12. Kristlnn Sveinsson, Hólastekk 5 (Tsk. 741.588,- : Útsv. 208.930,-) Kr. 1.785.449,- 13. Gunnar Guðjónsson, Langholts- vegi 78 (Tsk. 534.102,-: Útsv. 155.850,-) Kr. 1.748.752,- Lögaðilar: 1. Landsbanki íslands Kr. 73.889.451,- 2. Samband islenskra samvinnufél- aga Kr. 48.664.096,- 3. Reykjavikurborg Kr. 30.513.616,- 4. Búnaðarbanki islands Kr. 27.532.073,- 5. Flugleiðir hf. Kr. 24.328.474,- 6. Eimskipafélag islands hf. Kr. 23.935.064,- 7. IBM World Trade Corp. Kr. 19.924.566,- 8. Útvegsbanki islands Kr. 14.845.486,- 9. Oliufélagið hf. Kr. 14.520.455,- 10. Samvinnutryggingar GT. Kr. 13.756.088,- 11. Sláturfélag Suðurlands svf. Kr. 12.717.162,- 12. Húsasmiðjan hf. Kr. 12.544.175,- 13 Hagkaup hf. Kr. 10.263.060,- 14. Skeljungur, oliufélag hf. Kr. 9.828.232,- 15. Tryggingamiðstöðin hf. Kr. 9.722.805,- 16. Oliuverslun islands hf. Kr. 7.837.958,- 17. Sjóvátryggingafélag islands hf. Kr. 7.063.547,- Þetta veglega hús er i daglegu tali kallað „átta krakka húsið." Skýringin er sú að þetta er skóli fyrir átta nemendur i grunnskólanámi að Núpi i Dýra- firði. Þessum börnum er svo sem ekkert ofgott að læra igóðu húsi, en eitt- hvað fannst heimamönnum nóg um tildrið við byggingu hússins. Veggur- inn, sem skagar út úr húsinu vinstra megin á myndinni, var til dæmis upp- spretta óþrjótandi niðurbrots og endurbyggingar. Þó erhann aðeins um 40 cm þykkur og til þess eins að hýsa rennihurð sem skipta átti skólastofum. Á endanum fannst ekki nógu grannur múrari til þess að einangra þennan netta vegg að innan svo að hann var bara fylltur upp og rennihurðin bifast ekki. þjh (Mynd GVA) r Leikskólinn íSkerjafirði færður: „Alfarnir ættu að vera ánægðir líka” — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „Þetta er nú ekki stórmál, og hefur að mínu mati verið nokkuð misskilið,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við DV vegna deilna sem risið hafa upp út af fyrirhugaðri byggingu leikskóla i Skerjafirði norðan flugvall- ar. ,,En það hefur verið ákveðið að færa byggingarstaðinn aöeins til og breyta bílastæðum þannig að hóllinn ætti ekki að eyðileggjast. Það ættu því allir að vera ánægðir, álfarnir líka,” sagði Da víð ennfremur. Ástæða deilnanna er sú að nágrann- ar svokallaðra Skildinganeshóla brugðust ókvæða við er átti að fara að reisa leikskóla fyrir börnin á hól einum þarna þar sem þeir segja álfa búa í. Einhverjar merkilegar náttúruminj- ar eru einnig sagðar verið þarna, en hafa þó ekki þótt svo merkilegar að þær hafi verið friðlýstar. En nú hefur málið verið til lykta leitt og álfar hafa sigraðmenn. sigA ALVARLEG VELARBILUNISTAPAFELLI T Sambandsskipið Stapafell hefur nú legið í Akureyrarhöfn á aðra viku eftir að alvarleg vélarbilun varð um borð rétt fyrir miðjan júlí. Axel Gíslason, framkvæmdastjóri skipadeildar Sambandsins, sagði í samtali við DV í gær að ljóst væri að viðgerð á skipinu yrði að fara fram er- lendis, t.d. í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að skip komi til Akureyrar í dag til að draga Stapafellið. Bilunin varð í aöalvél skipsins en eftir er að koma í ljós hvort taka þarf upp sjálfan sveifarásinn. Viðgerð á skipinu verður dýr, að sögn Axels, og gæti tekið nokkr- ar vikur. Bæði er dýrt að taka upp sveifarásinn og að skipta um hann ef þess gerist þörf. Axel sagöist ekki treysta sér til að meta tjóniö en ljóst er að þaö er mikið, fyrir utan tekjutap. Stapafellið hefur hingað til siglt með olíu innanlands. -pá BILAURVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGI TIL DAGS. notoðir bílar í eigu umbodssins EGILL ÍWÍ r TT w T m MUIMIÐ EV-KJÖRIN VILHJALMSSON HF ssss Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.