Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 16
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULl 1984.
16.
Spurningin
(Spurt í Bolungarvik.
Hvernig finnst þér Ós-
hlíðin?
1
Kristján Guðmundsson ökukennari:
Það er í lagi aö keyra hana, en það
vantar meiri kraft í framkvæmdir, en
ekki þetta dútl.
Sölvi Sólbergsson tæknifræðingur:
Hún hefur verið mjög góð þar til þeir
fóru að sprengja. Þá varð hún svo brött
og grýtt fyrir þunga fólksbíla.
Steindór Karvelsson bifvélavirki:
Alveg hörmung, en þó til bóta, en helst
vildi ég jarðgöng.
Erla Sigurgeirsdóttir klínikdama:
Hún er erfið en ekki við öðru að búast á
meöan framkvæmdir eru og vona að
hún batni.
Rúnar Jóhannsson bifvélavirki:
Hún var slæm síðast þegar ég fór, í
Hólunum, og vona að hún verði góð eft-
ir framkvæmdir, helst vildi ég jarð-
göng.
Guðmundur H. Kristjánsson rútubil-
stjóri:
Hún hefur veriö erfið og það sem hefur
verið gert verður vonandi til bóta því
að það er fagurt að aka hliðina.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
„...fíestfr voru hingað komnir vegna þess að þeir höfðu hoggið mann
og annan."
Hinn dýrlegi
norræni
kynstofn
— ogallirhinir
Glúmurskrifar:
Jæja, jæja. Þar kom að þvi að ein-
hver fann hvöt hjá sér til aö stofna
samtök til vemdar hinum norræna
kynstofni. Einhver bóndadurgur af
Vatnsnesi þykist nú tilheyra kyn-
stofni sem hann telur merkilegri en
aðra sem þessa jörð byggja. Já, já.
Mikið var bréfið hans merkilegt, nú
á að fara að vernda stofninn fallega
sem ku vera í feikilegri hættu vegna
blöndunar „vandræðamanna og iðju-
leysingja” frá þriðja heiminum.
En nú skal úr því bætt meö ein-
hverjum samtökum. Eitthvaö kann-
ast ég nú við þessa stefnumörkun.
Gott ef hún var ekki i formi á þriðja
og fjórða áratug þeirrar aldar sem
við nú lifum á. Gott ef hún kallaðist
ekki nasismi eða eitthvað þvi um
líkt. Gott ef þaö endaöi ekki eitthvaö
illa.
Nei, bóndi sæll, við byggjum þessa
jörð og veröum að gera það í sátt og
samlyndi, annars mun illa fara.
Haltu bara áfram að mjólka
beljumar þínar, eöa hvað það er sem
þú ert að rækta á jörð þinni (kannski
norrænn kynstofn) og láttu þá í friði
sem eiga þaö skilið og ekki hafa veriö
eins heppnir að fá góða jörð að
rækta.
Við skulum vona að þú takir ekki
upp háttu forfeðra þinna sem þú
sfegir að með fádæma hugrekki hafi
flutt búslóö sína yfir hafið á opnum
bátum. Hætti þeirra segi ég því
flestir voru hingaö komnir vegna
þess að þeir höfðu hoggið mann og
annan, voru þjófar og aumingjar
sem í fádæma fífldirfsku og neyð
þurftu að fiýja og eina leiðin var út á
sjó.
Flestir drápust þeir á leiðinni, en
nokkrir komu hingað og héldu áfram
að drepa. Sei, sei, ef við berum ekki
bara höfuð og heröar yf ir alla þá sem
á jörðinni búa.
Atkvæði taiin iprestskosningum, en brófritari er óánægður með að ekki
skuli vera um utankjörstaðaratkvæði að ræða i slíkum kosningum.
Utankjörstaðaratkvæði
í prestskosningum
Kjósandi á Dalvík hringdl:
Hér á Dalvík eru menn hálfillir yfir
því aö ekki er hægt að kjósa utan kjör-
staðar í prestskosningum. Þær eiga að
fara fram 12. ágúst næstkomandi og
eru tveir í kjöri. Þetta er aöalsumar-
leyfistíminn, fólk er ekki heima og þaö
er óréttlátt að t.d. sjómenn fá ekki að
kjósa. Mér finnast þetta úreltar reglur
og er mér nær að halda að þetta séu
einu prestskosningamar sem ég hef
heyrt um þar sem utankjörstaðarkosn-
ing erekki leyfð.
Mig langar því aö spyrja: Getur
ráðherra breytt þessum reglum eða
þarf prestastefna að f jalia um málið?
Bréf frá þýskum stúlkum:
Biðjumst
af sökunar fyrir
hönd landa okkar
— sem stal fálkaeggjunum
Christine og Susanne skrifa frá Þýska-
landi:
Við erum tvær þýskar stúlkur, 13
ára. Okkur brá mjög við að lesa í blaöi
hér að þýskur þjófur hefði stoliö fálka-
eggjum á Islandi. Fuglar eru í miklu
uppáhaldi hjá okkur og við eyddum
nokkrum vikum í fyrra með fööur Suz-
anne í aðfylgjast með fálkum.
Okkur þykir það mjög leitt að við
skulum þurfa að fylgjast svona með
fálkunum til að þjófar taki ekki eggin Hann er frekar hjálparlaus þessi
þeirra. Við skömmumst okkar fyrir að fálkaungi. DV hefur borist bróf frá
þýskur þjófur skuli hafa stolið eggjum tveimur 13 ára stúlkum í Þýskalandi
íslensks fálka og við biöjumst þar sem þær lýsa skoðunum sinum
afsökunar f yrir hönd landa okkar. á Baly-málinu.
Ekki eru öllbörn svo heppin að eiga svona gott umhverfi til að þroskast
i.
Leiksvæði fyrir börnin á undanhaldi
Vogabúi skrlfar:
Borgarskipulag Reykjavíkur sendi
nú í byrjun júlí bréf til nokkurra hús-
eigenda í Vogahverfi, nánar til
þeirra sem eiga lóöir að leiksvæði
barna fyrir neöan Bæjarleiðir við
Langholtsveg. Fram koma í bréfi
þessu upplýsingar um að sótt hafi
verið um afnot af þessu svæði fyrir
einhvers konar gróðurhús. Það er
eins og borgaryfirvöldin hafi ekki
hugmynd um að þarna í hverfinu býr
fleira fólk en bara rétt þeir húseig-
endur sem bréfiö fengu.
Hvað með litlu bömin sem eiga
heima hinum megin við götumar og
hafa átt skjól á þessu svæði fyrir
boltana sína og áhugamál? Af hverju
ekki að spyrja foreldra þeirra bama
hvaö þeir hafa um málið að segja eöa
verðandi foreldra í hverfinu? Sú var
tíðin að móarnir fyrir neöan Njörva-
sund, sem liggja að Elliðavogi, voru
uppáhaldssvæði bama í nágrenninu.
Þar voru lagðir vegir, geröar stíflur
og byggðar brýr, en einn góðan
veðurdag var þama komin stór jarð-
ýta til að gera þetta svæði að grænni
sléttu og ekkert gaman að leika sér
þar lengur. Hvernig væri að nýta það
svæði fyrir jarðarber? Nei, það þarf
auövitað að taka svæðið sem börnin
eiga ennþá fyrir sig. Væri nú ekki ráð
fyrir yfirvöldin að eiga þetta leik-
svæði við Bæjarleiðir til góða með
upprennandi kynslóð í huga. Eftir
því sem ég hef haft spumir af þá em
þau leiktæki sem þar eru ekki einu
sinni framlag borgarinnar til barn-
anna heldur framlag einstaklings í
hverfinu.
Það leiðir líka hugann að því
hversu lengi er hægt að líða aö lóðir i
svo grónu hverfi séu ófrágengnar,
samanber lóð við Fóstbræðrahúsiö
og þar um kring og akstur leigubif-
reiða sí og æ út i Drekavoginn á
undanförnum ámm. Væri ekki tími
til kominn fyrir borgaryfirvöldin,
sem allt vilja fegra og laga, að
athuga þaö mál nánar áður en farið
er að koma á laggirnar einhverju
nýju umhverfisvandamáli.
Hvað með önnur leiksvæði í bæjar-
landinu? Hvemig væri fyrir unga og
hressa garðyrkjumenn aö reyna að
athuga hvort ekki er einhvers staðar
í borginni leiksvæði bama og hasla
sér þarvöll?
Gaman væri að heyra álit íbúanna
í hverfinu á þessu máli.