Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 35
34
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULl 1984.
Hann er ekki greiðfarinn vegurinn
frá Þingeyri út í Lokinhamradal. Yk ju-
laust má telja þetta einn af hrika-
legustu vegum landsins. Veginum
er tyllt í snarbrattar fjallshlíðarnar,
hamrabjörgin slúta yfir og sjaldnast
sést í vegarbrúnina þegar litið er út um
bíirúðuna heldur blasir viö stórgrýtis-
fjaran í töluverðri fallhæð. Hnökr-
óttur er hann víöa og torsóttur en þó
er hann hraðbraut miöaö viö ýtuveginn
svokallaða sem liggur frá Lokin-
hamradal yfir í Stapadal við Arnar-
fjörðinn. Þar eru beygjur víða svo
krappar og brattar aö „ýtumaðurinn
svitnaði í lófana þegar hann var að
ryðja hann, eins og Sigríður Ragnars-
dóttir á Hrafnabjörgum komst að orði.
Við Gunnar ljósmyndari vorum á
leiðinni til Sigríðar. Hún er einbúi aö
Hrafnabjörgum í þessum afskekkta
dal á Vestfjörðum og hefur verið það
síöastliðin tvö ár. Kona sem er einbúi,
hugsaöi ég með mér í vanmáttugri til-
raun til þess að bægja frá bíl-
hræðslunni. Það gæti verið gott um-
ræðuefni. Eftir aö ég haföi rabbað við
Sigríði áttaði ég mig á því að ég hafði
steingleymt að gera þessa sérstöðu
Sigríðar að einhverju máli. Það er
kannski engin furða því aö ekki vefst
kjarkurinn og dugnaðurinn fyrir
Sigríöi frekar en öðrum bændum sem
búa afskekkt. Hún hefur sigrast á
erfiðum samgöngum, rafmagnsleysi og
harðindaveðrum líkt og aðrir og hvem-
ig á maður þá aö muna eftir jafnfávís-
legri spumingu og „Er ekki erfiðara
að vera kona í einbýlinu?”? Svona
spurning gæti jafnvel verið móðgandi.
Sigríður var að ganga frá eftir
hádegismatinn þegar okkur bar að
garði. Hjá henni í eldhúsinu vom tvær
stúlkur, þær Jóna og Kristín, en þær
em auk þriggja stráka í kaupavinnu
hjá Sigríði. Olíkt því sem gerist á
vetrum þá er ekki fámenninu að heilsa
að Hrafnabjörgum nú í sumar.
„Bara fyrir mestu fyglinga"
„Jæja svo ykkur fannst vegurinn
glæfralegur,” sagði Sigríöur hlæjandi
er hún tók á móti okkur. „ Já þetta er
dálítið glæfralegt þegar maður lítur til
baka. Það eru nú komin ellefu ár síðan
þessi vegur kom í dalinn, hann á
afmæli núna í ágúst.”
Þetta er greinilega vel metinn
vegur. Hvað ætli Miklubrautin sé
gömul? Sigríður tók til handa okkur
kaffi og með því og við settumst í stofu.
Kaupakonurnar luku viö uppvaskið en
hundamir Plató og Díla settust við
fætur Sigríöar.
— Þaö hlýtur að muna miklu fyrir
þig að hafa þennan veg?
það gerir þaö, þó hann lokist á
vetrum. Svo er kominn annar vegur
héðan og yfir í Stapadal. Það er vegur-
inn sem hann Elli ýtumaður lagði núna
í vor. Það var byrjað á honum 1962 og
síðan er ekki hreyft við honum —
vantaöi sprengiefni líklega. En hann
Elli, töframaðurinn eins og hann Guð-
mundur bróðir minn kallaði hann,
byrjar bara á þessu í vor upp á sitt
eindæmi og molar niður bergið með
ýtunni. Þetta er alveg lygilegt helvíti.
Það var ekki hægt að ganga þetta
nema fyrir mestu fyglinga. Eg veit
ekki af hverju hann var að þessu.
Hvort þaö var af hreinni ævintýra-
mennsku eða af góðsemi við mig.
Jú þetta léttir töluvert á hjá mér.
Það er svo miklu þægilegra að koma
,,Nú vantar mig bara myndaf Vigdísi."
Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum:
„Maður hefur
þá engan til að
rífast við”
fénu heim heldur en að reka það um
fjöruna, t.d. á haustin eða á veturna er
snjó leggur á. Eg reikna með að veg-
kanturinn geti víöa staðið upp úr. Það
er dálítið vont svæði þarna á hillu-
hálsinum, þar sem myndast svellalög.
Maður hafði stundum ekkert til að taka
í þegar maöur kom innan að úr Stapa-
dalnum svo það gat verið að maður
kæmist bara ekkert. Þá var ekki um
■<------------------«
Heigi, vinnumaður Sigriðar, mætti
okkur er hann var á ieiðinni tii
Þingeyrar með dráttarvólina. Við
hefðum getað hist á heppilegri
stað.
Þeir eru ekki árenniiegir vegirnir
sem iiggja að Lokinhamradai.....
Texti:
Þónmn J. Haf stein.
Myndir:
Gunnar V. Andrés-
son.
annað að ræða en að fara hærra
hversu hart sem það var. 1 hittiðfýrra
varð ég að vera með skóflu og á
járnum. Eg vildi frekar vera með
skóflu en broddstaf því aö þá gat ég
höggið mér spor í haröan klakann. Það
er svona klukkutíma gangur inn í
Stapadal.”
Maður hefur þá engan til að
rífast við
— Setur engan beyg aö þér að vera
ein á vetuma? „Það er maður á næsta
bæ, hann Sigurjón á Lokinhömrum.
Það vill nú svo til, annars væri ekki
verandi hérna. Það eina sem ég óttast
héma era norðanveðrin. Það eru
miklir sviptivindar í þeirri átt frá
Skeggjanum, fjallinu héma fyrir ofan.
Annars var það suðaustan stórviðri
sem reif héma upp dyraskúrinn í febr-
úar árið 1980. Það var óskaplegt
veður, meðmestu veðrmn sem hafa
komiö. Það var stúlka hérna hjá okkur
þá og hún þorði ekki annaö en að
standa fyrir læsingunni í fjóra tíma má
ég segja. Og þó hann hopaði út á suð-
vestrið þá slotaöi veðrinu ekkert.
Það vora meiri djöfulsins lætin. Við
þoröumekki útífjós.
Annars er það að sumu leyti ágætt
að vera ein. Maður hefur þá engan til
þess að rífast við. Það er náttúrlega
dálítið erfitt á veturna þegar maður
kemst ekki neitt. Maður þarf að birgja
sig upp af gaskútum og mat. Já, góða
mín. Maöur er nú svo aftarlega á mer-
inni aö maður hefur ekkert rafmagnið.
Eg elda bara við gas. Hvemig ég
geymi matinn? Ja, ef komiö er fram á
vetur þá getur maður geymt fisk og
annað í snjónum, annars verður maður
að notast við saltmetið þó aö það drepi
mann fyrir aldur fram. Þaö er sagt. Ef
ferð fellur þá fær maður sér alltaf eitt-
hvað, en það er helst til sjaldan.”
— Þú getur ekkert hugsað þér að
flytjast til Reykjavíkur?
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984.
35
Sigríður ásamt þeim kaupakonum Jónu og Kristínu i kartöflugarðinum.
Utvarpið er ómissandiþegar arfinn er reyttur.
Haldið tii kartöflugarðsins með „Svo ykkur fannstþetta glæfralegt.
arfasköfuna.
Jóna, sem er íslandsmeistari í biiijard, Kristín og Sigríður ásamt heimspekingnum honum Plató fyrir
framan bæinn.
„Eg skal ekkert um það segja þegar
ég er orðin gömul og hætt að geta
unnið. Ég vildi miklu frekar flytjast til
Reykjavíkur en til Þingeyrar. En hér
hef ég verið alla mína tíð og vil hvergi
annars staðar vera.”
Get ekki hugsað mér að
liggja í sandi
— Þig langar þá ekkert til að fara til
sólarlanda til aö hvíla þig á veðrinu
hérna heima?
„Nei, það er sko hlutur sem ég get
ekki hugsaö mér, að liggja í sólbaði og
það úti á sandi eins og ég hugsa mér
þetta fólk. Fara suður og liggja í
sandi! Þetta fólk ætti frekar að fara
hér um landið og skoða það.”
— Býstu þá viö að veðrið verði gott
hér í sumar?
„Já ég býst bara við því. Vorið núna
gleymist að visu eins og sumariö í
fyrra. Það var hálfleiöinlegt vorið
héma, en um 25. maí þá snöggskipti
um veðráttu og allt í einu er komið
hásumar. Það greri svo fljótt héma úti
að ég hef bara ekki séð annaö eins. Það
var komið svoleiðis gras út um allt á
svipstundu að mér fannst að nú hlyti
hálfs annars árs ótíö að vera lokið. —
Sjösofandi lofaði góðu. Það er gamalt
mál að veðrið þann 27. júní ráði því
hvemig það verður næstu sjö vikurnar.
Eg var fyrir sunnan þann 27. júní í ár
og ég tók sérstaklega eftir því að það
var gott veður, sól og hiti en það
skýjaði dálítið seinni part dagsins. Já
ég hugsa aö það verði gott hérna fyrir
vestan líka,” segir Sigríöur um leiö og
hún lítur út um gluggann. Þaö var
farið að draga fyrir sólina, enda fariö
að líða á daginn. Kannski þetta gamla
mál um sjösofanda sé ekkert bull.
Þarf að fá mynd af Vigdísi
Við Gunnar ljósmyndari fórum að
tygja okkur af stað og svona á leiöinni
út spyrjum viö Sigríði af hverju hún
hafi mynd af Ásgeiri Ásgeirssyni uppi
á vegg hjá sér.
„Þetta er gömul mynd sem ég held
að faðir minn hafi keypt og hann setti
hana upp. Eg verð að fá mér mynd af
henni Vigdísi. Eg steingleymdi því
meðan ég var fyrir sunnan. Ég er
ákafur stuðningsmaður hennar. Eg
var strax ákveðin í því aö kjósa hana.
Og þó að ég væri veik á kosningadag-
inn þá dreif ég mig samt til aö kjósa
hana. Já ég verð aö fá mér mynd af
henni.”
Áður en við kveðjum Sigríði göngum
við meö henni og kaupakonunum að
kartöflugarðinum skammt frá bænum.
Sigríöur fer allt gangandi og mér
dettur í hug hvort hún fari ekki með
stöku eða kvæði á löngum göngu-
ferðum. Hún segist stundum gera það
og getur ekki neitað því að það komi
fyrir að hún setji saman stökur. Hún
leyfði okkur að heyra eina:
Nú er gróðrarskúrin gæfuríka
gengur y fir landið kalda
lífi öllu loks er borgiö
ljúft skal guði þakkir gjalda.
ÞJH
Fáðu mér bakkann, Plútó, og hundurinn hlýðir.