Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JOLl 1984. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÖNÍAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblaö28 kr. Fjórar tímasprengjur Nokkrar tímasprengjur hljóta að verða til umfjöllunar á væntanlegum fundum stjórnarflokkanna tveggja um næstu skref í stjórnarsamstarfinu. Það eru vandamál, sem ríkisstjórnin hefur látið hjá líða að fást við á fyrsta starfsárinu og hlaða nú upp á sig með vaxandi þunga. Ein tímasprengjan er í sjávarútvegi. Þessum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar er haldið í sífellt harðari bóndabeygju, annars vegar með útsöluverði á erlendum gjaldeyri og hins vegar með útgerð of mikils skipaflota. Á hvorugum þessum vanda hefur verið snert. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að létta af hömlum á verzlun með veiðikvóta. Virðist það þó vera einfaldasta leiðin til að fækka skipum í útgerð og auka afla þeirra skipa, sem áfram er haldið úti. Tímabært er orðið, að stjórnvöld stuðli að kvótaviðskiptum. Formenn stjórnarflokkanna segjast halda fast við hið stöðuga gengi, sem ríkt hefur um margra mánaða skeið. Víst er slík festa gagnleg í baráttunni gegn verðbólgu. En það hefnir sín um síðir að senda sjávarútveginum reikn- ing fyrir herkostnaðinum og setja hann á höfuðið. Önnur tímasprengjan er í síversnandi lífskjörum nokk- urs hluta þjóðarinnar, sem hefur ekki notið neins af launaskriði undanfarinna mánaða. Þessi kjararýrnun stingur mjög í stúf við lífsstíl launaskriðsmanna, sem halda uppi óhagstæðum viðskiptajöfnuði gagnvart út- löndum. Fyrstu sporin að kjarasamningum haustsins benda ekki til, að hagsmuna undirstéttarinnar í landinu verði gætt í niðurstöðunni. Miklu líklegra er, að öflugir sér- hagsmunahópar muni nota tækifærið til að ota sínum tota umfram aðra og að lífskjaramunurinn aukist. Þriðja tímasprengjan felst í hinni gífurlegu gjá, er hef- ur myndazt milli tveggja kynslóða, þeirrar sem byggði sér íbúð fyrir neikvæða vexti verðbólguáranna og hinnar, sem nú getur ekki eignazt þak yfir höfuðið, af því að hús- næðislánakerfið hefur ekki verið lagað aö nýjum aðstæð- um. Ríkisstjórnin hefur lofað að hafa frumkvæði að endur- reisn húsnæðislánakerfisins úr núverandi rjúkandi rúst- um þess. En ekki hefur bólað á neinum efndum. Á meðan fjölgar sífellt árgöngunum, sem geta ekki byggt. Um síðir eru þeir vísir til að hefna sín á ríkisstjórninni, sem sveik. Ráðamenn þjóðarinnar hafa sér það til afsökunar, bæði í láglaunahneykslinu og húsnæðishneykslinu, að minnkandi þjóðartekjur þrengi svigrúm til gagnaðgera. Þjóðfélagið hafi hreinlega ekki fjárhagslegan mátt til að gera allt hið góða, sem menn séu sammála um, að gera þurfi. Fjórða tímasprengjan felst í, að ríkisstjórnin virðist alls ekki fáanleg til að létta af þjóðinni hinu hrikalega kostnaðarsama böli, sem felst í að tíundu hverri krónu ríkisins er varið til að halda uppi óþarfri og rándýrri framleiðslu hinna hefðbundnu landbúnaðarafurða. Enginn vafi er á, að brennsla verðmæta í hinum hefð- bundna landbúnaði, er nemur meira en einni Kröfluvirkj- un á hverju einasta ári, takmarkar mjög möguleika stjómvalda til að aftengja allar hinar tímasprengjurnar, sem lýst hefur verið í þessum leiðara. Því miður benda fyrstu yfirlýsingar formanna stjórn- arflokkanna og annarra framámanna þeirra ekki til, að ríkisstjórnin treysti sér til að reyna að aftengja tíma- sprengjurnar á næstunni. Þar með mun hún safna glóðum elds að höfði sér, hægt en örugglega. Jónas Kristjánsson. Okurverð á bensíni og olíu Er allt með felldu þegar bensín- verðið hér er orðið helmingi hærra en á hinum Noröurlöndunum? 1 Svíþjóð er bensínlítrinn samkvæmt útvarps- fréttum á sem svarar 10-11 íslenskum krónum meðan við borgum nærfellt 23 kr. fyrir hann. Er það ekki meira en umhugsunarefnið eitt þegar gasolíuverð til fiskiskipa er nær 50% hærra hér en í ýmsum grannlöndum okkar ? Viö heyrum stöðugt fréttir um að olíuverð sé að lækka á heims- markaöi. Samt hækkar það hér. Ekki er lengur verðbólgunni um að kenna eins og áður var gjarnan vitnað í. Dollarinn hefur hækkaö, segja menn. Það dugar þó skammt. Hann hefur hækkað jafnt hjá Svíum og okkur. Þar er skýringanna því ekki að leita. Selja Rússar okkur oh'u og bensín dýrara en öðrum? Aldrei hafa olíu- félögin fengist til að samþykkja það. Þau hafa yfirleitt verið ánægð með KJARTAN JÓHANNSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS „...það er óviðunandi að búa við 100% hærra bensínverð og um 50% hærra olíu- verð en i grannlöndunum og þær skýringar sem gefnar hafa verið duga ekki.” „Skyldi ekki læðast sá grunur að ein- ^ hverjum að hér sé í gildi samtryggingar- kerfi olíufélaganna og samtryggingarkerfi stjómarflokkanna, Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks, um óbreytt ástand?” þessi viðskipti. En ef sú væri þó reyndin hlyti það að hafa kallað á hörð viðbrögð viðskiptaráðherra. Ekkert af þessu getur því skýrt hið háa bensin- og olíuverð hérlendis. Skýringuna vantar En skýringuna vantar. Sá hrika- legi munur á olíu- og bensínverði sem hér um ræðir verður ekki skýrður með því einu að Island sé lítið og úr alfaraleið. Það er að vísu lítið en það er eiginlega ekki af- skekkt lengur. En jafnvel þótt svo væri er munurinn of mikill til þess að vera nothæf afsökun. Hitt stingur í augun að sjá bensín- halhr rísa á sama tíma og sífellt er verið að hækka verðið á olíu og bensíni. Glæsihallir undir nafn- giftinni bensínstöðvar rísa jafnvel í tiltölulega litlum byggðarlögum með nokkur hundruð metra milhbih. Þessar byggingar bera ekki vitni um fjárskort hjá oUufélögunum. Hvern- ig geta menn forsvarað þaö aö setja heimsmet í bensínverði á sama tíma og svona bruðl viðgengst? Eg hef talsvert farið um heiminn, bjó m.a. um tíma í Bandaríkjunum, en hvergi hef ég séð slíkar glæsi- halUr yfir bensínsölu eins og hér- lendis, hvað þá að þær séu settar niður nánast hUð við hlið í litlum byggðarlögum. Hvar er samkeppnin? Samvinnuhreyfingin og einka- framtakið reka hin íslensku oUu- félög. Það er hins vegar engin leið aö sjá að hugsjón samvinnumanna hafi í þessu tilviki skilað því sem lofað er. Því síður verður séö að oftnefndir kostir einkaframtaksins hafi skUað sér í lágu verði, þvert á móti. Hvar er samkeppnin sem á að tryggja lægsta verð? Hún virðist ein- faldlega ekki vera til. Kostir sam- keppninnar hafa snúist upp í and- hverfu sína, ókostina uppmálaða. Samkeppnin felst Uklega helst í því hver geti smíðað glæsUegustu bensinstöðina. Er það ekki orðið nokkuð öfug- snúið fyrir flokk frjálsrar sam- keppni, þegar hún tekur á sig þessa mynd? Og erþaðekki furðulegt fonm á frjálsri samkeppni, þegar út- geröarmenn tala nú um að fá náðar- samlegast að ræða olíuverðið við olíufélögin. Þau eru greinUega ekki að berjast um markaðinn eöa bjóöa viðskiptavinunum sem besta þjónustu, eins og frjáls samkeppni á að tryggja, heldur koma viðskipta- vinirnir skríðandi í náð. Hvers konar samkeppni er þetta? Hvers konar viöskiptafrelsi er verið aö tala um? Það er verðlagsnefnd og hennar verðlagnmgu um að kenna, geta ein- hverjir sagt. Hún ákveður hins vegar einungis hámarksverð og það er meira en 100% hærra á bensíni en í Svíþjóð og um 50% hærra á gasolíu tU skipa en í grannlöndum. Eigum við að trúa því að það gefi ekki svig- rúm tU samkeppni? Fyrr má nú rota en dauðrota. Hvert bam sér í gegnumslíka röksemdafærslu. Samsæri? Skyldi ekki læðast sá grunur aö einhverjum, að hér sé í gildi sam- tryggingarkerfi oliufélaganna og samtryggingarkerfi stjómarflokk- anna, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks, um óbreytt ástand? En hvort sem svo er eða ekki, þá er eitt víst að það er óviðunandi að búa við 100% hærra bensínverð og um 50% hærra oh'uverð en í grannlöndum og þær skýringar sem gefnar hafa verið duga ekki. Þetta er ótækt, reyndar á sama hátt og það er ótækt þegar f jár- máiaráðherra hækkar bensíngjald og bensínverð og kennir öðrum um af því að hann sé bara að fylgja fjár- lögum. Hann samdi nefnUega fjár- lögin sjálfur og svona tviskinnungur er ómerkUegur. Sá ósómi er kapítuli út af fyrir sig á sama hátt og það er sérkafli að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hvað hæst galaöi gegn skatt- lagningu ríkisins á bensini fyrir fáeinum misserum, skuh nú standa fyrir meiri skattlagningu á bensíni enviðhöfumhaft í a.m.k. áratug. Kerfið þarfnast endurskoð- unar Ilitt er augljóst að það kerfi sem skilar okkur þessu okurverði á bensíni og olíu er ónýtt og verður að endurskoða. I stað þess að birta enn einn gang- inn sundurliðun á hundrað liðum á svonefndri verðmyndun, sem er ekkert annað en samsæri skrif- finnskunnar í samtryggingu, væri nær að setja menn í að athuga hvernig grannþjóðir bera sig til og hvaöa fyrirkomulag er hjá þeim og draga siðan af því lærdóm. Til þessa verks ætti ekki að velja menn sem hafa skapað eða standa vörð um nú- verandi kerfi heldur aðila sem vilja skoða máhð með gagnrýnum augum en ekki í afsökunarskyni eins og oft villviðbrenna. Núverandi ástand er nefnilega gjörsamlega óviðunandi og það er kjami málsins. Stjómvöld geta því ekki látið þetta viögangast eins og ekkert sé. Þau bera sina ábyrgð. Þau em kosin til að stjórna landinu og verja hag þegnanna. Þeirra hlutverk í þessu máli er því ótvírætt. Kjartan Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.